Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 22:07 Bílnum var ekið á hóp fólks á Water-stræti. AP/Danny Lawson Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í Liverpool í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast saman á strætum borgarinnar til að fylgjast með sigurskrúðgöngu karlaliðs Liverpool í knattspyrnu, sem lauk keppni í ensku úrvalsdeildinni í gær og stóð uppi sem enskur meistari. Leita ekki að fleirum Jenny Sims, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Liverpool, sagði á fundinum að „nokkur fjöldi fólks“ hefði slasast og verið færður á sjúkrahús til aðhlynningar. Þar að auki hafi stór hópur fólks á öllum aldri slasast en ekki þarfnast aðhlynningar á sjúkrahúsi, heldur hafi verið hlúð að því fólki á vettvangi. Þá sagði hún 53 ára mann, sem talið er að hafi ekið bifreiðinni, hafa verið handtekinn. Rannsókn á aðdraganda málsins væri hafin, en ekki væri talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Talið sé að maðurinn hafi verið einn að verki, og ekki væri verið að leita að fleirum. Fjórum bjargað undan bílnum David Kitchen, yfirmaður sjúkraflutninga á norðvestur Englandi sagði viðbragðsaðila hafa verið fljóta á staðinn. Alls hafi 27 manns verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, þar af fjögur börn. Einn sjúkraflutningamaður á reiðhjóli hefði slasast, en þó ekki alvarlega. Yfirmaður slökkviliðs Merseyside, Nick Searle, sagði þrjá fullorðna einstaklinga og eitt barn hafa verið undir bílnum þegar viðbragðsaðila bar að garði. Þeim hafi verið komið til bjargar eins skjótt og auðið var, og komið í sjúkrabíl. Fyrir blaðamannafundinn hafði verið greint frá því að 53 ára karlmaður væri í haldi lögreglu, og að hann væri breskur og hvítur, eins og það var orðað í tilkynningu lögreglu. Þar var almenningur einnig hvattur til þess að taka ekki þátt í getgátum um atvikið, og beðinn um koma upplýsingum sem hjálpað gætu til við rannsókn málsins beint til lögreglunnar. Bretland England Tengdar fréttir „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í Liverpool í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast saman á strætum borgarinnar til að fylgjast með sigurskrúðgöngu karlaliðs Liverpool í knattspyrnu, sem lauk keppni í ensku úrvalsdeildinni í gær og stóð uppi sem enskur meistari. Leita ekki að fleirum Jenny Sims, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Liverpool, sagði á fundinum að „nokkur fjöldi fólks“ hefði slasast og verið færður á sjúkrahús til aðhlynningar. Þar að auki hafi stór hópur fólks á öllum aldri slasast en ekki þarfnast aðhlynningar á sjúkrahúsi, heldur hafi verið hlúð að því fólki á vettvangi. Þá sagði hún 53 ára mann, sem talið er að hafi ekið bifreiðinni, hafa verið handtekinn. Rannsókn á aðdraganda málsins væri hafin, en ekki væri talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Talið sé að maðurinn hafi verið einn að verki, og ekki væri verið að leita að fleirum. Fjórum bjargað undan bílnum David Kitchen, yfirmaður sjúkraflutninga á norðvestur Englandi sagði viðbragðsaðila hafa verið fljóta á staðinn. Alls hafi 27 manns verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, þar af fjögur börn. Einn sjúkraflutningamaður á reiðhjóli hefði slasast, en þó ekki alvarlega. Yfirmaður slökkviliðs Merseyside, Nick Searle, sagði þrjá fullorðna einstaklinga og eitt barn hafa verið undir bílnum þegar viðbragðsaðila bar að garði. Þeim hafi verið komið til bjargar eins skjótt og auðið var, og komið í sjúkrabíl. Fyrir blaðamannafundinn hafði verið greint frá því að 53 ára karlmaður væri í haldi lögreglu, og að hann væri breskur og hvítur, eins og það var orðað í tilkynningu lögreglu. Þar var almenningur einnig hvattur til þess að taka ekki þátt í getgátum um atvikið, og beðinn um koma upplýsingum sem hjálpað gætu til við rannsókn málsins beint til lögreglunnar.
Bretland England Tengdar fréttir „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46
Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20