Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 09:01 Nicolo Zaniolo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Fiorentina og gæti núna verið á leið í langt bann. Getty/Giuseppe Maffia Ítalska knattspyrnufélagið Roma hefur nú sent frá sér aðra yfirlýsingu þar sem hinn 25 ára gamli Nicolo Zaniolo er sakaður um skelfilega hegðun eftir leik unglingaliða Fiorentina og Roma í fyrradag. Zaniolo hefur verið liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina seinni hluta leiktíðarinnar sem lauk núna um helgina. Hann var á Viola Park á sunnudaginn þegar unglingalið Fiorentina og Roma mættust, og er nú sakaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, kastað af sér þvagi í búningsklefa og komið tveimur leikmönnum unglingaliðs Roma á sjúkrahús. Zaniolo hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en neitar að hafa beitt nokkurn mann ofbeldi. Það rímar hins vegar illa við nýja yfirlýsingu Rómverja sem saka Zaniolo um að hafa komið tveimur unglingaliðsmönnum á sjúkrahús: „Þann 26. maí, eftir undanúrslitaleik unglingaliða Fiorentina og Roma á Viola Park, fór Nicolo Zaniolo (úr aðalliði Fiorentina) í leyfisleysi inn í búningsklefa Roma, ásamt öðrum manni. Vitni segja það hafa sést að Zaniolo var undir áhrifum vímuefna. Hann kastaði af sér þvagi í klefa Roma, egndi leikmenn og, án orðaskipta, veitti Mattia Almaviva högg og ýtti Marco Litti með ofbeldisfullum hætti á bekk. Litti fór fyrir skömmu í axlaraðgerð. Báðir leikmenn þurftu að fara á sjúkrahús: Almaviva þarf samkvæmt greiningu 10 daga til að jafna sig og Litti 21 dag.“ Rómverjar kalla eftir afleiðingum fyrir hinn 25 ára gamla Zaniolo, landsliðsmann Ítalíu, sem kom að láni til Fiorentina í febrúar frá Galatasaray eftir að hafa áður verið lánsmaður hjá Atalanta og Aston Villa. Áður en að atvikinu um helgina kom hafði Fiorentina ákveðið að nýta ekki möguleikann á að halda Zaniolo. Sambandið á milli Zaniolo og Roma hefur vægast sagt ekki verið gott síðan hann fór fram á að komast frá félaginu árið 2023 og til Galatasaray. Ítalska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið rannsókn vegna málsins og á Zaniolo á hættu að hljóta langt bann. Ítalski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira
Zaniolo hefur verið liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina seinni hluta leiktíðarinnar sem lauk núna um helgina. Hann var á Viola Park á sunnudaginn þegar unglingalið Fiorentina og Roma mættust, og er nú sakaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, kastað af sér þvagi í búningsklefa og komið tveimur leikmönnum unglingaliðs Roma á sjúkrahús. Zaniolo hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en neitar að hafa beitt nokkurn mann ofbeldi. Það rímar hins vegar illa við nýja yfirlýsingu Rómverja sem saka Zaniolo um að hafa komið tveimur unglingaliðsmönnum á sjúkrahús: „Þann 26. maí, eftir undanúrslitaleik unglingaliða Fiorentina og Roma á Viola Park, fór Nicolo Zaniolo (úr aðalliði Fiorentina) í leyfisleysi inn í búningsklefa Roma, ásamt öðrum manni. Vitni segja það hafa sést að Zaniolo var undir áhrifum vímuefna. Hann kastaði af sér þvagi í klefa Roma, egndi leikmenn og, án orðaskipta, veitti Mattia Almaviva högg og ýtti Marco Litti með ofbeldisfullum hætti á bekk. Litti fór fyrir skömmu í axlaraðgerð. Báðir leikmenn þurftu að fara á sjúkrahús: Almaviva þarf samkvæmt greiningu 10 daga til að jafna sig og Litti 21 dag.“ Rómverjar kalla eftir afleiðingum fyrir hinn 25 ára gamla Zaniolo, landsliðsmann Ítalíu, sem kom að láni til Fiorentina í febrúar frá Galatasaray eftir að hafa áður verið lánsmaður hjá Atalanta og Aston Villa. Áður en að atvikinu um helgina kom hafði Fiorentina ákveðið að nýta ekki möguleikann á að halda Zaniolo. Sambandið á milli Zaniolo og Roma hefur vægast sagt ekki verið gott síðan hann fór fram á að komast frá félaginu árið 2023 og til Galatasaray. Ítalska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið rannsókn vegna málsins og á Zaniolo á hættu að hljóta langt bann.
Ítalski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira