Þér er boðið með, kæri félagi Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 2. júní 2025 07:45 Það hefur gengið á ýmsu hjá Sósíalistaflokki Íslands undanfarin misseri. Laugardaginn 24. maí var kjörin ný forysta sem sigraði með töluverðum yfirburðum. Aldrei hefur þátttaka verið jafn mikil á aðalfundi flokksins, sem ber skýr merki um aukinn áhuga á honum. Því má sannarlega fagna. Þau sem ekki hlutu kjör urðu skiljanlega fyrir vonbrigðum. Því hef ég fulla samúð með, enda er aldrei þægilegt að verða undir í kosningum. Sérstaklega fyrstu dagana eftir atburðinn þegar tilfinningarnar eru miklar. Nú er þó rúm vika liðin og tímabært að horfa fram á við. Það mætti fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar gera sem enn ýjar að því að valdarán hafi átt sér stað. Að þarna hafi átt sér stað ólýðræðisleg yfirtaka. Hann er kominn á hálan ís og ásakanir um svindl eða annarlegar hvatir gera lítið annað en að undirstrika þá gagnrýni sem var uppi um vinnubrögð og samskiptamáta fólks innan þáverandi forystu. Hann virðist grípa hvert tækifæri sem gefst til að afhjúpa sig enn frekar, en á samt erfitt með að skilja hvers vegna hann hlaut ekki brautargengi í kosningunum. Niðurstöðurnar voru skýrar og dylgjur um annað verða að teljast óheiðarlegar smjörklípur. Vonandi getum við horft til framtíðar og einbeitt okkur að uppbyggingu flokksins því af nógu er þar að taka. Umboð nýrrar stjórnar vannst á að vilja hennar til að efla starf flokksins og styrkja hann um land allt. Ef við viljum hjálpa til við þau markmið er mikilvægt að horfa fram á við og sjá hvar tækifærin liggja. Mikil áhersla verður lögð á virðingu í samskiptum, opna félagsfundi þar sem stjórnir eru í virku samtali við félagsmenn og stofnun svæðisfélaga sem mun hafa í för með sér meiri virkni um land allt. Tímar þess þegar öskrað var á fólk fyrir málefnalega gagnrýni eru liðnir. Hvað þá að það verði uppnefnt hýenur eða sagt vera „fórnarlömb eineltis í æsku” fyrir að vera ekki sammála forystunni í einu og öllu. Það er raunverulegur vilji til þess að fá ykkur sem flest á félagsfundi og til þátttöku í starfinu, sama hvaða skoðanir þið hafið. Mikið verður lagt upp úr því að eiga umræður í persónu augliti til auglits, þar sem við megum verið ósámmála án þess að vera fjandsamleh í garð hvers annars. Ég hvet þig, kæri lesandi, til að skrá þig í flokkinn og fylgjast með tilkynningum um tímasetningu næsta félagsfundar. Þú vilt alls ekki missa af honum. Hér getur þú skráð þig, kæri félagi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu hjá Sósíalistaflokki Íslands undanfarin misseri. Laugardaginn 24. maí var kjörin ný forysta sem sigraði með töluverðum yfirburðum. Aldrei hefur þátttaka verið jafn mikil á aðalfundi flokksins, sem ber skýr merki um aukinn áhuga á honum. Því má sannarlega fagna. Þau sem ekki hlutu kjör urðu skiljanlega fyrir vonbrigðum. Því hef ég fulla samúð með, enda er aldrei þægilegt að verða undir í kosningum. Sérstaklega fyrstu dagana eftir atburðinn þegar tilfinningarnar eru miklar. Nú er þó rúm vika liðin og tímabært að horfa fram á við. Það mætti fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar gera sem enn ýjar að því að valdarán hafi átt sér stað. Að þarna hafi átt sér stað ólýðræðisleg yfirtaka. Hann er kominn á hálan ís og ásakanir um svindl eða annarlegar hvatir gera lítið annað en að undirstrika þá gagnrýni sem var uppi um vinnubrögð og samskiptamáta fólks innan þáverandi forystu. Hann virðist grípa hvert tækifæri sem gefst til að afhjúpa sig enn frekar, en á samt erfitt með að skilja hvers vegna hann hlaut ekki brautargengi í kosningunum. Niðurstöðurnar voru skýrar og dylgjur um annað verða að teljast óheiðarlegar smjörklípur. Vonandi getum við horft til framtíðar og einbeitt okkur að uppbyggingu flokksins því af nógu er þar að taka. Umboð nýrrar stjórnar vannst á að vilja hennar til að efla starf flokksins og styrkja hann um land allt. Ef við viljum hjálpa til við þau markmið er mikilvægt að horfa fram á við og sjá hvar tækifærin liggja. Mikil áhersla verður lögð á virðingu í samskiptum, opna félagsfundi þar sem stjórnir eru í virku samtali við félagsmenn og stofnun svæðisfélaga sem mun hafa í för með sér meiri virkni um land allt. Tímar þess þegar öskrað var á fólk fyrir málefnalega gagnrýni eru liðnir. Hvað þá að það verði uppnefnt hýenur eða sagt vera „fórnarlömb eineltis í æsku” fyrir að vera ekki sammála forystunni í einu og öllu. Það er raunverulegur vilji til þess að fá ykkur sem flest á félagsfundi og til þátttöku í starfinu, sama hvaða skoðanir þið hafið. Mikið verður lagt upp úr því að eiga umræður í persónu augliti til auglits, þar sem við megum verið ósámmála án þess að vera fjandsamleh í garð hvers annars. Ég hvet þig, kæri lesandi, til að skrá þig í flokkinn og fylgjast með tilkynningum um tímasetningu næsta félagsfundar. Þú vilt alls ekki missa af honum. Hér getur þú skráð þig, kæri félagi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun