Vorhret í Vaglaskógi: Gasgrillið í fullum gangi svo að fortjaldið sligist ekki undan snjónum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 09:21 Það minnir lítið á vorið í Vaglaskógi í dag. Hvað þá sumarið. Aðsend Það er fátt sem minnir á vorið í Vaglaskógi um þessar mundir en töluverð snjóþyngsli eru á svæðinu. Fréttastofa náði af tali af konu sem er í útilegu með eiginmanni sínum. Hún segir bæði gasgrill og -hitara á fullum krafti til að bjarga fortjaldinu undan þungum snjónum. Helga María Stefánsdóttir brá sér ásamt eiginmanni sínum í útilegu í Vaglaskógi. Merkilegt nokk segist hún hafa farið í útilegu á nákvæmlega sama tíma á síðasta ári og þá snjóaði líka. Það er alveg sérstaklega merkilegt í ljósi þess að hitastigið fór varla niður fyrir tuttugu stigin í rúma viku fyrir skemmstu. „Aðstæðurnar hérna eru bara að það snjóar. Ég held að það sé nú aðeins að byrja að hlýna. Það er komið í eina gráðu í plús. En snjórinn sjálfur er bara svo hryllilega þungur af því að hann er svo blautur,“ segir Helga María. Hún segir þau hjónin ekki hafa verið búin undir snjóinn en að það þýði ekkert að gefast upp núna. Fortjöldin eru komin upp og því þarf að gæta þeirra svo þau sligist ekki undan þunga snjósins. „Við verðum að vera hérna á meðan snjórinn er upp á að fortjöldin fari ekki út af því. Við erum að keyra allt hérna inni í fortjöldunum, bæði á gasgrillinu og gashitara,“ segir Helga sem deildi upplifun sinni úr Vaglaskógi með hlustendum Bítisins á Bylgjunni. Á Norðurlandi eystra er appelsínugul viðvörun í gildi til klukkan eitt í dag. Á vef veðurstofunnar segir að hann blási að norðan 13-20 m/s og að snjókoma sé eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamar aðstæður séu fyrir ökutæki vanbúin til vetraraksturs og ekki ráðlegt að leggja í ferðalög til fjalla. Ert þú í útilegu sjálfur eða staddur einhvers staðar þar sem veðrið er með svipuðu móti? Sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Þingeyjarsveit Veður Bítið Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Helga María Stefánsdóttir brá sér ásamt eiginmanni sínum í útilegu í Vaglaskógi. Merkilegt nokk segist hún hafa farið í útilegu á nákvæmlega sama tíma á síðasta ári og þá snjóaði líka. Það er alveg sérstaklega merkilegt í ljósi þess að hitastigið fór varla niður fyrir tuttugu stigin í rúma viku fyrir skemmstu. „Aðstæðurnar hérna eru bara að það snjóar. Ég held að það sé nú aðeins að byrja að hlýna. Það er komið í eina gráðu í plús. En snjórinn sjálfur er bara svo hryllilega þungur af því að hann er svo blautur,“ segir Helga María. Hún segir þau hjónin ekki hafa verið búin undir snjóinn en að það þýði ekkert að gefast upp núna. Fortjöldin eru komin upp og því þarf að gæta þeirra svo þau sligist ekki undan þunga snjósins. „Við verðum að vera hérna á meðan snjórinn er upp á að fortjöldin fari ekki út af því. Við erum að keyra allt hérna inni í fortjöldunum, bæði á gasgrillinu og gashitara,“ segir Helga sem deildi upplifun sinni úr Vaglaskógi með hlustendum Bítisins á Bylgjunni. Á Norðurlandi eystra er appelsínugul viðvörun í gildi til klukkan eitt í dag. Á vef veðurstofunnar segir að hann blási að norðan 13-20 m/s og að snjókoma sé eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamar aðstæður séu fyrir ökutæki vanbúin til vetraraksturs og ekki ráðlegt að leggja í ferðalög til fjalla. Ert þú í útilegu sjálfur eða staddur einhvers staðar þar sem veðrið er með svipuðu móti? Sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is.
Ert þú í útilegu sjálfur eða staddur einhvers staðar þar sem veðrið er með svipuðu móti? Sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is.
Þingeyjarsveit Veður Bítið Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira