Óskar Hrafn: Sem betur fer hlusta stuðningsmenn KR ekki mikið á umræðuna Ólafur Þór Jónsson skrifar 1. júní 2025 18:52 Óskar Hrafn Þorvaldsson fór yfir málin eftir sigur KR á Vestra í dag. Stöð 2 Sport KR stöðvaði taphrinu sína með sigri á Vestra í dag í 10. umferð Bestu deildar karla. Lokastaðan var 2-1 þar sem KR skoraði tvö seint í leiknum eftir að hafa lent undir. Óskar Hrafn þjálfari KR ræddi við Vísi eftir leik og sagði tilfinninguna góða að ná í sigur eftir þrjú töp í röð. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Óskar Hrafn eftir sigurinn á Vestra „Það er ekki létt verk að lenda 1-0 undir á móti Vestra og koma til baka. Ég held að það sé óhætt að segja það. Ég er stoltur af mínu liði, mér fannst við ekki spila okkar besta leik. Það var eigilega ekki fyrr en síðustu tuttugu mínúturnar sem boltinn fór að ganga hratt og við fórum að nýta okkur þau svæði sem þessi ofboðslega sterka lágblokk Vestramanna gefur eftir. Þá fóru hlutirnir að ganga, við höfðum ágætis stjórn á leiknum. Þeir eru hættulegir þegar þeir keyra hratt á okkur og við fengum að kynnast því í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar og bætti við: „Mér fannst margt gott í varnarleiknum, vörnin var hátt og þá þurfa menn að vera klárir að halda línu. Heilt yfir var þetta frammistaðan betri varnarlega en sóknarlega í dag. Það var gott að vinna. Hefur mitt verkefni eitthvað breyst við þennan sigur? Nei ekkert sérstaklega, það kannski fækkar í smá tíma þeim sem hafa rosalega miklar skoðanir á því. Það er ekkert sérstaklega skemmtileg tilfinning að tapa mörgum leikjum í röð svo það er mikilvægt að ná inn sigri.“ Mikið hefur verið rætt um spilamennsku KR síðustu misseri og áherslur Óskars í þjálfun sem hefur verið skýr með það að liðið sé að eltast við frammistöður frekar en úrslit. „Ég endurtek það sem ég hef sagt áður, það sem við erum að reyna að gera er að byggja upp félag frá yngstu flokkunum uppí meistaraflokk. Það tekur tíma og það er ekki hægt að sáldra töfradufti yfir einhvern hlut og ætlast til þess að hann breytist á einni nóttu. Það koma brekkur og við höfum svo sannarlega farið upp brekkuna núna í síðustu leikjum. Sagði Óskar og bætti við til að halda fólki á jörðinni. „En ég vara fólk við, þetta er sennilega ekki síðasta brekkan sem við lendum í. Við erum á þeim stað að við höfum ekki náð takti í liðið. Þá er alltaf hættan að hlutirnir geti klikkað. Auðvitað er síðan gaman að sjá karakterinn sem býr í þessu liði. Skemmtilegt að varamennirnir eru síðan þeir sem skapa mörkin.“ Óskar gerði tvær skiptingar á 70. mínútu þegar hann setti Atla Sigurjónsson og Atla Hrafn inná. En þeir gjörbreyta leiknum og eiga bæði mörk KR. Óskar sagði forréttindi að eiga slíka menn á bekknum. „Atli Sigurjónsson er meiddur og átti ekkert að spila en tók ákvörðun um það sjálfur að hann ætlaði að vera með. Hann er frábær leikmaður og svo kom Atli Hrafn feykilega vel inn og kom líka sterkur inn á móti Stjörnunni. Því fleiri sem leggja lóð á vogaskálarnar því betra. Við erum með níu manna meiðslalista og þá þurfa aðrir að stíga upp.“ Það var frábær mæting á Avis völinn sem í dag var heimavöllur KR en Meistaravellir eru enn að bíða eftir gervigrasi. Þrátt fyrir aðstöðuleysið og töpin í síðustu leikjum þá stóðu stuðningsmenn KR við bakið á sínu liði. „Sem betur fer hlusta stuðningsmenn KR ekki mikið á umræðuna,“ sagði Óskar um þessi viðbrögð KR inga og bætti við: „Ég get skilið að umræðan sé eins og hún er. Vegna þess að þannig hefur sögulínan alltaf verið í íslenskum fótbolta, það snýst allt um að vinna næsta leik. Ef þú ert í fallsæti eftir 8 umferðir þá er allt í apaskít. Svo vinnur þú tvo leiki, stekkur í evrópusæti og allt er frábært. Það er mikilvægt að þeir sem stýra hjá félögunum að þeir haldi jafnvægi. Það er tilgangslaust að skoða stöðutöflur í 10. Umferð. Í dag eru 17 leikir eftir, 51 stig í pottinum. Það er svo mikið eftir. Ég skil þá sem eru að fjalla um þetta, þeir eru að búa til spennu í hverri viku. Þá er kannski mikilvægt að þeir sem eru nálægt félögunum skilji kjarnan frá hisminu,“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla KR Vestri Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
Óskar Hrafn þjálfari KR ræddi við Vísi eftir leik og sagði tilfinninguna góða að ná í sigur eftir þrjú töp í röð. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Óskar Hrafn eftir sigurinn á Vestra „Það er ekki létt verk að lenda 1-0 undir á móti Vestra og koma til baka. Ég held að það sé óhætt að segja það. Ég er stoltur af mínu liði, mér fannst við ekki spila okkar besta leik. Það var eigilega ekki fyrr en síðustu tuttugu mínúturnar sem boltinn fór að ganga hratt og við fórum að nýta okkur þau svæði sem þessi ofboðslega sterka lágblokk Vestramanna gefur eftir. Þá fóru hlutirnir að ganga, við höfðum ágætis stjórn á leiknum. Þeir eru hættulegir þegar þeir keyra hratt á okkur og við fengum að kynnast því í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar og bætti við: „Mér fannst margt gott í varnarleiknum, vörnin var hátt og þá þurfa menn að vera klárir að halda línu. Heilt yfir var þetta frammistaðan betri varnarlega en sóknarlega í dag. Það var gott að vinna. Hefur mitt verkefni eitthvað breyst við þennan sigur? Nei ekkert sérstaklega, það kannski fækkar í smá tíma þeim sem hafa rosalega miklar skoðanir á því. Það er ekkert sérstaklega skemmtileg tilfinning að tapa mörgum leikjum í röð svo það er mikilvægt að ná inn sigri.“ Mikið hefur verið rætt um spilamennsku KR síðustu misseri og áherslur Óskars í þjálfun sem hefur verið skýr með það að liðið sé að eltast við frammistöður frekar en úrslit. „Ég endurtek það sem ég hef sagt áður, það sem við erum að reyna að gera er að byggja upp félag frá yngstu flokkunum uppí meistaraflokk. Það tekur tíma og það er ekki hægt að sáldra töfradufti yfir einhvern hlut og ætlast til þess að hann breytist á einni nóttu. Það koma brekkur og við höfum svo sannarlega farið upp brekkuna núna í síðustu leikjum. Sagði Óskar og bætti við til að halda fólki á jörðinni. „En ég vara fólk við, þetta er sennilega ekki síðasta brekkan sem við lendum í. Við erum á þeim stað að við höfum ekki náð takti í liðið. Þá er alltaf hættan að hlutirnir geti klikkað. Auðvitað er síðan gaman að sjá karakterinn sem býr í þessu liði. Skemmtilegt að varamennirnir eru síðan þeir sem skapa mörkin.“ Óskar gerði tvær skiptingar á 70. mínútu þegar hann setti Atla Sigurjónsson og Atla Hrafn inná. En þeir gjörbreyta leiknum og eiga bæði mörk KR. Óskar sagði forréttindi að eiga slíka menn á bekknum. „Atli Sigurjónsson er meiddur og átti ekkert að spila en tók ákvörðun um það sjálfur að hann ætlaði að vera með. Hann er frábær leikmaður og svo kom Atli Hrafn feykilega vel inn og kom líka sterkur inn á móti Stjörnunni. Því fleiri sem leggja lóð á vogaskálarnar því betra. Við erum með níu manna meiðslalista og þá þurfa aðrir að stíga upp.“ Það var frábær mæting á Avis völinn sem í dag var heimavöllur KR en Meistaravellir eru enn að bíða eftir gervigrasi. Þrátt fyrir aðstöðuleysið og töpin í síðustu leikjum þá stóðu stuðningsmenn KR við bakið á sínu liði. „Sem betur fer hlusta stuðningsmenn KR ekki mikið á umræðuna,“ sagði Óskar um þessi viðbrögð KR inga og bætti við: „Ég get skilið að umræðan sé eins og hún er. Vegna þess að þannig hefur sögulínan alltaf verið í íslenskum fótbolta, það snýst allt um að vinna næsta leik. Ef þú ert í fallsæti eftir 8 umferðir þá er allt í apaskít. Svo vinnur þú tvo leiki, stekkur í evrópusæti og allt er frábært. Það er mikilvægt að þeir sem stýra hjá félögunum að þeir haldi jafnvægi. Það er tilgangslaust að skoða stöðutöflur í 10. Umferð. Í dag eru 17 leikir eftir, 51 stig í pottinum. Það er svo mikið eftir. Ég skil þá sem eru að fjalla um þetta, þeir eru að búa til spennu í hverri viku. Þá er kannski mikilvægt að þeir sem eru nálægt félögunum skilji kjarnan frá hisminu,“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla KR Vestri Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira