Lestur lykillinn að endurhæfingu? Hvað ef lestur væri lykillinn út? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 3. júní 2025 07:32 Á bak við múra fangelsanna felst ekki eingöngu refsing heldur einnig tækifæri. Tækifæri til að vaxa, læra og breyta um stefnu í lífinu. Í íslenskum fangelsum er oftar en ekki lítið um raunveruleg úrræði sem styðja við slíka vegferð, en á sama tíma má sjá nýleg dæmi frá öðrum löndum um nýstárlegar og mannúðlegar leiðir til að styrkja fanga og auka möguleikaá betra lífi eftir afplánun, til dæmis með því að umbuna fyrir nám og lestrarhæfni. Þar er um að ræða endurhæfingu sem virkar. 1. Brasilía – Lestur sem styttir dóma Í Brasilíu geta fangar tekið þátt í verkefni sem kallast Refsilækkun fyrir lestur (sp. Remissão pela Leitura). Með því að lesa allt að tólf bækur á ári og skila rituðum samantektum sem standast mat fá þeir 4 daga styttingu af dómi fyrir hverja bók, samtals allt að 48 daga á ári. Markmiðið er að efla læsi og gagnrýna hugsun og stuðla að menntun í fangelsum. 2. Noregur – Menntun og sjálfsábyrgð Í Noregi er áhersla lögð á menntun og eðlilegt líf innan fangelsa. Fangar hafa aðgang að almennu menntakerfi og námsárangur hefur áhrif á mat á reynslulausn. Í fangelsum eins og Bastøy er félagsleg endurhæfing í fyrirrúmi og endurkomutíðni fanga þar er aðeins um 16% – með því lægsta sem þekkist. 3. Bandaríkin – Inneign fyrir menntunÍ Kaliforníu og fleiri ríkjum Bandaríkjanna er til kerfi þar sem föngum er umbunað með inneign (e. Merit Credits) fyrir þátttöku í námskeiðum, meðferðum, vinnu eða formlegu námi. Þetta getur dregið úr afplánunartíma þeirra um tugi daga á ári. 4. Svíþjóð – Náms- og starfsendurhæfing Svíþjóð hefur lagt áherslu á að fangar hafi tækifæri til að bæta menntun sína og vinna meðan á refsivist stendur. Námsþátttaka eykur líkur á reynslulausn og dregur úr endurkomu í fangelsi samkvæmt rannsóknum frá sænsku fangelsisyfirvöldunum. 5. Holland – Samfélagsverkefni og ábyrgðÍ Hollandi hafa fangar tækifæri til að vinna, læra og taka þátt í samfélagsverkefnum á meðan þeir afplána. Slíkt mat hefur áhrif á hvort og hvenær þeir fá reynslulausn og stuðlar að samfélagslegri ábyrgð. 6. Suður-Afríka – Bækur á bak við rimla Verkefnið Bækur á bak við rimla (e. Books Behind Bars) hvetur fanga til að lesa og taka þátt í umræðum um bókmenntir innan fangelsa. Þó að þátttakan leiði ekki beint til refsistyttingar er hún metin í matsferli um reynslulausn og getur haft djúp áhrif á sjálfsmynd og framtíðarvonir fanga. 7. Danmörk – Menntun sem hluti af daglegri afplánun Í Danmörku er menntun fanga lögbundin og skipulögð af fangelsismálayfirvöldum. Fangar hafa rétt og skyldu til að taka þátt í 37 klukkustunda vinnuviku sem getur samanstaðið af vinnu, meðferð eða menntun. Þetta er hluti af stefnu sem miðar að því að undirbúa fanga fyrir lífið eftir lausn og draga úr endurkomu í fangelsi. Menntun í dönskum fangelsum nær yfir fjölbreytt námskeið, þar á meðal: Grunnmenntun í dönsku, stærðfræði og upplýsingatækni. Sérkennsla fyrir fanga með lestrar- og skriftarörðugleika. Starfsmenntun í iðngreinum eins og trésmíði, málun, grafískri hönnun, matreiðslu og annarri iðnaðarvinnu. Framhaldsskólanám sem sjálfsnám, með stuðningi frá sjálfboðaliðum. Í sumum fangelsum er boðið upp á sérsniðin námskeið sem taka mið af þörfum og getu hvers fanga.Menntun og önnur afrek leiða til þess að fangar fái að fara fyrr í opnari úrræði og frekari leyfisúrræði.