Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2025 15:55 Rúmlega fimmtíu manns voru flutt á sjúkrahús eftir að maður ók inn í þvögu fólks í Liverpool í gær. AP/Jon Super Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Rúmlega fimmtíu manns voru flutt á sjúkrahús eftir atvikið í gær en ellefu eru þar enn. Enginn er þó í lífshættu, samkvæmt lögreglu. Ekki er litið á atvikið sem hryðjuverk. Maðurinn, sem er 53 ára gamall og frá West Derby í Liverpool, er í haldi lögreglu og hefur hann verið yfirheyrður í dag, samkvæmt frétt Sky News. Meðal annars er verið að reyna að finna svör við því af hverju hann ók inn á lokað svæði og á allt fólkið. Eins og áður segir er talið að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ók inn á lokað svæði þar sem stuðningsmenn fótboltafélags Liverpool voru að fagna titli liðsins. Maðurinn er talinn hafa ekið á eftir sjúkrabíl sem sendur var á vettvang vegna hjartaáfalls og þannig hafi hann komist fram hjá vegatálmum kringum hátíðarsvæðið. Maðurinn hefur ekki verið ákærður en lögreglan hefur til hádegis á morgun að ákæra hann eða sleppa honum úr haldi. "We have arrested a 53-year-old man on suspicion of attempted murder."Police say the man was held after a car hit crowds at Liverpool’s title parade. He remains in custody on suspicion of attempted murder and drug driving.https://t.co/Y445YQ2pGQ📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/LNzEkzNQkn— Sky News (@SkyNews) May 27, 2025 Myndefni af atvikinu fór fljótt í dreifingu á samfélagsmiðlum og samhliða því hóst mikil umræða um ökumann bílsins, hver hann væri og hvað honum hefði gengið til. Mörg ósannindi hafa verið í dreifingu. Þess vegna drifu forsvarsmenn lögreglunnar út upplýsingar um að maðurinn væri 53 ára gamall, hann væri hvítur og hann væri frá Liverpool. Þá var fljótt haldinn blaðamannafundur þar sem lögreglan sagði að ekki væri um hryðjuverk að ræða. Bretland England Erlend sakamál Tengdar fréttir Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Forstjóri Liverpool, Billy Hogan, ávarpaði stuðningsmenn félagsins í morgun, eftir að bíl var ekið inn í skrúðgöngu í borginni í gærkvöldi. 27. maí 2025 12:45 Niðurbrotinn Klopp í sjokki Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segist í færslu á samfélagsmiðlum núna í morgun vera í sjokki og niðurbrotinn vegna atburðarins í Liverpoolborg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Englandmeistaratitli Liverpool. 27. maí 2025 11:21 Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07 „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Rúmlega fimmtíu manns voru flutt á sjúkrahús eftir atvikið í gær en ellefu eru þar enn. Enginn er þó í lífshættu, samkvæmt lögreglu. Ekki er litið á atvikið sem hryðjuverk. Maðurinn, sem er 53 ára gamall og frá West Derby í Liverpool, er í haldi lögreglu og hefur hann verið yfirheyrður í dag, samkvæmt frétt Sky News. Meðal annars er verið að reyna að finna svör við því af hverju hann ók inn á lokað svæði og á allt fólkið. Eins og áður segir er talið að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ók inn á lokað svæði þar sem stuðningsmenn fótboltafélags Liverpool voru að fagna titli liðsins. Maðurinn er talinn hafa ekið á eftir sjúkrabíl sem sendur var á vettvang vegna hjartaáfalls og þannig hafi hann komist fram hjá vegatálmum kringum hátíðarsvæðið. Maðurinn hefur ekki verið ákærður en lögreglan hefur til hádegis á morgun að ákæra hann eða sleppa honum úr haldi. "We have arrested a 53-year-old man on suspicion of attempted murder."Police say the man was held after a car hit crowds at Liverpool’s title parade. He remains in custody on suspicion of attempted murder and drug driving.https://t.co/Y445YQ2pGQ📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/LNzEkzNQkn— Sky News (@SkyNews) May 27, 2025 Myndefni af atvikinu fór fljótt í dreifingu á samfélagsmiðlum og samhliða því hóst mikil umræða um ökumann bílsins, hver hann væri og hvað honum hefði gengið til. Mörg ósannindi hafa verið í dreifingu. Þess vegna drifu forsvarsmenn lögreglunnar út upplýsingar um að maðurinn væri 53 ára gamall, hann væri hvítur og hann væri frá Liverpool. Þá var fljótt haldinn blaðamannafundur þar sem lögreglan sagði að ekki væri um hryðjuverk að ræða.
Bretland England Erlend sakamál Tengdar fréttir Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Forstjóri Liverpool, Billy Hogan, ávarpaði stuðningsmenn félagsins í morgun, eftir að bíl var ekið inn í skrúðgöngu í borginni í gærkvöldi. 27. maí 2025 12:45 Niðurbrotinn Klopp í sjokki Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segist í færslu á samfélagsmiðlum núna í morgun vera í sjokki og niðurbrotinn vegna atburðarins í Liverpoolborg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Englandmeistaratitli Liverpool. 27. maí 2025 11:21 Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07 „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Forstjóri Liverpool, Billy Hogan, ávarpaði stuðningsmenn félagsins í morgun, eftir að bíl var ekið inn í skrúðgöngu í borginni í gærkvöldi. 27. maí 2025 12:45
Niðurbrotinn Klopp í sjokki Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segist í færslu á samfélagsmiðlum núna í morgun vera í sjokki og niðurbrotinn vegna atburðarins í Liverpoolborg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Englandmeistaratitli Liverpool. 27. maí 2025 11:21
Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07
„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46