Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 18:18 Af þeim 160 flugumferðarstjórum sem eru í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra starfa 100 hjá Isavia ANS. Vísir/Vilhelm Fimm flugumferðarstjórar hafa verið sendir í leyfi frá störfum vegna gruns um að þeir hefðu ekki unnið tilskilinn fjölda vinnustunda til að halda réttindum sínum. Samgöngustofa rannsakar mál þeirra. Í samtali við fréttastofu segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að málið varði fimm flugumferðarstjóra, og hafi komið upp eftir að ráðist var í skoðun á tímaskráningu þeirra. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu. Samkvæmt reglum þurfa flugumferðarstjórar að vinna lágmarksfjölda tíma í svokallaðri vinnustöðu, svo þeir haldi hæfi sínu til starfans. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir að hjá Isavia ANS, sem er dótturfélag Isavia sem annast flugleiðsög hér á landi og yfir Norður-Atlantshafi, starfi 100 flugumferðarstjórar, af þeim 160 sem séu í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra. Þar er haft eftir Kjartani Briem, framkvæmdastjóra félagsins, að málið hafi verið tilkynnt til Samgöngustofu og flugumferðarstjórarnir fimm verið sendir í ótímabundið leyfi. „Isavia ANS sinnir flugleiðsögu á Íslandi og yfir Norður-Atlantshafi og hefur veitt þessa þjónustu um áratugaskeið. Öll frávik frá hefðbundinni starfsemi sem koma upp eru tekin alvarlega og er fyrirtækið með ferla til að kanna þau og vinna að úrbótum. Skýrar reglur gilda um hæfi flugumferðarstjóra og þurfa þeir að uppfylla ýmis skilyrði til að viðhalda sínu hæfi. Eitt af þeim er lágmarkskrafa um setu í vinnustöðu,“ er haft eftir Kjartani. Isavia ANS muni ekki tjá sig frekar um málið meðan rannsókn stendur yfir. Samgöngur Fréttir af flugi Isavia Vinnumarkaður Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að málið varði fimm flugumferðarstjóra, og hafi komið upp eftir að ráðist var í skoðun á tímaskráningu þeirra. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu. Samkvæmt reglum þurfa flugumferðarstjórar að vinna lágmarksfjölda tíma í svokallaðri vinnustöðu, svo þeir haldi hæfi sínu til starfans. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir að hjá Isavia ANS, sem er dótturfélag Isavia sem annast flugleiðsög hér á landi og yfir Norður-Atlantshafi, starfi 100 flugumferðarstjórar, af þeim 160 sem séu í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra. Þar er haft eftir Kjartani Briem, framkvæmdastjóra félagsins, að málið hafi verið tilkynnt til Samgöngustofu og flugumferðarstjórarnir fimm verið sendir í ótímabundið leyfi. „Isavia ANS sinnir flugleiðsögu á Íslandi og yfir Norður-Atlantshafi og hefur veitt þessa þjónustu um áratugaskeið. Öll frávik frá hefðbundinni starfsemi sem koma upp eru tekin alvarlega og er fyrirtækið með ferla til að kanna þau og vinna að úrbótum. Skýrar reglur gilda um hæfi flugumferðarstjóra og þurfa þeir að uppfylla ýmis skilyrði til að viðhalda sínu hæfi. Eitt af þeim er lágmarkskrafa um setu í vinnustöðu,“ er haft eftir Kjartani. Isavia ANS muni ekki tjá sig frekar um málið meðan rannsókn stendur yfir.
Samgöngur Fréttir af flugi Isavia Vinnumarkaður Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira