„Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 26. maí 2025 19:22 Ásthildur Lóa sneri aftur á Alþingi í dag. Vísir/Arnar Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem sagði af sér sem barna- og menntamálaráðherra fyrr á þessu ári, segir að nú sé að baki einn erfiðasti tími sem hún hafi gengið í gegnum. Hún þakkar fjölda fólks fyrir að styðja hana á þessu erfiða tímabili, og segir stuðninginn hafa haldið sér á floti. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ásthildur sneri aftur á Alþingi í dag eftir að hafa tekið sér leyfi frá þingstörfum, sem hún gerði samhliða því að segja af sér. „Mér líður bara mjög vel núna og mér hefur verið einstaklega vel tekið af þinginu hér í dag, sérstaklega af stjórnarmeirihlutanum og ráðherrum og þeim sem við erum að starfa með. Það hefur verið alveg dásamlegt,“ sagði Ásthildur um fyrsta daginn á þinginu. „Mér fannst þetta bara vera réttur tími. Ég vildi koma og klára þingið á þessu vori og takast á við það sem því fylgir. Og vinna að þeim góðu málum sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn er að vinna að.“ Ásthildur sagði af sér þann 23. mars síðastliðinn í kjölfar þess að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára pilti þegar hún var á þrítugsaldri, en það var fyrir fyrir rúmum 35 árum. Sérðu eftir því að hafa sagt af þér? „Ég sé alveg eftir þeim verkefnum og því sem ég var að gera í ráðuneytinu. Ég geri það. En það var ekkert annað sem hægt var að gera. Þetta hefur verið einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum, svo það sé sagt,“ sagði Ásthildur Lóa. Hún tók fram að hún hefði fundið fyrir ansi miklum stuðningi á þessum erfiðu tímum. „En ég hef fengið alveg gríðarlegan stuðning. Það hefur í raun haldið mér á floti. Ég vil bara nota þetta tækifæri og þakka þeim hundruðum, ef ekki þúsundum, sem sendu mér skilaboð til að hvetja mig áfram. Það er ómetanlegt. Það er það sem hélt mér á floti, og stuðningur fjölskyldunnar og góðra vina. Þess vegna get ég staðið hérna í dag. Það er útaf öllum þessa góða stuðningi sem ég hef fengið.“ Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ásthildur sneri aftur á Alþingi í dag eftir að hafa tekið sér leyfi frá þingstörfum, sem hún gerði samhliða því að segja af sér. „Mér líður bara mjög vel núna og mér hefur verið einstaklega vel tekið af þinginu hér í dag, sérstaklega af stjórnarmeirihlutanum og ráðherrum og þeim sem við erum að starfa með. Það hefur verið alveg dásamlegt,“ sagði Ásthildur um fyrsta daginn á þinginu. „Mér fannst þetta bara vera réttur tími. Ég vildi koma og klára þingið á þessu vori og takast á við það sem því fylgir. Og vinna að þeim góðu málum sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn er að vinna að.“ Ásthildur sagði af sér þann 23. mars síðastliðinn í kjölfar þess að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára pilti þegar hún var á þrítugsaldri, en það var fyrir fyrir rúmum 35 árum. Sérðu eftir því að hafa sagt af þér? „Ég sé alveg eftir þeim verkefnum og því sem ég var að gera í ráðuneytinu. Ég geri það. En það var ekkert annað sem hægt var að gera. Þetta hefur verið einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum, svo það sé sagt,“ sagði Ásthildur Lóa. Hún tók fram að hún hefði fundið fyrir ansi miklum stuðningi á þessum erfiðu tímum. „En ég hef fengið alveg gríðarlegan stuðning. Það hefur í raun haldið mér á floti. Ég vil bara nota þetta tækifæri og þakka þeim hundruðum, ef ekki þúsundum, sem sendu mér skilaboð til að hvetja mig áfram. Það er ómetanlegt. Það er það sem hélt mér á floti, og stuðningur fjölskyldunnar og góðra vina. Þess vegna get ég staðið hérna í dag. Það er útaf öllum þessa góða stuðningi sem ég hef fengið.“
Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira