Reyna að bjarga 100 kindum og lömbum á kafi í snjó Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. júní 2025 12:21 Svona var útlitið fyrir Stefán Jökul Jakobsson, yfirskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands, í morgun. aðsend Óveðrið í nótt og í morgun hefur bitnað hvað verst á bændum og gestum tjaldsvæða sem reiknuðu ekki endilega með snjókomu og byl í byrjun júní. Tjaldgestir á Norðurlandi og Austurlandi vöknuðu við fannhvíta jörð á meðan bændur standa í ströngu við að koma kindum og lömbum sem eru á kafi í snjó inn í hús. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og verða áfram í gildi víðast hvar til morguns. Djúp lægð við Færeyjar veldur norðan óveðri á landinu þar sem yfirleitt verður allhvass eða hvass vindur en stormur í vindstrengjum sunnanlands. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur Lögreglan á Norðurlandi eystra varað við aukinni skriðuhættu vegna töluverðrar úrkomu næstu tvo sólarhringa á Tröllaskaga og á Flateyjarskaga. „Lömbin á kafi“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. sagði nóttina hafa verið rólega þrátt fyrir óveðrið. Mesta vinnan hafi verið að koma sauðfé í öruggt skjól. „Ekkert um útköll í nótt, það kom útkall núna fyrir skömmu við að aðstoða bónda á Tröllaskaga með sauðfé. Við vorum í því í gærkvöldi einnig á sömu slóðum.“ Einn af þeim sem óskaði eftir aðstoð björgunarsveita var Jón Þórarinsson bóndi á Hnjúki í Skíðadal. „Það gengur mjög illa. Það er svo vont veður. Það er bara hörku... Það hefur fennt talsvert. Lömbin á kafi. Það er allt á kafi í snjó og vont veður,“ sagði Jón þegar fréttastofa náði á hann en þá stóð hann í ströngu við að smala í miklum byl. Um tíu björgunarsveitarmenn frá Dalvík aðstoða Jón eins og stendur og von á fleirum. Hann segist hafa miklar áhyggjur af sauðfénu. „Við erum bara að reyna koma þessu heim á leið sem við erum búin að finna. Þetta eru svona um 100 kindur og lömb með. Lömbin eru líka komin á kaf.“ Ferðamenn smeykir Það voru ekki bara bændur sem fundu fyrir óveðrinu en ferðamenn á suðurlandi óskuðu einnig eftir aðstoð björgunarsveita. „Ferðamenn voru eitthvað smeykir við hvernig veðrið lék ferðahýsin þeirra. Björgunarsveitin í Vík fór á stórum trukk og lagði honum vindmeginn við hjólhýsi til að brjóta vindinn af því. Á Hvolsvelli á tjaldsvæðinu þar fór björgunarsveitin að tjaldsvæðinu til að aðstoða við að fella tjöld og fortjöld sem voru við það að fjúka,“ sagði Jón Þór Víglundsson. Festi varla svefn vegna veðursins Þá festi Helga María Stefánsdóttir varla svefn í útilegu sinni í Vaglaskógi vegna snjókomu og óveðurs í nótt. „Við til dæmis erum að keyra hérna gasgrill inn í fortjöldunum til að bræða snjóinn ofan af. Maður verður bara að hlægja að þessu. Það er ekkert annað, við búum á Íslandi,“ sagði hún í samtali við Bítið í morgun. Þá vöknuðu gestir á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum upp við fannhvíta jörð og voru snöggir að flýja veðrið inn í skála á svæðinu. „Fólk var kannski ekki alveg að búast við þessu í þessum mánuði. Við erum með góða aðstöðu inni þannig að það er mikil stemming hérna inni í húsinu núna. Það er risastór salur þar sem fólk situr og borðar og spjallar,“ sagði Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum. Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands, er í þessum töluðu orðum staddur hjá Álftavatni á hálendinu. Hann reynir nú eins og hann getur að ditta af skálum FÍ á hálendinu enda stendur til að opna þá í næstu viku. Hann segir það ekki heppilega tímasetningu að fá óveðrið í fangið einmitt núna þegar opna á skálanna. Hann segist öllu vanur en þó komi það honum á óvart að lenda í slíku óveðri á þessum árstíma. „Þetta er svona í verri kanntinum. Maður þurfti alveg að setja undir sig hausinn til að ná að ganga á móti veðrinu hérna. Það var rosalegur skafrenningur en það festist lítið af snjó fyrir,“ segir hann og bætir við: „Það er ekki venjulegum hundi út sígandi. Þetta er ekkert agalega mikið vesen fyrir þá sem vanir eru svona veðri en þetta er aðeins meira en það sem maður er vanur á þessum árstíma.“ Björgunarsveitir Veður Dýr Sauðfé Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og verða áfram í gildi víðast hvar til morguns. Djúp lægð við Færeyjar veldur norðan óveðri á landinu þar sem yfirleitt verður allhvass eða hvass vindur en stormur í vindstrengjum sunnanlands. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur Lögreglan á Norðurlandi eystra varað við aukinni skriðuhættu vegna töluverðrar úrkomu næstu tvo sólarhringa á Tröllaskaga og á Flateyjarskaga. „Lömbin á kafi“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. sagði nóttina hafa verið rólega þrátt fyrir óveðrið. Mesta vinnan hafi verið að koma sauðfé í öruggt skjól. „Ekkert um útköll í nótt, það kom útkall núna fyrir skömmu við að aðstoða bónda á Tröllaskaga með sauðfé. Við vorum í því í gærkvöldi einnig á sömu slóðum.“ Einn af þeim sem óskaði eftir aðstoð björgunarsveita var Jón Þórarinsson bóndi á Hnjúki í Skíðadal. „Það gengur mjög illa. Það er svo vont veður. Það er bara hörku... Það hefur fennt talsvert. Lömbin á kafi. Það er allt á kafi í snjó og vont veður,“ sagði Jón þegar fréttastofa náði á hann en þá stóð hann í ströngu við að smala í miklum byl. Um tíu björgunarsveitarmenn frá Dalvík aðstoða Jón eins og stendur og von á fleirum. Hann segist hafa miklar áhyggjur af sauðfénu. „Við erum bara að reyna koma þessu heim á leið sem við erum búin að finna. Þetta eru svona um 100 kindur og lömb með. Lömbin eru líka komin á kaf.“ Ferðamenn smeykir Það voru ekki bara bændur sem fundu fyrir óveðrinu en ferðamenn á suðurlandi óskuðu einnig eftir aðstoð björgunarsveita. „Ferðamenn voru eitthvað smeykir við hvernig veðrið lék ferðahýsin þeirra. Björgunarsveitin í Vík fór á stórum trukk og lagði honum vindmeginn við hjólhýsi til að brjóta vindinn af því. Á Hvolsvelli á tjaldsvæðinu þar fór björgunarsveitin að tjaldsvæðinu til að aðstoða við að fella tjöld og fortjöld sem voru við það að fjúka,“ sagði Jón Þór Víglundsson. Festi varla svefn vegna veðursins Þá festi Helga María Stefánsdóttir varla svefn í útilegu sinni í Vaglaskógi vegna snjókomu og óveðurs í nótt. „Við til dæmis erum að keyra hérna gasgrill inn í fortjöldunum til að bræða snjóinn ofan af. Maður verður bara að hlægja að þessu. Það er ekkert annað, við búum á Íslandi,“ sagði hún í samtali við Bítið í morgun. Þá vöknuðu gestir á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum upp við fannhvíta jörð og voru snöggir að flýja veðrið inn í skála á svæðinu. „Fólk var kannski ekki alveg að búast við þessu í þessum mánuði. Við erum með góða aðstöðu inni þannig að það er mikil stemming hérna inni í húsinu núna. Það er risastór salur þar sem fólk situr og borðar og spjallar,“ sagði Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum. Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands, er í þessum töluðu orðum staddur hjá Álftavatni á hálendinu. Hann reynir nú eins og hann getur að ditta af skálum FÍ á hálendinu enda stendur til að opna þá í næstu viku. Hann segir það ekki heppilega tímasetningu að fá óveðrið í fangið einmitt núna þegar opna á skálanna. Hann segist öllu vanur en þó komi það honum á óvart að lenda í slíku óveðri á þessum árstíma. „Þetta er svona í verri kanntinum. Maður þurfti alveg að setja undir sig hausinn til að ná að ganga á móti veðrinu hérna. Það var rosalegur skafrenningur en það festist lítið af snjó fyrir,“ segir hann og bætir við: „Það er ekki venjulegum hundi út sígandi. Þetta er ekkert agalega mikið vesen fyrir þá sem vanir eru svona veðri en þetta er aðeins meira en það sem maður er vanur á þessum árstíma.“
Björgunarsveitir Veður Dýr Sauðfé Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira