Barnasáttmáli fyrir öll börn Guðný Björk Eydal og Paola Cardenas skrifa 30. maí 2025 22:32 Þann 28. maí var tilkynnt að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að vísa 17 ára gömlum dreng, Oscar Bocanegra Florez, úr landi. Oscar kom með föður sínum til Íslands árið 2022 í leit að vernd. Á Íslandi mátu barnaverndaryfirvöld það svo að faðirinn væri óhæfur til að fara með forræði og faðirinn ákvað að afsala sér því. Í kjölfarið var Oscar komið fyrir í fóstur hjá hjónunum Sonju Magnúsdóttur og Svavari Jóhannsyni, þar sem hann naut öryggis og stöðuleika, þangað til yfirvöld ákváðu að senda hann til Kólumbíu þann 15. október sl. Oscar var rifinn upp frá fósturfjölskyldu sinni í Hafnarfirði, vinum og skólafélögum og fluttur úr landi með föður sem ekkert vildi með hann hafa. Oscar var sóttur af lögreglu í Flensborgarskóla, þar sem hann stundaði nám og handtekinn inná salerni skólans. Skólameistari upplýsti í fjölmiðlum að ekkert samtal hefði átt sér stað við skólann og að hún hefði sent formlegt erindi til viðeigandi stjórnvalda þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina, sem hún taldi með öllu óásættanlega. Flest okkar urðu hissa á þessum aðförum og gerðum ráð fyrir að gengið hefði verið frá öruggri lausn fyrir Oscar við komuna til Kólumbíu – til dæmis að hann yrði færður í umsjá móður sinnar eða vistaður á fósturheimili - en því miður reyndist það ekki raunin, því Oscar endaði heimilislaus á götunni í Bógatá í Kólumbíu. Íslensk stjórnvöld sendu því drenginn í rauninni á götuna í Bógatá þar sem Oscar hraktist um. Annar höfundur þessar greinar þekkir vel til aðstæðna í Bógatá og getur staðfest að gatan þar er stórhættulegur staður fyrir börn og ungmenni. Samkvæmt nýjustu tölum búa yfir 10.000 einstaklingar á götum borgarinnar og meðal þeirra er fjöldi barna og ungmenna sem eru án stuðningsnets. Börn sem alast upp við slíkar aðstæður í Kólumbíu verða oft fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, eru þvinguð í vændi eða glæpastarfsemi og búa við stöðugan skort á mat, öryggi og heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að þessi börn og ungmenni eru félagslega útilokuð, án aðgengis að menntun og í mikilli áhættu á að lenda í mansali. Lífslíkur barna í þessum aðstæðum eru mun lægri en annara barna. Fósturforeldrar Oscars ákváðu að fara til Kólumbíu og sækja hann, þegar hann hafði harkist um á götunni í mánuð. Þau komu aftur aftur til Íslands 15. nóvember og þá var Oscar svokallað vegalaust barn í skilningi laganna. Barnaverndarþjónusta Suðurnesja, sem fer með slík mál, mælti með því að Oscar fengi vernd, þar sem hann á hér fjölskyldu sem vill ekkert frekar en að fá að annast um hann og gerir engar kröfur um greiðslur fyrir það. Þrátt fyrir það hafnaði kærunefnd útlendingamála því að taka málið til efnismeðferðar. Í apríl var ákvörðun Útlendingastofnunar kærð, þar sem bent var á að Oscar hefði búið við líkamlegt og andlegt ofbeldi af hálfu föður síns og ekki notið verndar móður sinnar. Nú hefur verið tilkynnt að Oscar verði aftur vísað úr landi 3. júní. Að vísa Oscar úr landi gengur gegn skuldbindingum Íslands samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar kemur skýrt fram að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang við ákvarðanatöku sem varðar börn. Þessi ákvörðun íslenskra yfirvalda virðist ekki endurspegla það sjónarmið, heldur er hún byggð á formlegum forsendum sem virða hvorki aðstæður Oscars né þann veruleika sem bíður hans í Kólumbíu. Þúsundir íslendinga standa saman og hafa skrifað undir undirskriftarlista þar sem skorað er á stjórnvöld að veita Oscar varanlegt leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. Um er að ræða einstakt mál, þar sem einstök fjölskylda er tilbúin til að annast barn sem á engan annan að og veita því ástríkt og varanlegt heimili. Að senda Oscar til baka til Bógatá í aðstæður sem geta verið lífshættulegar gengur, eins og áður sagði, gegn álit barnaverndar, barnasáttmála, almennum mannúðarsjónarmiðum og siðferðislegu gildum sem við viljum trúa að íslensk samfélag standi fyrir. Við hvetjum alþingismenn og ríkisstjórn til að bregðast tafarlaust við þessu einstaka máli og tryggja að Oscar Bocanegra Florez fái að eiga öruggt heimili hjá fósturfjölskyldu sinni. Guðný Björk Eydal er félagsráðgjafi og prófessor við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands Paola Cardenas er sálfræðingur, lektor við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður innflytjendaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Þann 28. maí var tilkynnt að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að vísa 17 ára gömlum dreng, Oscar Bocanegra Florez, úr landi. Oscar kom með föður sínum til Íslands árið 2022 í leit að vernd. Á Íslandi mátu barnaverndaryfirvöld það svo að faðirinn væri óhæfur til að fara með forræði og faðirinn ákvað að afsala sér því. Í kjölfarið var Oscar komið fyrir í fóstur hjá hjónunum Sonju Magnúsdóttur og Svavari Jóhannsyni, þar sem hann naut öryggis og stöðuleika, þangað til yfirvöld ákváðu að senda hann til Kólumbíu þann 15. október sl. Oscar var rifinn upp frá fósturfjölskyldu sinni í Hafnarfirði, vinum og skólafélögum og fluttur úr landi með föður sem ekkert vildi með hann hafa. Oscar var sóttur af lögreglu í Flensborgarskóla, þar sem hann stundaði nám og handtekinn inná salerni skólans. Skólameistari upplýsti í fjölmiðlum að ekkert samtal hefði átt sér stað við skólann og að hún hefði sent formlegt erindi til viðeigandi stjórnvalda þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina, sem hún taldi með öllu óásættanlega. Flest okkar urðu hissa á þessum aðförum og gerðum ráð fyrir að gengið hefði verið frá öruggri lausn fyrir Oscar við komuna til Kólumbíu – til dæmis að hann yrði færður í umsjá móður sinnar eða vistaður á fósturheimili - en því miður reyndist það ekki raunin, því Oscar endaði heimilislaus á götunni í Bógatá í Kólumbíu. Íslensk stjórnvöld sendu því drenginn í rauninni á götuna í Bógatá þar sem Oscar hraktist um. Annar höfundur þessar greinar þekkir vel til aðstæðna í Bógatá og getur staðfest að gatan þar er stórhættulegur staður fyrir börn og ungmenni. Samkvæmt nýjustu tölum búa yfir 10.000 einstaklingar á götum borgarinnar og meðal þeirra er fjöldi barna og ungmenna sem eru án stuðningsnets. Börn sem alast upp við slíkar aðstæður í Kólumbíu verða oft fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, eru þvinguð í vændi eða glæpastarfsemi og búa við stöðugan skort á mat, öryggi og heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að þessi börn og ungmenni eru félagslega útilokuð, án aðgengis að menntun og í mikilli áhættu á að lenda í mansali. Lífslíkur barna í þessum aðstæðum eru mun lægri en annara barna. Fósturforeldrar Oscars ákváðu að fara til Kólumbíu og sækja hann, þegar hann hafði harkist um á götunni í mánuð. Þau komu aftur aftur til Íslands 15. nóvember og þá var Oscar svokallað vegalaust barn í skilningi laganna. Barnaverndarþjónusta Suðurnesja, sem fer með slík mál, mælti með því að Oscar fengi vernd, þar sem hann á hér fjölskyldu sem vill ekkert frekar en að fá að annast um hann og gerir engar kröfur um greiðslur fyrir það. Þrátt fyrir það hafnaði kærunefnd útlendingamála því að taka málið til efnismeðferðar. Í apríl var ákvörðun Útlendingastofnunar kærð, þar sem bent var á að Oscar hefði búið við líkamlegt og andlegt ofbeldi af hálfu föður síns og ekki notið verndar móður sinnar. Nú hefur verið tilkynnt að Oscar verði aftur vísað úr landi 3. júní. Að vísa Oscar úr landi gengur gegn skuldbindingum Íslands samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar kemur skýrt fram að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang við ákvarðanatöku sem varðar börn. Þessi ákvörðun íslenskra yfirvalda virðist ekki endurspegla það sjónarmið, heldur er hún byggð á formlegum forsendum sem virða hvorki aðstæður Oscars né þann veruleika sem bíður hans í Kólumbíu. Þúsundir íslendinga standa saman og hafa skrifað undir undirskriftarlista þar sem skorað er á stjórnvöld að veita Oscar varanlegt leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. Um er að ræða einstakt mál, þar sem einstök fjölskylda er tilbúin til að annast barn sem á engan annan að og veita því ástríkt og varanlegt heimili. Að senda Oscar til baka til Bógatá í aðstæður sem geta verið lífshættulegar gengur, eins og áður sagði, gegn álit barnaverndar, barnasáttmála, almennum mannúðarsjónarmiðum og siðferðislegu gildum sem við viljum trúa að íslensk samfélag standi fyrir. Við hvetjum alþingismenn og ríkisstjórn til að bregðast tafarlaust við þessu einstaka máli og tryggja að Oscar Bocanegra Florez fái að eiga öruggt heimili hjá fósturfjölskyldu sinni. Guðný Björk Eydal er félagsráðgjafi og prófessor við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands Paola Cardenas er sálfræðingur, lektor við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður innflytjendaráðs
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar