Fyrirliði Man. Utd íhugar alvarlega risatilboð frá Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 09:32 Bruno Fernandes hefur verið besti leikmaður Manchester United síðustu ár en gæti verið á förum frá félaginu. Getty/Annice Lyn Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, íhugar nú alvarlega að yfirgefa félagið og samþykkja gríðarhátt tilboð frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Hann gæti spilað með liðinu á HM félagsliða í júní. Virtir miðlar á borð við BBC og The Athletic fjalla um þetta í dag og ljóst að hinn þrítugi Fernandes, sem er með samning við United til 2027 með möguleika á árs framlengingu, virðist tilbúinn að hugsa sér til hreyfings. Fulltrúar Portúgalans munu hafa hitt forráðamenn Al-Hilal á undanförnum dögum til nánari viðræðna, á meðan United-liðið er í ferðalagi sínu í Asíu. Það er líka spurning hvort Fernandes hafi heyrt í vini sínum Jóhanni Berg Guðmundssyni og spurt út í tilveruna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt BBC er Manchester United „afslappað“ yfir stöðunni og hugsanlega tilbúið að missa Fernandes, jafnvel þó að hann hafi verið valinn leikmaður ársins fjögur ár í röð og mögulega séð til þess að liðið lenti ekki hreinlega í fallhættu í vetur. Ruben Amorim, sem lýst hafi yfir áhuga á að halda Fernandes, viti vel að með því að selja Fernandes fyrir 80 milljónir punda opnist möguleikar á að endurnýja leikmannahópinn almennilega. Bruno Fernandes’ Manchester United career to date by numbers:290 games 702 chances created 182 goals involvements 98 goals 84 assists 4 POTS awards 2 trophies If this is the end, thank you. 🫡 pic.twitter.com/bG5ddo84DU— SimplyUtd (@SimplyUtd) May 30, 2025 Amorim var spurður út í stöðuna á Fernandes, í Asíuferð United, og svaraði: „Við tölum oft um þetta. Þið sjáið það alveg á frammistöðunni. Þið sjáið það á leiðtogahæfninni. Þið sjáið ástríðuna sem hann hefur fyrir leiknum. Á erfiðum augnablikum er Bruno alltaf sá sem axlar ábyrgð. Hann ætti líka gera það því hann er fyrirliðinn.“ Þó að Fernandes sé einn launahæsti leikmaður United þá er talið að hann myndi tvöfalda laun sín með því að samþykkja að fara til Sádi-Arabíu. Forráðamenn Al-Hilal eru staðráðnir í að sækja stórstjörnu áður en HM félagsliða hefst, þar sem liðið mætir Real Madrid, Red Bull Salzburg og Pachuca frá Mexíkó í riðlakeppninni. Fernandes skoraði 19 mörk í öllum keppnum fyrir United í vetur og hefur alls skorað 98 mörk í 290 leikjum síðan United keypti hann frá Sporting Lissabon í janúar 2020, fyrir 47 milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Sjá meira
Virtir miðlar á borð við BBC og The Athletic fjalla um þetta í dag og ljóst að hinn þrítugi Fernandes, sem er með samning við United til 2027 með möguleika á árs framlengingu, virðist tilbúinn að hugsa sér til hreyfings. Fulltrúar Portúgalans munu hafa hitt forráðamenn Al-Hilal á undanförnum dögum til nánari viðræðna, á meðan United-liðið er í ferðalagi sínu í Asíu. Það er líka spurning hvort Fernandes hafi heyrt í vini sínum Jóhanni Berg Guðmundssyni og spurt út í tilveruna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt BBC er Manchester United „afslappað“ yfir stöðunni og hugsanlega tilbúið að missa Fernandes, jafnvel þó að hann hafi verið valinn leikmaður ársins fjögur ár í röð og mögulega séð til þess að liðið lenti ekki hreinlega í fallhættu í vetur. Ruben Amorim, sem lýst hafi yfir áhuga á að halda Fernandes, viti vel að með því að selja Fernandes fyrir 80 milljónir punda opnist möguleikar á að endurnýja leikmannahópinn almennilega. Bruno Fernandes’ Manchester United career to date by numbers:290 games 702 chances created 182 goals involvements 98 goals 84 assists 4 POTS awards 2 trophies If this is the end, thank you. 🫡 pic.twitter.com/bG5ddo84DU— SimplyUtd (@SimplyUtd) May 30, 2025 Amorim var spurður út í stöðuna á Fernandes, í Asíuferð United, og svaraði: „Við tölum oft um þetta. Þið sjáið það alveg á frammistöðunni. Þið sjáið það á leiðtogahæfninni. Þið sjáið ástríðuna sem hann hefur fyrir leiknum. Á erfiðum augnablikum er Bruno alltaf sá sem axlar ábyrgð. Hann ætti líka gera það því hann er fyrirliðinn.“ Þó að Fernandes sé einn launahæsti leikmaður United þá er talið að hann myndi tvöfalda laun sín með því að samþykkja að fara til Sádi-Arabíu. Forráðamenn Al-Hilal eru staðráðnir í að sækja stórstjörnu áður en HM félagsliða hefst, þar sem liðið mætir Real Madrid, Red Bull Salzburg og Pachuca frá Mexíkó í riðlakeppninni. Fernandes skoraði 19 mörk í öllum keppnum fyrir United í vetur og hefur alls skorað 98 mörk í 290 leikjum síðan United keypti hann frá Sporting Lissabon í janúar 2020, fyrir 47 milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Sjá meira