Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar 28. maí 2025 14:31 Við lifum á tímum ótrúlegrar ofgnóttar. Meira að segja hér á Íslandi, á þessari afskekktu og vindblásnu eyju, höfum við aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Föt frá París, raftæki frá Bandaríkjunum, húsgögn frá Svíþjóð, húðvörur frá Suður Kóreu. Ef okkur langar í eitthvað þá tekur það innan við mínútu að panta eða finna hvert við getum sótt það. Það er í raun blessun að hafa frelsið til að velja úr svona miklu. Mikil þægindi koma með vörufjöldanum. En öllu þessu vali fylgir mikilvæg spurning: Nú þegar við getum eignast hvað sem er, þurfum við þá virkilega á öllu þessu að halda? Uppfylla allar þessar vörur þörfum okkar? Veita þessir valkostir okkur hugarró? Við fyllum heimilin okkar af hlutum: rafmagnstæki, húsgögn, snyrtivörur og föt fyrir hverja árstíð og hvert skap. Geymslur fyllast. Bílskúrar flæða yfir. Samt höldum við áfram að kaupa, eins og næsti hluturinn verði sá rétti, sá sem loksins lætur okkur finna fullnægju í lífinu. Stundum kaupum við til að gleðja aðra. Stundum til að upplifa öryggi, dugnað eða stjórn. En oft kemur löngunin frá dýpri stað: frá hljóðlátum óþægindum, tilfinningu um að vera ekki nóg eða eiga ekki nóg, til þess einfaldlega að líða betur í augnablikinu. Kaldhæðnin er sú að því meira sem við eigum því meira þurfum við að sjá um. Við höfum þá meira til að þrífa, geyma, laga og muna eftir og eftir situr minna rými og minni ró. Fleiri ákvarðanir og meiri hávaði. Þeir sem hafa tileinkað sér einfaldara líf og lagt áherslu á það sem þeim finnst virkilega skipta máli segja að minna sé meira. Þeir tala um skýrari hug, hversu auðvelt það er að halda heimilinu hreinu og þeim létti sem fylgir því að þurfa ekki lengur að elta það næsta. Það býr friður og gleði á einföldu heimili. Friður og gleði í að eiga færri föt en elska hverja einustu flík. Skoðaðu til dæmis hugmyndina um „capsule wardrobe“. Það sparar tíma, pláss og orku frá því að þurfa sífellt að hugsa „hvað á ég að fara í?“. Vellíðan finnst einfaldlega ekki í innkaupakerrum eða sendingarkössum. Innst inni vitum við þetta nú þegar. Athugaðu bara hvað gerist á sólríkum degi. Tölvupóstar gleymast. Dagskráin fellur niður. Fólk leitar í fjöllin, skóga, á næsta græna svæði eða út á sólríkan pall. Við sprettum út eins og kýr að vori en ekki í verslunarmiðstöðvar eða útsölur. Við leitum að því sem aðeins náttúran getur veitt: sólarljós sem lyftir skapinu, kyrrð sem skýrir hugann og ferskt loft sem róar taugakerfið. Það innra jafnvægi sem við reynum oft að kaupa en finnum aldrei. Við finnum það ekki í pökkum, heldur úti. Þegar við stígum út og hreyfum okkur endurnærist líkaminn og hugurinn róast. Kannski næst þegar löngunin kemur til að kaupa eitthvað getum við stoppað og spurt okkur: “Hverju sækist ég raunverulega eftir? Vantar mig þetta virkilega? Mun þetta gleðja mig til lengri tíma?” Þetta snýst ekki um sektarkennd eða fórnir. Heldur um að vera vakandi og velja af ásetningi. Að lifa með aðeins meira rými, svo við höfum pláss fyrir frið, fegurð og allt það sem skiptir raunverulega máli. Minna snýst ekki um að missa af. Heldur að loksins skilja að maður hefur nóg. Höfundur er meðstjórnandi hringrásarnefndar Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum ótrúlegrar ofgnóttar. Meira að segja hér á Íslandi, á þessari afskekktu og vindblásnu eyju, höfum við aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Föt frá París, raftæki frá Bandaríkjunum, húsgögn frá Svíþjóð, húðvörur frá Suður Kóreu. Ef okkur langar í eitthvað þá tekur það innan við mínútu að panta eða finna hvert við getum sótt það. Það er í raun blessun að hafa frelsið til að velja úr svona miklu. Mikil þægindi koma með vörufjöldanum. En öllu þessu vali fylgir mikilvæg spurning: Nú þegar við getum eignast hvað sem er, þurfum við þá virkilega á öllu þessu að halda? Uppfylla allar þessar vörur þörfum okkar? Veita þessir valkostir okkur hugarró? Við fyllum heimilin okkar af hlutum: rafmagnstæki, húsgögn, snyrtivörur og föt fyrir hverja árstíð og hvert skap. Geymslur fyllast. Bílskúrar flæða yfir. Samt höldum við áfram að kaupa, eins og næsti hluturinn verði sá rétti, sá sem loksins lætur okkur finna fullnægju í lífinu. Stundum kaupum við til að gleðja aðra. Stundum til að upplifa öryggi, dugnað eða stjórn. En oft kemur löngunin frá dýpri stað: frá hljóðlátum óþægindum, tilfinningu um að vera ekki nóg eða eiga ekki nóg, til þess einfaldlega að líða betur í augnablikinu. Kaldhæðnin er sú að því meira sem við eigum því meira þurfum við að sjá um. Við höfum þá meira til að þrífa, geyma, laga og muna eftir og eftir situr minna rými og minni ró. Fleiri ákvarðanir og meiri hávaði. Þeir sem hafa tileinkað sér einfaldara líf og lagt áherslu á það sem þeim finnst virkilega skipta máli segja að minna sé meira. Þeir tala um skýrari hug, hversu auðvelt það er að halda heimilinu hreinu og þeim létti sem fylgir því að þurfa ekki lengur að elta það næsta. Það býr friður og gleði á einföldu heimili. Friður og gleði í að eiga færri föt en elska hverja einustu flík. Skoðaðu til dæmis hugmyndina um „capsule wardrobe“. Það sparar tíma, pláss og orku frá því að þurfa sífellt að hugsa „hvað á ég að fara í?“. Vellíðan finnst einfaldlega ekki í innkaupakerrum eða sendingarkössum. Innst inni vitum við þetta nú þegar. Athugaðu bara hvað gerist á sólríkum degi. Tölvupóstar gleymast. Dagskráin fellur niður. Fólk leitar í fjöllin, skóga, á næsta græna svæði eða út á sólríkan pall. Við sprettum út eins og kýr að vori en ekki í verslunarmiðstöðvar eða útsölur. Við leitum að því sem aðeins náttúran getur veitt: sólarljós sem lyftir skapinu, kyrrð sem skýrir hugann og ferskt loft sem róar taugakerfið. Það innra jafnvægi sem við reynum oft að kaupa en finnum aldrei. Við finnum það ekki í pökkum, heldur úti. Þegar við stígum út og hreyfum okkur endurnærist líkaminn og hugurinn róast. Kannski næst þegar löngunin kemur til að kaupa eitthvað getum við stoppað og spurt okkur: “Hverju sækist ég raunverulega eftir? Vantar mig þetta virkilega? Mun þetta gleðja mig til lengri tíma?” Þetta snýst ekki um sektarkennd eða fórnir. Heldur um að vera vakandi og velja af ásetningi. Að lifa með aðeins meira rými, svo við höfum pláss fyrir frið, fegurð og allt það sem skiptir raunverulega máli. Minna snýst ekki um að missa af. Heldur að loksins skilja að maður hefur nóg. Höfundur er meðstjórnandi hringrásarnefndar Ungra umhverfissinna.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun