Íslenski fáninn fyrir samstöðu ekki mismunun Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 2. júní 2025 08:30 Íslenski fáninn var áberandi á mótmælum á Austurvelli á laugardaginn þar sem rasistar komu fram og héldu tölu að því er virðist til að þétta raðirnar í þeim tilgangi að forða Íslandi frá því að verða fyrir erlendum áhrifum, hvað sem það nú þýðir. Ég vil í sjálfu sér ekki gefa málflutningi þessa fólks neitt vægi hér í þessum skrifum, þar sem ekki er hægt að taka mark á hræddu fólki sem fær útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi. En það sem mig langar að segja er að þið sem viljið nýta tjáningafrelsið ykkar á þennan hátt ættuð að hugleiða það að búa ykkur til sérstakan fána því íslenski fáninn er sannarlega ekki merki þess sem þið boðið. Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands, allra Íslendinga. Hann táknar fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Ætli flestir Íslendingar leggi svo ekki hver sína merkingu í fánann og mig langar að deila með ykkur minni sýn. Kannski tengir einhver, en ég hvet þig sem þetta lest að segja okkur hinum frá því hvað íslenski fáninn þýðir fyrir þig. Það er eitthvað sem segir mér að fæst viljum við nota hann í mannfjandsamlegum tilgangi. Íslenski fáninn minnir mig á alla formæður og forfeður þessa lands sem komu öll einhvers staðar frá og námu hér land. Hér var enginn. Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi. Fáninn minnir mig á þetta fólk sem lifði við harða vetur og óáreiðanleg sumur, veikindi, fátækt og líf við mjög erfiðar aðstæður þar sem þótti ekki sjálfsagt að komast til manns og verða fullorðinn. Íslenski fáninn minnir mig á sjálfstæðisbaráttu landsins sem var háð með samtölum. Hann minnir mig á baráttu kvenna, Vigdísi Finnbogadóttur og allar konurnar sem börðust fyrir því að standa jafnfætis körlum og taka þátt í lýðræðinu. Fyrir mig þá er fáninn meðal annars táknmynd fyrir það að Ísland er fyrirmynd margra annarra landa sem eiga enn langt í land með jafnréttisvinnu. Orðið samstaða kemur í hugann minn þegar ég hugsa um Íslenska fánann. Samstaða sem á sér ótal birtingarmyndir, eins og það hvernig fólkið í mínum heimabæ, Þorlákshöfn, hjálpaðist að við að byggja upp samfélag, byggja upp heimili fyrir hvort annað og kirkjuna í bænum. Samstaða sem birtist líka reglulega á meðal þjóðarinnar þegar eitthvað bjátar á hjá nágrönnum okkar, til dæmis á Vestfjörðum, í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði og Grindavík svo dæmi séu nefnd. Samstaða á meðal skólasystkina í Grunnskólanum í Þorlákshöfn þar sem börnin mín starfa alla daga við hliðina á ótal krökkum sem eiga upprunann sinn í öðrum löndum en eru nú langflest búin að ná tökum á nýju tungumáli og eru rík að kynnast fleiri en einum menningarheimi. Að lokum vil ég nefna að Íslenski fáninn minnir mig á menninguna okkar, tónlistarfólkið, rithöfundana, leikhús, þætti, kvikmyndir og myndlist og auðvitað afreksfólk í íþróttum, þar sem sum sem keppa undir Íslenska fánanum eiga uppruna sinn í öðrum löndum. Þetta er allt okkar fólk. Í 12. grein laga um þjóðfánann segir að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki og að óheimilt sé að nota þjóðfánann sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana. Ef félagið sem stóð að mótmælunum ætlar að standa við það sem það boðar, um að halda fleiri samkomur í líkingu við þessa, þá vona ég að þau komi sér upp eigin merki og blandi ekki þjóðfána allra Íslendinga inn í sinn tilgang og málflutning sem elur á kynþáttamisrétti. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Íslenski fáninn Samfylkingin Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenski fáninn var áberandi á mótmælum á Austurvelli á laugardaginn þar sem rasistar komu fram og héldu tölu að því er virðist til að þétta raðirnar í þeim tilgangi að forða Íslandi frá því að verða fyrir erlendum áhrifum, hvað sem það nú þýðir. Ég vil í sjálfu sér ekki gefa málflutningi þessa fólks neitt vægi hér í þessum skrifum, þar sem ekki er hægt að taka mark á hræddu fólki sem fær útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi. En það sem mig langar að segja er að þið sem viljið nýta tjáningafrelsið ykkar á þennan hátt ættuð að hugleiða það að búa ykkur til sérstakan fána því íslenski fáninn er sannarlega ekki merki þess sem þið boðið. Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands, allra Íslendinga. Hann táknar fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Ætli flestir Íslendingar leggi svo ekki hver sína merkingu í fánann og mig langar að deila með ykkur minni sýn. Kannski tengir einhver, en ég hvet þig sem þetta lest að segja okkur hinum frá því hvað íslenski fáninn þýðir fyrir þig. Það er eitthvað sem segir mér að fæst viljum við nota hann í mannfjandsamlegum tilgangi. Íslenski fáninn minnir mig á alla formæður og forfeður þessa lands sem komu öll einhvers staðar frá og námu hér land. Hér var enginn. Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi. Fáninn minnir mig á þetta fólk sem lifði við harða vetur og óáreiðanleg sumur, veikindi, fátækt og líf við mjög erfiðar aðstæður þar sem þótti ekki sjálfsagt að komast til manns og verða fullorðinn. Íslenski fáninn minnir mig á sjálfstæðisbaráttu landsins sem var háð með samtölum. Hann minnir mig á baráttu kvenna, Vigdísi Finnbogadóttur og allar konurnar sem börðust fyrir því að standa jafnfætis körlum og taka þátt í lýðræðinu. Fyrir mig þá er fáninn meðal annars táknmynd fyrir það að Ísland er fyrirmynd margra annarra landa sem eiga enn langt í land með jafnréttisvinnu. Orðið samstaða kemur í hugann minn þegar ég hugsa um Íslenska fánann. Samstaða sem á sér ótal birtingarmyndir, eins og það hvernig fólkið í mínum heimabæ, Þorlákshöfn, hjálpaðist að við að byggja upp samfélag, byggja upp heimili fyrir hvort annað og kirkjuna í bænum. Samstaða sem birtist líka reglulega á meðal þjóðarinnar þegar eitthvað bjátar á hjá nágrönnum okkar, til dæmis á Vestfjörðum, í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði og Grindavík svo dæmi séu nefnd. Samstaða á meðal skólasystkina í Grunnskólanum í Þorlákshöfn þar sem börnin mín starfa alla daga við hliðina á ótal krökkum sem eiga upprunann sinn í öðrum löndum en eru nú langflest búin að ná tökum á nýju tungumáli og eru rík að kynnast fleiri en einum menningarheimi. Að lokum vil ég nefna að Íslenski fáninn minnir mig á menninguna okkar, tónlistarfólkið, rithöfundana, leikhús, þætti, kvikmyndir og myndlist og auðvitað afreksfólk í íþróttum, þar sem sum sem keppa undir Íslenska fánanum eiga uppruna sinn í öðrum löndum. Þetta er allt okkar fólk. Í 12. grein laga um þjóðfánann segir að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki og að óheimilt sé að nota þjóðfánann sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana. Ef félagið sem stóð að mótmælunum ætlar að standa við það sem það boðar, um að halda fleiri samkomur í líkingu við þessa, þá vona ég að þau komi sér upp eigin merki og blandi ekki þjóðfána allra Íslendinga inn í sinn tilgang og málflutning sem elur á kynþáttamisrétti. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar.
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun