Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 14:01 Sveindís Jane valdi á milli Manchester og Los Angeles. Omar Vega/Getty Images Sveindís Jane Jónsdóttir hafði úr fjölmörgum liðum að velja þegar samningur hennar við Wolfsburg rann út. Hún ákvað að þrengja valið niður í tvo alvöru kosti, Manchester United eða Angel City, og fór á endanum til síðarnefnda liðsins sem spilar í Los Angeles í Kaliforníu. „Ég vildi gera þetta eins auðvelt og ég gat fyrir mig sjálfa og tók bara fundi með liðum sem ég sá fyrir mér að geta spilað í og gætu bætt mig… Ég hafði mikinn áhuga á tveimur af þessum liðum, annað lið á Englandi sem ég var að pæla í en það var ekkert sem greip mig nógu mikið“ sagði Sveindís Jane í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net sem Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson sá um. Sveindís staðfesti svo að liðið á Englandi hafi verið stórliðið Manchester United. Hún fundaði ekki af neinni alvöru með öðrum liðum, valið stóð á milli Manchester United eða Angel City í Los Angeles. „Ég þurfti svo að taka ákvörðun en það var ekkert svo erfitt“ sagði Sveindís sem gerði tveggja og hálfs árs samning við Angel City. Vonar að kærastinn fari líka til LA Sveindís sagðist spennt fyrir því að prófa að spila fótbolta í Bandaríkjunum, eins og fjölmargir íslenskir leikmenn hafa gert en þó aðallega í háskólaboltanum. Hana hefur lengi langað til Bandaríkjanna, stökk á tækifærið þegar það gafst og vonast til að kærasti hennar, Rob Holding, fari fljótlega sömu leið en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Crystal Palace. Vill fá landsliðskonur til liðsins Angel City er staðsett í Los Angeles í Kaliforníu, sem er töluvert öðruvísi borg en Wolfsburg í Þýskalandi þar sem Sveindís hefur búið undanfarin fjögur ár. „Ekki það sem skiptir mestu máli en auðvitað er líka geggjað að hafa möguleika á að gera eitthvað annað en bara æfa og spila fótbolta“ sagði Sveindís, sem vonast til að miðvarðarpar íslenska landsliðsins semji einnig við liðið. „Ég er svo spennt og vona svo mikið að Gló[dís Perla Viggósdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] komi líka til Angel City“ sagði Sveindís. Hlaðvarpsþátt Fótbolta.net, þar sem rætt er við Sveindísi Jane, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan sem Vísir skrifar upp úr hefst eftir tæpar tíu mínútur. Landslið kvenna í fótbolta Bandaríski fótboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Sjá meira
„Ég vildi gera þetta eins auðvelt og ég gat fyrir mig sjálfa og tók bara fundi með liðum sem ég sá fyrir mér að geta spilað í og gætu bætt mig… Ég hafði mikinn áhuga á tveimur af þessum liðum, annað lið á Englandi sem ég var að pæla í en það var ekkert sem greip mig nógu mikið“ sagði Sveindís Jane í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net sem Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson sá um. Sveindís staðfesti svo að liðið á Englandi hafi verið stórliðið Manchester United. Hún fundaði ekki af neinni alvöru með öðrum liðum, valið stóð á milli Manchester United eða Angel City í Los Angeles. „Ég þurfti svo að taka ákvörðun en það var ekkert svo erfitt“ sagði Sveindís sem gerði tveggja og hálfs árs samning við Angel City. Vonar að kærastinn fari líka til LA Sveindís sagðist spennt fyrir því að prófa að spila fótbolta í Bandaríkjunum, eins og fjölmargir íslenskir leikmenn hafa gert en þó aðallega í háskólaboltanum. Hana hefur lengi langað til Bandaríkjanna, stökk á tækifærið þegar það gafst og vonast til að kærasti hennar, Rob Holding, fari fljótlega sömu leið en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Crystal Palace. Vill fá landsliðskonur til liðsins Angel City er staðsett í Los Angeles í Kaliforníu, sem er töluvert öðruvísi borg en Wolfsburg í Þýskalandi þar sem Sveindís hefur búið undanfarin fjögur ár. „Ekki það sem skiptir mestu máli en auðvitað er líka geggjað að hafa möguleika á að gera eitthvað annað en bara æfa og spila fótbolta“ sagði Sveindís, sem vonast til að miðvarðarpar íslenska landsliðsins semji einnig við liðið. „Ég er svo spennt og vona svo mikið að Gló[dís Perla Viggósdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] komi líka til Angel City“ sagði Sveindís. Hlaðvarpsþátt Fótbolta.net, þar sem rætt er við Sveindísi Jane, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan sem Vísir skrifar upp úr hefst eftir tæpar tíu mínútur.
Landslið kvenna í fótbolta Bandaríski fótboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Sjá meira