Lífið

Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Leifur Ýmir og Katrína selja íbúð í miðbæ Reykjavíkur.
Leifur Ýmir og Katrína selja íbúð í miðbæ Reykjavíkur.

Listaparið Leifur Ýmir Eyjólfsson og Katrína Mogensen hafa sett sjarmerandi íbúð við Freyjugötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 64,9 milljónir.

Leifur Ýmir er þekktur fyrir listaverk sín þar sem hann setur hversdagslegar setningar á striga og gefur þeim nýtt líf í myndlistinni. 

Katrína söngvari hljómsveitarinnar Mammút, sem sigraði í Músíktilraunum árið 2004. Eftir það varð sveitin ein af fremstu rokksveitum landsins og vakti athygli fyrir kraftmikla og tilfinningaþrungna tónlist.

Í hjarta miðborgarinar

Umrædd íbúð er 77,6 fermetrar að stærð og staðsett á jarðhæð í húsi sem byggt var árið 1928. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á undanförnum árum.

Íbúðin skiptist í opna og bjarta stofu og borðstofu, eldhús með viðarinnréttingu og notalegum borðkrók, tvö svefnherbergi og baðherbergi sem var endurnýjað á smekklegan hátt fyrir nokkrum árum.

Heimilið er innréttað á sjarmerandi hátt, þar sem listaverk, retróhúsgögn og bjartir litir gefa því mikinn karakter.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.