Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. maí 2025 17:02 Mary Earps verður ekki með Englandi á EM í sumar. Fran Santiago - The FA/The FA via Getty Images Mary Earps, markvörður PSG sem var áður hjá Manchester United, missti stöðuna sem aðalmarkvörður enska landsliðsins og hefur nú tilkynnt að hún sé hætt landsliðsfótbolta. Hún mun því ekki taka þátt í titilvörn Englands á Evrópumótinu í sumar. Mary hefur verið aðalmarkmaður Englands undanfarin átta ár og alls spilað 53 A-landsleiki. Hún var hluti af liði Englands sem vann Evrópumótið 2022 og komst í úrslitaleik heimsmeistaramótsins 2023, þar sem hún var valin besti markmaður mótsins. 🏴 An iconic England career comes to an end 🥺🥇 #WEURO2022 winner🥇 #Finalissima winner 🥈 Women's World Cup runner-up🦁 53 @Lionesses capsCongratulations and best of luck, Mary Earps 👏 pic.twitter.com/XWcTyMkGAr— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) May 27, 2025 Stöðubarátta sem vannst ekki Frá árinu 2024 hefur hún barist um aðalmarkmannsstöðuna við Hannah Hampton, markmann Chelsea. Í apríl síðastliðnum sagði landsliðsþjálfarinn, Sarina Wiegman, að Hampton væri „örlítið á undan“ í baráttunni og yrði líklega aðalmarkmaður Englands á EM. Mary var valin í landsliðshóp Englands fyrir leikina gegn Portúgal og Spáni í Þjóðadeildinni, síðustu leiki liðsins fyrir Evrópumótið í Sviss sem hefst í byrjun júlí. Liðsfélagarnir vonsviknir Hópurinn kom saman í dag, alveg eins og íslenski landsliðshópurinn kom saman í Þrándheimi, og þar tilkynnti Mary ákvörðunina. Breska ríkisútvarpið greinir frá „vonbrigðum“ meðal leikmanna og þjálfara Englands. Vildi að hún gæti spilað að eilífu Mary greindi svo frá ákvörðuninni á Instagram síðu sinni. Þar segir hún „heiður og forréttindi að fá að klæðast ensku landsliðstreyjunni og spila fyrir þjóðina.“ Hún vildi „að hún gæti gert þetta að eilífu en - því miður - þurfa allir góðir hlutir einhvern endi að taka.“ View this post on Instagram A post shared by Mary Earps MBE (@maryearps) Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Mary hefur verið aðalmarkmaður Englands undanfarin átta ár og alls spilað 53 A-landsleiki. Hún var hluti af liði Englands sem vann Evrópumótið 2022 og komst í úrslitaleik heimsmeistaramótsins 2023, þar sem hún var valin besti markmaður mótsins. 🏴 An iconic England career comes to an end 🥺🥇 #WEURO2022 winner🥇 #Finalissima winner 🥈 Women's World Cup runner-up🦁 53 @Lionesses capsCongratulations and best of luck, Mary Earps 👏 pic.twitter.com/XWcTyMkGAr— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) May 27, 2025 Stöðubarátta sem vannst ekki Frá árinu 2024 hefur hún barist um aðalmarkmannsstöðuna við Hannah Hampton, markmann Chelsea. Í apríl síðastliðnum sagði landsliðsþjálfarinn, Sarina Wiegman, að Hampton væri „örlítið á undan“ í baráttunni og yrði líklega aðalmarkmaður Englands á EM. Mary var valin í landsliðshóp Englands fyrir leikina gegn Portúgal og Spáni í Þjóðadeildinni, síðustu leiki liðsins fyrir Evrópumótið í Sviss sem hefst í byrjun júlí. Liðsfélagarnir vonsviknir Hópurinn kom saman í dag, alveg eins og íslenski landsliðshópurinn kom saman í Þrándheimi, og þar tilkynnti Mary ákvörðunina. Breska ríkisútvarpið greinir frá „vonbrigðum“ meðal leikmanna og þjálfara Englands. Vildi að hún gæti spilað að eilífu Mary greindi svo frá ákvörðuninni á Instagram síðu sinni. Þar segir hún „heiður og forréttindi að fá að klæðast ensku landsliðstreyjunni og spila fyrir þjóðina.“ Hún vildi „að hún gæti gert þetta að eilífu en - því miður - þurfa allir góðir hlutir einhvern endi að taka.“ View this post on Instagram A post shared by Mary Earps MBE (@maryearps)
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira