Féll næstum því í Harvard vegna höfuðverkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2025 08:02 Íslenska landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk frí í landsleiknum í gær af því að hún var að útskrifast úr Harvard háskólanum. Getty/ Gabor Baumgarten/@aslaugmunda Íslenska landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var fjarri góðu gamni í gær þegar íslenska kvennalandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Noreg í Þjóðadeild Evrópu í fótbolta. Hún hafði samt góða og gilda afsökun fyrir því. Áslaug Munda var nefnilega stödd í Boston í Bandaríkjunum þar sem hún var að útskrifast úr hinum virta Harvard háskóla. Tíminn í Harvard hefur hins vegar reynt mikið á Áslaugu Mundu því hún var einkar óheppinn með höfuðmeiðsli síðan hún fór í skólann. Landsliðskonan fagnaði útskrift sinni frá Harvard með því að fara stuttlega yfir það sem gekk á hjá henni á leiðinni að prófgráðunni. „Fjögur ár, tvisvar sinnum heilahristingur, fullt af læknisheimsóknum, sneiðmyndatökum og meðölum,“ skrifaði Áslaug Munda. Hún útskrifaðist með próf í taugavísindum. Heilahristingarnir gerðu henni ekki aðeins erfitt fyrir í fótboltanum heldur ekki síst í þessu krefjandi námi. „Féll næstum í skólanum vegna höfuðverkja, glímdi við minnimissi, átti erfitt með einbeitingu, glímdi við heilaþoku og svo gæti ég haldið lengi áfram,“ skrifaði Áslaug Munda. Hún sigraðist á þessu öllu auk þess að spila vel fyrir fótboltalið skólans. „Ég vil þakka öllum sem hjálpuðu mér í gegnum þennan hluta lífs míns, skrifaði hún og birti mynd af sér með prófskírteinið. Hún flýgur nú til Íslands og til móts við íslenska landsliðið fyrir leikinn á móti Frökkum á Laugardalsvellinum. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (@aslaugmunda) Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Áslaug Munda var nefnilega stödd í Boston í Bandaríkjunum þar sem hún var að útskrifast úr hinum virta Harvard háskóla. Tíminn í Harvard hefur hins vegar reynt mikið á Áslaugu Mundu því hún var einkar óheppinn með höfuðmeiðsli síðan hún fór í skólann. Landsliðskonan fagnaði útskrift sinni frá Harvard með því að fara stuttlega yfir það sem gekk á hjá henni á leiðinni að prófgráðunni. „Fjögur ár, tvisvar sinnum heilahristingur, fullt af læknisheimsóknum, sneiðmyndatökum og meðölum,“ skrifaði Áslaug Munda. Hún útskrifaðist með próf í taugavísindum. Heilahristingarnir gerðu henni ekki aðeins erfitt fyrir í fótboltanum heldur ekki síst í þessu krefjandi námi. „Féll næstum í skólanum vegna höfuðverkja, glímdi við minnimissi, átti erfitt með einbeitingu, glímdi við heilaþoku og svo gæti ég haldið lengi áfram,“ skrifaði Áslaug Munda. Hún sigraðist á þessu öllu auk þess að spila vel fyrir fótboltalið skólans. „Ég vil þakka öllum sem hjálpuðu mér í gegnum þennan hluta lífs míns, skrifaði hún og birti mynd af sér með prófskírteinið. Hún flýgur nú til Íslands og til móts við íslenska landsliðið fyrir leikinn á móti Frökkum á Laugardalsvellinum. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (@aslaugmunda)
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira