Sumarið verður nýtt vel til uppbyggingar snjóflóðavarna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 30. maí 2025 08:01 Hraðari uppbygging ofanflóðavarna á hættusvæðum er eitt af áherslumálum nýrrar ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að lagt sé kapp á útgjaldaaðhald og hagræðingu í fjármálaáætlun okkar, þá höfum við ákveðið að setja aukna fjármuni í ofanflóðavarnir í þeim tilgangi að hraða brýnustu verkefnum. Um leið aukum við fjárframlög til Veðurstofunnar og eflum getu hennar til þess að greina og leggja mat á áhættu, vera einu skrefi á undan náttúruöflunum. Framkvæmdir víða um land Sumarið verður nýtt vel til uppbyggingar varnarmannvirkja. Á Bíldudal buðum við nýlega út lokaáfangann í uppbyggingu varna fyrir byggðina og á Patreksfirði er nú unnið að endanlegum frágangi bráðavarna í Stekkagili og varnargarða ofan hafnar. Unnið er að endurbótum á varnarmannvirkjum á Flateyri. Stefnt er að því að vinna lagfæringar á krapaflóðafarvegi í Ólafsvík á Snæfellsnesi í sumar. Á Seyðisfirði er framkvæmdir undir Bjólfi á lokastigi og við gerum ráð fyrir að verkframkvæmdum ljúki þar á næsta ári. Í Neskaupsstað er unnið að byggingu garða undir Nes- og Bakkagiljum auk þess sem endurbætur eru að hefjast á stoðvirkjum í upptakasvæði Drangagils. Allt eru þetta mikilvægar framkvæmdir. Snjóflóðavarnargarðar hafa ítrekað sannað gildi sitt og þess vegna leggur ný ríkisstjórn áherslu á að hraða brýnustu verkefnunum. Næsta haust mun ég svo mæla fyrir frumvarpi á Alþingi sem er ætlað að styrkja umgjörð ofanflóðavarna og sporna gegn dvöl fólks utan leyfilegs nýtingartíma í húseignum á hættusvæðum. Það er óþolandi og óboðlegt að fólk setji sjálft sig og viðbragðsaðila í hættu með slíkri hegðun, og við þessu þarf að bregðast. Fjárfesting í öryggi Snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir þrjátíu árum ollu straumhvörfum í viðhorfum Íslendinga til snjóflóðahættu. Í dag eru framkvæmdir við ofanflóðavarnir langt komnar. Lokið hefur verið við að reisa um 70% þeirra varna sem nauðsynlegar eru til að verja íbúðarhús á fimmtán þéttbýlisstöðum víðs vegar um landið. 58 snjóflóð hafa fallið á snjóflóðavarnargarðana frá því að þeir voru reistir og mörg þeirra hefðu, ef ekki væri fyrir varnirnar, náð niður að byggð og valdið skaða. Við byggjum á góðum grunni en uppbygging varna gegn ofanflóðum er sífelluverkefni. Það kallar á stöðugt viðhald og endurbætur og að skapað sé rými, bæði fjárhagslega og skipulagslega, fyrir endurskoðun og uppfærslu varna með nýrri þekkingi, þróaðri reiknilíkönum og aukinni gagnasöfnun. Fjárfesting í öryggi skilar sér margfalt til baka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfismál Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hraðari uppbygging ofanflóðavarna á hættusvæðum er eitt af áherslumálum nýrrar ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að lagt sé kapp á útgjaldaaðhald og hagræðingu í fjármálaáætlun okkar, þá höfum við ákveðið að setja aukna fjármuni í ofanflóðavarnir í þeim tilgangi að hraða brýnustu verkefnum. Um leið aukum við fjárframlög til Veðurstofunnar og eflum getu hennar til þess að greina og leggja mat á áhættu, vera einu skrefi á undan náttúruöflunum. Framkvæmdir víða um land Sumarið verður nýtt vel til uppbyggingar varnarmannvirkja. Á Bíldudal buðum við nýlega út lokaáfangann í uppbyggingu varna fyrir byggðina og á Patreksfirði er nú unnið að endanlegum frágangi bráðavarna í Stekkagili og varnargarða ofan hafnar. Unnið er að endurbótum á varnarmannvirkjum á Flateyri. Stefnt er að því að vinna lagfæringar á krapaflóðafarvegi í Ólafsvík á Snæfellsnesi í sumar. Á Seyðisfirði er framkvæmdir undir Bjólfi á lokastigi og við gerum ráð fyrir að verkframkvæmdum ljúki þar á næsta ári. Í Neskaupsstað er unnið að byggingu garða undir Nes- og Bakkagiljum auk þess sem endurbætur eru að hefjast á stoðvirkjum í upptakasvæði Drangagils. Allt eru þetta mikilvægar framkvæmdir. Snjóflóðavarnargarðar hafa ítrekað sannað gildi sitt og þess vegna leggur ný ríkisstjórn áherslu á að hraða brýnustu verkefnunum. Næsta haust mun ég svo mæla fyrir frumvarpi á Alþingi sem er ætlað að styrkja umgjörð ofanflóðavarna og sporna gegn dvöl fólks utan leyfilegs nýtingartíma í húseignum á hættusvæðum. Það er óþolandi og óboðlegt að fólk setji sjálft sig og viðbragðsaðila í hættu með slíkri hegðun, og við þessu þarf að bregðast. Fjárfesting í öryggi Snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir þrjátíu árum ollu straumhvörfum í viðhorfum Íslendinga til snjóflóðahættu. Í dag eru framkvæmdir við ofanflóðavarnir langt komnar. Lokið hefur verið við að reisa um 70% þeirra varna sem nauðsynlegar eru til að verja íbúðarhús á fimmtán þéttbýlisstöðum víðs vegar um landið. 58 snjóflóð hafa fallið á snjóflóðavarnargarðana frá því að þeir voru reistir og mörg þeirra hefðu, ef ekki væri fyrir varnirnar, náð niður að byggð og valdið skaða. Við byggjum á góðum grunni en uppbygging varna gegn ofanflóðum er sífelluverkefni. Það kallar á stöðugt viðhald og endurbætur og að skapað sé rými, bæði fjárhagslega og skipulagslega, fyrir endurskoðun og uppfærslu varna með nýrri þekkingi, þróaðri reiknilíkönum og aukinni gagnasöfnun. Fjárfesting í öryggi skilar sér margfalt til baka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun