Ný forysta stefni í ranga átt Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2025 19:31 Sanna Magdalena Mörtudóttir er hætt í innra starfi Sósíalistaflokksins. Vísir/Bjarni Oddviti Sósíalista í borgarstjórn segir nýja forystu flokksins stefna með hann í ranga átt. Hún hefur hætt öllu innra starfi og flokksmenn þurfa að finna sér nýjan leiðtoga. Hiti hefur verið í flokksmönnum Sósíalistaflokksins síðustu vikur og má segja að soðið hafi upp úr á aðalfundi á laugardag. Þar átti ákveðin hallarbylting sér stað og skipt um forystufólk. Fjórfalt fleiri mættu á fundinn en á síðasta aðalfund og fengu einhverjir fundargestir sendar leiðbeiningar um hvernig þeir skyldu greiða atkvæði á fundinum. Formanni framkvæmdastjórnar var steypt af stóli og þeir sem sendu út atkvæðagreiðsluleiðbeiningarnar sakaðir um smölun á fundinn. Þeir hafa vísað þeim ásökunum á bug og sagt ferska vinda nú blása um flokkinn. Þessi átök enda þó með því að Sanna Magdalena Mörtudóttir, vinsælasti borgarfulltrúinn og pólitískur leiðtogi flokksins, hefur ákveðið að hætta í öllu innra starfi flokksins. „Ég upplifði ýmislegt með þeim hætti að verið væri að leggja meiri áherslu á persónulega sigra einstaka félaga en að hugsa um hagsmuni heildarinnar,“ segir Sanna. Fleira við vinnubrögð þeirra sem tóku við stjórn flokksins væri sérstakt. „Og samkvæmt minni upplifun settu þeir sig á móti eðlilegustu hlutum og gera ýmislegt tortryggilegt. Það er ýmislegt sem maður setur spurningarmerki við eftir þennan dag,“ segir Sanna. Sanna mun áfram leiða flokkinn í borgarstjórn, en flokkurinn þarf að velja sér nýjan pólitískan leiðtoga. Útilokarðu að ganga til liðs við annan flokk? „Það er enginn annar flokkur sem ég gæti hugsað mér að starfa fyrir. Ég er sósíalisti,“ segir Sanna. En sýnist þér þessi nýja forysta stefna með flokkinn í ranga átt? „Miðað við það sem ég hef séð, þá segi ég já,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17 Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Hiti hefur verið í flokksmönnum Sósíalistaflokksins síðustu vikur og má segja að soðið hafi upp úr á aðalfundi á laugardag. Þar átti ákveðin hallarbylting sér stað og skipt um forystufólk. Fjórfalt fleiri mættu á fundinn en á síðasta aðalfund og fengu einhverjir fundargestir sendar leiðbeiningar um hvernig þeir skyldu greiða atkvæði á fundinum. Formanni framkvæmdastjórnar var steypt af stóli og þeir sem sendu út atkvæðagreiðsluleiðbeiningarnar sakaðir um smölun á fundinn. Þeir hafa vísað þeim ásökunum á bug og sagt ferska vinda nú blása um flokkinn. Þessi átök enda þó með því að Sanna Magdalena Mörtudóttir, vinsælasti borgarfulltrúinn og pólitískur leiðtogi flokksins, hefur ákveðið að hætta í öllu innra starfi flokksins. „Ég upplifði ýmislegt með þeim hætti að verið væri að leggja meiri áherslu á persónulega sigra einstaka félaga en að hugsa um hagsmuni heildarinnar,“ segir Sanna. Fleira við vinnubrögð þeirra sem tóku við stjórn flokksins væri sérstakt. „Og samkvæmt minni upplifun settu þeir sig á móti eðlilegustu hlutum og gera ýmislegt tortryggilegt. Það er ýmislegt sem maður setur spurningarmerki við eftir þennan dag,“ segir Sanna. Sanna mun áfram leiða flokkinn í borgarstjórn, en flokkurinn þarf að velja sér nýjan pólitískan leiðtoga. Útilokarðu að ganga til liðs við annan flokk? „Það er enginn annar flokkur sem ég gæti hugsað mér að starfa fyrir. Ég er sósíalisti,“ segir Sanna. En sýnist þér þessi nýja forysta stefna með flokkinn í ranga átt? „Miðað við það sem ég hef séð, þá segi ég já,“ segir Sanna.
Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17 Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17
Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55