Þetta danska fyrirkomulag sýnir að menntun er öflugt tæki til endurhæfingar. Íslendingar geta tekið þetta sem hvatningu til að þróa sambærileg úrræði hér á landi þar sem menntun og verknám eru í fyrirrúmi í fangelsiskerfinu. Hvers vegna skiptir þetta máli? Við í Afstöðu, félagi um bætt fangelsismál, höfum ítrekað bent á að fangelsi verði að þjóna tilgangi endurhæfingar, ekki aðeins einangrunar. Þekking, læsi og tækifæri til vaxtar eru meðal öflugustu tækjanna til að draga úr endurteknum brotum. Ef fangi lærir að tjá sig, lesa betur og skrifa, opnast nýjar dyr. Dyr sem leiða til atvinnu, menntunar, sjálfsvirðingar og betri aðlögunar að samfélaginu eftir að í frelsið er komið. Að innleiða sambærileg úrræði á Íslandi gæti skilað auknum lífsgæðum fyrir fanga og samfélagið í heild. Þar að auki væru það skilaboð um að við trúum á annað tækifæri raunverulega en ekki bara refsingu.Því miður höfum við ekki verið heppin með menntamálaráðherra í gegnum tíðina. Undafarin ár hafa menntamálaráðherrar algjörlega brugðist í menntamálum fanga og þeir haft að engu lögbundna skyldu sína í menntamálum fanga. Nú er ný ríkisstjórn og bindum við miklar vonir við að hún lagi að einhverju leyti fangelsismálin og þar vegur mest að mínu mati að nýr menntamálaráðherra taki stór skref því menntun er vissulega máttur og fækkar glæpum. Hvað ef Ísland væri næst? Við erum að fara að byggja nýtt fangelsi fyrir um 30 milljarða og sitt sýnist hverjum með tilganginn og nauðsyn þess. Við ættum fyrst af öllu að hugsa um hvernig við byggjum upp einstaklinga innan fangelsanna. Við gætum sett á fót lítið tilraunaverkefni þar sem föngum stendur til boða að taka þátt í bókaverkefni eða fjarnámi með raunverulegum umbunum – þar sem góð frammistaða gæti stytt afplánun í skrefum. Er það ekki þess virði að prófa? Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Á bak við múra fangelsanna felst ekki eingöngu refsing heldur einnig tækifæri. Tækifæri til að vaxa, læra og breyta um stefnu í lífinu. Í íslenskum fangelsum er oftar en ekki lítið um raunveruleg úrræði sem styðja við slíka vegferð, en á sama tíma má sjá nýleg dæmi frá öðrum löndum um nýstárlegar og mannúðlegar leiðir til að styrkja fanga og auka möguleikaá betra lífi eftir afplánun, til dæmis með því að umbuna fyrir nám og lestrarhæfni. Þar er um að ræða endurhæfingu sem virkar. 1. Brasilía – Lestur sem styttir dóma Í Brasilíu geta fangar tekið þátt í verkefni sem kallast Refsilækkun fyrir lestur (sp. Remissão pela Leitura). Með því að lesa allt að tólf bækur á ári og skila rituðum samantektum sem standast mat fá þeir 4 daga styttingu af dómi fyrir hverja bók, samtals allt að 48 daga á ári. Markmiðið er að efla læsi og gagnrýna hugsun og stuðla að menntun í fangelsum. 2. Noregur – Menntun og sjálfsábyrgð Í Noregi er áhersla lögð á menntun og eðlilegt líf innan fangelsa. Fangar hafa aðgang að almennu menntakerfi og námsárangur hefur áhrif á mat á reynslulausn. Í fangelsum eins og Bastøy er félagsleg endurhæfing í fyrirrúmi og endurkomutíðni fanga þar er aðeins um 16% – með því lægsta sem þekkist. 3. Bandaríkin – Inneign fyrir menntunÍ Kaliforníu og fleiri ríkjum Bandaríkjanna er til kerfi þar sem föngum er umbunað með inneign (e. Merit Credits) fyrir þátttöku í námskeiðum, meðferðum, vinnu eða formlegu námi. Þetta getur dregið úr afplánunartíma þeirra um tugi daga á ári. 4. Svíþjóð – Náms- og starfsendurhæfing Svíþjóð hefur lagt áherslu á að fangar hafi tækifæri til að bæta menntun sína og vinna meðan á refsivist stendur. Námsþátttaka eykur líkur á reynslulausn og dregur úr endurkomu í fangelsi samkvæmt rannsóknum frá sænsku fangelsisyfirvöldunum. 5. Holland – Samfélagsverkefni og ábyrgðÍ Hollandi hafa fangar tækifæri til að vinna, læra og taka þátt í samfélagsverkefnum á meðan þeir afplána. Slíkt mat hefur áhrif á hvort og hvenær þeir fá reynslulausn og stuðlar að samfélagslegri ábyrgð. 6. Suður-Afríka – Bækur á bak við rimla Verkefnið Bækur á bak við rimla (e. Books Behind Bars) hvetur fanga til að lesa og taka þátt í umræðum um bókmenntir innan fangelsa. Þó að þátttakan leiði ekki beint til refsistyttingar er hún metin í matsferli um reynslulausn og getur haft djúp áhrif á sjálfsmynd og framtíðarvonir fanga. 7. Danmörk – Menntun sem hluti af daglegri afplánun Í Danmörku er menntun fanga lögbundin og skipulögð af fangelsismálayfirvöldum. Fangar hafa rétt og skyldu til að taka þátt í 37 klukkustunda vinnuviku sem getur samanstaðið af vinnu, meðferð eða menntun. Þetta er hluti af stefnu sem miðar að því að undirbúa fanga fyrir lífið eftir lausn og draga úr endurkomu í fangelsi. Menntun í dönskum fangelsum nær yfir fjölbreytt námskeið, þar á meðal: Grunnmenntun í dönsku, stærðfræði og upplýsingatækni. Sérkennsla fyrir fanga með lestrar- og skriftarörðugleika. Starfsmenntun í iðngreinum eins og trésmíði, málun, grafískri hönnun, matreiðslu og annarri iðnaðarvinnu. Framhaldsskólanám sem sjálfsnám, með stuðningi frá sjálfboðaliðum. Í sumum fangelsum er boðið upp á sérsniðin námskeið sem taka mið af þörfum og getu hvers fanga.Menntun og önnur afrek leiða til þess að fangar fái að fara fyrr í opnari úrræði og frekari leyfisúrræði.Þetta danska fyrirkomulag sýnir að menntun er öflugt tæki til endurhæfingar. Íslendingar geta tekið þetta sem hvatningu til að þróa sambærileg úrræði hér á landi þar sem menntun og verknám eru í fyrirrúmi í fangelsiskerfinu. Hvers vegna skiptir þetta máli? Við í Afstöðu, félagi um bætt fangelsismál, höfum ítrekað bent á að fangelsi verði að þjóna tilgangi endurhæfingar, ekki aðeins einangrunar. Þekking, læsi og tækifæri til vaxtar eru meðal öflugustu tækjanna til að draga úr endurteknum brotum. Ef fangi lærir að tjá sig, lesa betur og skrifa, opnast nýjar dyr. Dyr sem leiða til atvinnu, menntunar, sjálfsvirðingar og betri aðlögunar að samfélaginu eftir að í frelsið er komið. Að innleiða sambærileg úrræði á Íslandi gæti skilað auknum lífsgæðum fyrir fanga og samfélagið í heild. Þar að auki væru það skilaboð um að við trúum á annað tækifæri raunverulega en ekki bara refsingu.Því miður höfum við ekki verið heppin með menntamálaráðherra í gegnum tíðina. Undafarin ár hafa menntamálaráðherrar algjörlega brugðist í menntamálum fanga og þeir haft að engu lögbundna skyldu sína í menntamálum fanga. Nú er ný ríkisstjórn og bindum við miklar vonir við að hún lagi að einhverju leyti fangelsismálin og þar vegur mest að mínu mati að nýr menntamálaráðherra taki stór skref því menntun er vissulega máttur og fækkar glæpum. Hvað ef Ísland væri næst? Við erum að fara að byggja nýtt fangelsi fyrir um 30 milljarða og sitt sýnist hverjum með tilganginn og nauðsyn þess. Við ættum fyrst af öllu að hugsa um hvernig við byggjum upp einstaklinga innan fangelsanna. Við gætum sett á fót lítið tilraunaverkefni þar sem föngum stendur til boða að taka þátt í bókaverkefni eða fjarnámi með raunverulegum umbunum – þar sem góð frammistaða gæti stytt afplánun í skrefum. Er það ekki þess virði að prófa? Höfundur er formaður Afstöðu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun