Trent með á HM og Liverpool fær væna summu Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 10:22 Trent Alexander-Arnold kvaddi Liverpool sem Englandsmeistari. Getty/Liverpool FC Real Madrid tilkynnti í dag að náðst hefði samkomulag við Liverpool svo að félagið fengi Trent Alexander-Arnold strax til sín, í tæka tíð fyrir HM félagsliða í júní. Alexander-Arnold skrifaði undir samning við Real sem gildir til næstu sex ára. Hann hefði getað farið frítt til Real síðar í sumar en þar sem að spænska félagið vildi fá hann fyrir HM þurfti að komast að samkomulagi við Liverpool um kaupverð. Samkvæmt enskum miðlum fær Liverpool 10 milljónir evra í vasann, eða um það bil 1,44 milljarða króna, auk þess sem Real tekur strax við því að greiða laun hans. 🚨 BREAKING: Real Madrid reach agreement with Liverpool to sign Trent Alexander-Arnold in time for Club World Cup. #RMFC to pay €10m (guaranteed + 1 payment - up from original indication of £850,000. #LFC also save wages & bonuses. 6yr deal @TheAthleticFC https://t.co/2loc692qIJ— David Ornstein (@David_Ornstein) May 30, 2025 Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að klásúla sé í samningi Real við Alexander-Arnold sem geri hann falan fyrir ákveðna upphæð, en að sú upphæð sé heill milljarður evra eða 144 milljarðar króna. Another Englishman in Madrid 👋#BBCFootball pic.twitter.com/MypX0ol8x2— BBC Sport (@BBCSport) May 30, 2025 Liverpool hefur þegar fundið arftaka þessa 26 ára gamla Englendings því félagið festi kaup á Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen og er talið að Liverpool greiði um 35 milljónir evra fyrir þennan fjölhæfa bakvörð. Alexander-Arnold var í tuttugu ár hjá Livrpool og sagði þegar tilkynnt var að hann færi frá félaginu í sumar, að um væri að ræða erfiðustu ákvörðun ævinnar. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ sagði Trent í kveðju til stuðningsmanna Liverpool og bætti við: „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Hann kveður Liverpool sem Englandsmeistari, í annað sinn á ferlinum, og hefur einnig unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann hefur einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23. Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Sjá meira
Alexander-Arnold skrifaði undir samning við Real sem gildir til næstu sex ára. Hann hefði getað farið frítt til Real síðar í sumar en þar sem að spænska félagið vildi fá hann fyrir HM þurfti að komast að samkomulagi við Liverpool um kaupverð. Samkvæmt enskum miðlum fær Liverpool 10 milljónir evra í vasann, eða um það bil 1,44 milljarða króna, auk þess sem Real tekur strax við því að greiða laun hans. 🚨 BREAKING: Real Madrid reach agreement with Liverpool to sign Trent Alexander-Arnold in time for Club World Cup. #RMFC to pay €10m (guaranteed + 1 payment - up from original indication of £850,000. #LFC also save wages & bonuses. 6yr deal @TheAthleticFC https://t.co/2loc692qIJ— David Ornstein (@David_Ornstein) May 30, 2025 Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að klásúla sé í samningi Real við Alexander-Arnold sem geri hann falan fyrir ákveðna upphæð, en að sú upphæð sé heill milljarður evra eða 144 milljarðar króna. Another Englishman in Madrid 👋#BBCFootball pic.twitter.com/MypX0ol8x2— BBC Sport (@BBCSport) May 30, 2025 Liverpool hefur þegar fundið arftaka þessa 26 ára gamla Englendings því félagið festi kaup á Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen og er talið að Liverpool greiði um 35 milljónir evra fyrir þennan fjölhæfa bakvörð. Alexander-Arnold var í tuttugu ár hjá Livrpool og sagði þegar tilkynnt var að hann færi frá félaginu í sumar, að um væri að ræða erfiðustu ákvörðun ævinnar. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ sagði Trent í kveðju til stuðningsmanna Liverpool og bætti við: „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Hann kveður Liverpool sem Englandsmeistari, í annað sinn á ferlinum, og hefur einnig unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann hefur einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Sjá meira