Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Smári Jökull Jónsson skrifar 27. maí 2025 21:32 Guðmundur Leó Rafnsson vann gull í dag. Mynd: Sundsamband Íslands Ísland vann til sextán verðlauna á fyrsta degi Smáþjóðaleikana sem fram fara í Andorra. Fimm íslensk gullverðlaun komu í hús. Flest verðlaunanna í dag komu frá sundfólki íslenska liðsins. Guðmundur Leó Rafnsson vann gull í 200 metra baksundi en hann kom í mark á tímanum 2:02.91 sekúnda en Guðmundur Leó vann með talsverðum yfirburðum. Bergur Fáfnir Bjarnason vann til bronsverðlauna í sömu grein. Þá vann Ylfa Lind Kristmannsdóttir gull í 200 metra baksundi kvenna en hún kom í mark á tímanum 2:17.84 sekúndur. Í 4x100 metra boðsundi kvenna vann íslenska sveitin síðan öruggan sigur og kom í mark tæpum tíu sekúndum á undan sveit Kýpur sem varð í 2. sæti. Karlasveit Íslands vann silfur í sömu grein. Í -90 kg flokki karla í júdó vann Aðalsteinn Björnsson gull og Birna Kristín Kristjánsdóttir vann gull í langstökki og Ísold Sævarsdóttir varð önnur í sömu grein og hlaut silfur. Silfur hjá Kolbeini í 100 metra hlaupi Vonir stóðu til að Kolbeinn Höður Gunnarsson myndi slá Íslandsmetið í 100 metra hlaupi. Það tókst ekki en Kolbenn vann til silfurverðlauna þegar hann kom í mark á tímanum 10.92 sekúndur en hann var fjórum sekúndubrotum á eftir Francesco Sansovini frá San Marino. Íslandsmet Kolbeins og Ara Braga Kárasonar er 10.51 sekúnda. Í stangarstökki kvenna vann Karen Sif Ársælsdóttir silfur og Hafdís Sigurðardóttir vann brons í hjólreiðum kvenna. Íslenska kvennasveitin vann silfur í fimleikum og Helena Bjarnadóttir brons í -63 kg flokki í júdó. Í 200 metra flugsundi vann Hólmar Grétarsson silfur og þá vann Ísland til tveggja verðlauna í 100 metra skriðsundi þar sem Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk silfur og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir brons. Sund Frjálsar íþróttir Júdó Fimleikar Hjólreiðar Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
Flest verðlaunanna í dag komu frá sundfólki íslenska liðsins. Guðmundur Leó Rafnsson vann gull í 200 metra baksundi en hann kom í mark á tímanum 2:02.91 sekúnda en Guðmundur Leó vann með talsverðum yfirburðum. Bergur Fáfnir Bjarnason vann til bronsverðlauna í sömu grein. Þá vann Ylfa Lind Kristmannsdóttir gull í 200 metra baksundi kvenna en hún kom í mark á tímanum 2:17.84 sekúndur. Í 4x100 metra boðsundi kvenna vann íslenska sveitin síðan öruggan sigur og kom í mark tæpum tíu sekúndum á undan sveit Kýpur sem varð í 2. sæti. Karlasveit Íslands vann silfur í sömu grein. Í -90 kg flokki karla í júdó vann Aðalsteinn Björnsson gull og Birna Kristín Kristjánsdóttir vann gull í langstökki og Ísold Sævarsdóttir varð önnur í sömu grein og hlaut silfur. Silfur hjá Kolbeini í 100 metra hlaupi Vonir stóðu til að Kolbeinn Höður Gunnarsson myndi slá Íslandsmetið í 100 metra hlaupi. Það tókst ekki en Kolbenn vann til silfurverðlauna þegar hann kom í mark á tímanum 10.92 sekúndur en hann var fjórum sekúndubrotum á eftir Francesco Sansovini frá San Marino. Íslandsmet Kolbeins og Ara Braga Kárasonar er 10.51 sekúnda. Í stangarstökki kvenna vann Karen Sif Ársælsdóttir silfur og Hafdís Sigurðardóttir vann brons í hjólreiðum kvenna. Íslenska kvennasveitin vann silfur í fimleikum og Helena Bjarnadóttir brons í -63 kg flokki í júdó. Í 200 metra flugsundi vann Hólmar Grétarsson silfur og þá vann Ísland til tveggja verðlauna í 100 metra skriðsundi þar sem Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk silfur og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir brons.
Sund Frjálsar íþróttir Júdó Fimleikar Hjólreiðar Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira