Hefur skilning á báðum sjónarmiðum í Heiðmerkurmálinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. maí 2025 23:39 Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í borgarstjórn. Stöð 2 Fyrirhugaðar breytingar á skipulagi við útivistarsvæðið í Heiðmörk þar sem til stendur að girða af stór svæði í þágu vatnsverndar hafa vakið hörð viðbrög. Oddviti Pírata í borgarstjórn kveðst hugsi yfir skotgröfunum sem málið hefur lagst í, en hún hefur mikinn skilning á báðum sjónarmiðum sem takast á. Veitur stefna að því að loka stóru svæði Heiðmerkur fyrir almennri bílaumferð á næstu árum í nafni vatnsverndar. Þá eru áform um að stækka girt svæði í kringum Myllulækjarvatnsbólið til muna með þeim afleiðingum að rask verður á gönguleiðum. Málið verði tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði Dóra Björt segir að verið sé að hefja ákveðið ferli, ákveðna deiliskipulagsvinnu, sem á að verða sáttmáli þeirra deiluaðila sem koma að málinu, Skógræktarfélagsins og Veitna. Verkefni sem borgin leggi mikla áherslu á snúi að bílaumferð á svæðinu til lengri tíma litið, en ekki eigi að loka fyrir bílaumferð strax. „En ég hef bara mikinn skilning fyrir báðum sjónarmiðum og ólíkum sjónarmiðum, og hef í raun samt talið að það þurfi einhvern veginn að stíga niður í þessari upplýsingaóreiðu sem hefur svolítið einkennt málið. Þess vegna hef ég beðið um að þetta mál verði tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði í næstu viku og að allir aðilar máls komi að borðinu,“ segir Dóra Björt. „Þannig að við getum svolítið velt við hverjum steini í því og já spurt áleitinna spurninga, fengið svör, til þess að reyna komast til botns í því til dæmis hvort það sé einhver ástæða til þess að skoða vatnsverndarsamþykktina betur sem að þessi girðing snýst um.“ „Það er mörgum sem sárnar það þetta mun auðvitað gera það að verkum að við þurfum að flytja svokallaðan ríkishring sem er mjög dýrmætur og mörg flott svæði þarna fyrir innan sem skipta fólk verulegu máli.“ „Á sama tíma erum við með vatnsverndina.“ „Hreint vatn á höfuðborgarsvæðinu er einstakt á heimsvísu og það skiptir öllu máli að standa vörð um það.“ „Þannig hérna eru bara ólík sjónarmið en ég held að þetta sé algjörlega mögulegt að finna einhverjar góðar lausnir í málinu. Rísa upp úr þessum skotgröfum.“ Viðtalið við Dóru Björt er lengra og hægt er að hlýða á það í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags Heiðmerkur er nú aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Þar kemur fram að Heiðmörk eigi áfram að vera aðgengilegt útivistarsvæði í sátt við vatnsvernd og leiðarljósið sé að tryggja öryggi og óbreytt gæði grunnvatns til langrar framtíðar, og að svæðið nýtist áfram til útivistar í sátt við vatnsvernd. Dóra Björt hvetur almenning til að skila inn athugasemdum, en frestur rennur út 18. júní næstkomandi. Vatn Reykjavík Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Borgarstjórn Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum. 17. apríl 2025 19:14 Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fyrirætlunum Veitna um að loka fyrir bílaumferð um Heiðmörk. Vel sé hægt að tryggja vatsnvernd án þess að skikka útivsitarfólk til margra kílómetra göngu. 17. apríl 2025 14:32 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira
Veitur stefna að því að loka stóru svæði Heiðmerkur fyrir almennri bílaumferð á næstu árum í nafni vatnsverndar. Þá eru áform um að stækka girt svæði í kringum Myllulækjarvatnsbólið til muna með þeim afleiðingum að rask verður á gönguleiðum. Málið verði tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði Dóra Björt segir að verið sé að hefja ákveðið ferli, ákveðna deiliskipulagsvinnu, sem á að verða sáttmáli þeirra deiluaðila sem koma að málinu, Skógræktarfélagsins og Veitna. Verkefni sem borgin leggi mikla áherslu á snúi að bílaumferð á svæðinu til lengri tíma litið, en ekki eigi að loka fyrir bílaumferð strax. „En ég hef bara mikinn skilning fyrir báðum sjónarmiðum og ólíkum sjónarmiðum, og hef í raun samt talið að það þurfi einhvern veginn að stíga niður í þessari upplýsingaóreiðu sem hefur svolítið einkennt málið. Þess vegna hef ég beðið um að þetta mál verði tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði í næstu viku og að allir aðilar máls komi að borðinu,“ segir Dóra Björt. „Þannig að við getum svolítið velt við hverjum steini í því og já spurt áleitinna spurninga, fengið svör, til þess að reyna komast til botns í því til dæmis hvort það sé einhver ástæða til þess að skoða vatnsverndarsamþykktina betur sem að þessi girðing snýst um.“ „Það er mörgum sem sárnar það þetta mun auðvitað gera það að verkum að við þurfum að flytja svokallaðan ríkishring sem er mjög dýrmætur og mörg flott svæði þarna fyrir innan sem skipta fólk verulegu máli.“ „Á sama tíma erum við með vatnsverndina.“ „Hreint vatn á höfuðborgarsvæðinu er einstakt á heimsvísu og það skiptir öllu máli að standa vörð um það.“ „Þannig hérna eru bara ólík sjónarmið en ég held að þetta sé algjörlega mögulegt að finna einhverjar góðar lausnir í málinu. Rísa upp úr þessum skotgröfum.“ Viðtalið við Dóru Björt er lengra og hægt er að hlýða á það í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags Heiðmerkur er nú aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Þar kemur fram að Heiðmörk eigi áfram að vera aðgengilegt útivistarsvæði í sátt við vatnsvernd og leiðarljósið sé að tryggja öryggi og óbreytt gæði grunnvatns til langrar framtíðar, og að svæðið nýtist áfram til útivistar í sátt við vatnsvernd. Dóra Björt hvetur almenning til að skila inn athugasemdum, en frestur rennur út 18. júní næstkomandi.
Vatn Reykjavík Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Borgarstjórn Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum. 17. apríl 2025 19:14 Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fyrirætlunum Veitna um að loka fyrir bílaumferð um Heiðmörk. Vel sé hægt að tryggja vatsnvernd án þess að skikka útivsitarfólk til margra kílómetra göngu. 17. apríl 2025 14:32 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira
Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum. 17. apríl 2025 19:14
Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fyrirætlunum Veitna um að loka fyrir bílaumferð um Heiðmörk. Vel sé hægt að tryggja vatsnvernd án þess að skikka útivsitarfólk til margra kílómetra göngu. 17. apríl 2025 14:32