Notkun rafbyssa í samræmi við markmið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júní 2025 12:01 Birna Blöndal lögreglufulltrúi. Vísir/Arnar Tvöföldun hefur orðið á milli ársfjórðunga á þeim tilvikum þar sem lögreglumenn hafa tekið upp rafbyssur við handtöku en slíku vopni hefur þrisvar verið beitt á fyrsta ársfjórðungi á þessa árs. Lögreglufulltrúi segir að notkunin sé í samræmi við markmið lögreglu þegar vopnin voru fyrst tekin til notkunar. Lögreglumenn vopnuðust rafbyssum í fyrsta sinn í september síðastliðnum. Ríkislögreglustjóri hefur nú birt ársfjórðungsskýrslu yfir notkun vopnanna en þar kemur fram að lögreglumenn hafi beitt rafbyssum þrisvar sinnum við handtöku á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og dregið hana úr slíðri 28 sinnum við handtöku. Um er að ræða tvöföldun á beitingu rafbyssa á milli ársfjórðunga en byssurnar voru einungis þrettán sinnum teknar upp við handtöku á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og tvisvar beitt. Birna Blöndal lögreglufulltrúi hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu segir aukninguna ekki áhyggjuefni. „Það sem við þurfum að hafa í huga er að lögreglu ber hverju sinni að velja vægasta úrræði sem völ er á og við verðum að taka mið af aðstæðum á vettvangi þegar við erum að velja hvaða valdbeitingu við ætlum að beita og ef við horfum á þessar tölur þannig, sú staðreynd að það sé verið að draga tazer oftar úr slíðri er ekki endilega að sýna að lögregla sé að beita meira valdi, lögregla er að kjósa að velja þetta tæki og nota það til að leysa málin í staðinn fyrir að fara inn í handtöku, setja hendur á fólk eða beita kylfu eða varnarúðanum þannig að í rauninni í þessum samanburði er þetta vægara úrræði heldur en að nálgast einstaklinginn og beita kylfu eða varnarúða.“ Ekki sé um að ræða aukningu á grófari valdbeitingu. Notkunin sé í samræmi við þau markmið sem lögregla hafi lagt upp með í byrjun þegar byssurnar voru teknar í notkun. „Þetta er í rauninni svoldið svona það sem við lögðum upp með þegar við fórum af stað með þetta rafvarnarvopnaverkefni að við vorum að horfa á tölur frá Bretlandi þar sem tölfræðin frá þeim var að sýna að í allt að 90 prósent tilfella þá væri nóg að kynna tazerinn til leiks.“ Lögreglan Rafbyssur Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Lögreglumenn vopnuðust rafbyssum í fyrsta sinn í september síðastliðnum. Ríkislögreglustjóri hefur nú birt ársfjórðungsskýrslu yfir notkun vopnanna en þar kemur fram að lögreglumenn hafi beitt rafbyssum þrisvar sinnum við handtöku á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og dregið hana úr slíðri 28 sinnum við handtöku. Um er að ræða tvöföldun á beitingu rafbyssa á milli ársfjórðunga en byssurnar voru einungis þrettán sinnum teknar upp við handtöku á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og tvisvar beitt. Birna Blöndal lögreglufulltrúi hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu segir aukninguna ekki áhyggjuefni. „Það sem við þurfum að hafa í huga er að lögreglu ber hverju sinni að velja vægasta úrræði sem völ er á og við verðum að taka mið af aðstæðum á vettvangi þegar við erum að velja hvaða valdbeitingu við ætlum að beita og ef við horfum á þessar tölur þannig, sú staðreynd að það sé verið að draga tazer oftar úr slíðri er ekki endilega að sýna að lögregla sé að beita meira valdi, lögregla er að kjósa að velja þetta tæki og nota það til að leysa málin í staðinn fyrir að fara inn í handtöku, setja hendur á fólk eða beita kylfu eða varnarúðanum þannig að í rauninni í þessum samanburði er þetta vægara úrræði heldur en að nálgast einstaklinginn og beita kylfu eða varnarúða.“ Ekki sé um að ræða aukningu á grófari valdbeitingu. Notkunin sé í samræmi við þau markmið sem lögregla hafi lagt upp með í byrjun þegar byssurnar voru teknar í notkun. „Þetta er í rauninni svoldið svona það sem við lögðum upp með þegar við fórum af stað með þetta rafvarnarvopnaverkefni að við vorum að horfa á tölur frá Bretlandi þar sem tölfræðin frá þeim var að sýna að í allt að 90 prósent tilfella þá væri nóg að kynna tazerinn til leiks.“
Lögreglan Rafbyssur Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira