Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. júní 2025 21:03 Fjölmennt var á Austurvelli um helgina þegar mótmælin fóru fram. Vísir/Viktor Freyr Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. Það sló í brýnu þegar mótmælendur tveggja ólíkra fylkinga komu saman í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma um síðustu helgi. Annars vegar var um að ræða hópinn Ísland þvert á flokka sem stóð fyrir mótmælafundi vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hins vegar samtökin No Borders sem hvöttu fólk til að standa saman gegn rasisma og aðskilnaði. Umræða um hælisleitendur og flóttafólk hefur verið nokkuð hávær undanfarið og eru fundirnir um helgina og stimpingarnar milli ólíkra fylkinga til marks um það. „Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar að jaðrarnir eru svona að takast á í umræðunni. Ég held að meginþorri Íslendinga og þeirra sem hafa lifað hér og búið á síðustu árum og áratugum sjái alveg einhverja breytingu í hvernig við tjáum okkur um þessi mál. Ég skynja óöryggi meðal fólks. Við getum ekki litið fram hjá því að það er stór hluti fólks sem að hefur áhyggjur af þróun þessara mála en það má ekki beinast að þeim einstaklingum sem hingað koma.“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum. „Fólk verður að upplifa sig öruggt á Íslandi sama hvaðan það kemur en það er okkar að hafa stjórn á aðstæðum. Hafa stjórn á landamærunum, hafa stjórn á velferðarkerfinu og hafa stjórn á rekstri ríkisins þannig við getum staðið við þá þjónustu sem svo sannarlega þarf að veita.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum líkt og fjölgun innflytjenda á Íslandi.Vísir/Anton Þannig fari umfangsmikil vinna á vegum stjórnvalda fram í þessum málum en meðal annars sé unnið að því að styrkja stöðuna á landamærum. „Það er bara mjög eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum. Við verðum að hafa það í huga að hlutfall innflytjenda á Íslandi hefur vaxið gríðarlega hratt á örfáum árum og eðlilega vekur þetta fólk til umhugsunar en þá er umgjörðin auðvitað það sem máli skiptir.“ Lykilatriði sé, þegar kemur að svona umræðu, að beina henni að stjórnvöldum en ekki einstaklingum. „Vegna þess að það umhverfi sem við lifum í það er afsprengi ákvarðanatöku hjá stjórnvöldum. Hvort sem er í atvinnumálum þegar að við vöxum hratt sem krefst mikillar fólksfjölgunar að utan og skapar kannski ákveðin þrengsl á húsnæðismarkaði eða innviðum landsins eða þegar við tökum ákvarðanir þegar kemur að hælisleitendum eða þess háttar. Þetta eru allt ákvarðanir stjórnvalda sem að skapa ákveðið umhverfi.“ Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Það sló í brýnu þegar mótmælendur tveggja ólíkra fylkinga komu saman í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma um síðustu helgi. Annars vegar var um að ræða hópinn Ísland þvert á flokka sem stóð fyrir mótmælafundi vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hins vegar samtökin No Borders sem hvöttu fólk til að standa saman gegn rasisma og aðskilnaði. Umræða um hælisleitendur og flóttafólk hefur verið nokkuð hávær undanfarið og eru fundirnir um helgina og stimpingarnar milli ólíkra fylkinga til marks um það. „Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar að jaðrarnir eru svona að takast á í umræðunni. Ég held að meginþorri Íslendinga og þeirra sem hafa lifað hér og búið á síðustu árum og áratugum sjái alveg einhverja breytingu í hvernig við tjáum okkur um þessi mál. Ég skynja óöryggi meðal fólks. Við getum ekki litið fram hjá því að það er stór hluti fólks sem að hefur áhyggjur af þróun þessara mála en það má ekki beinast að þeim einstaklingum sem hingað koma.“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum. „Fólk verður að upplifa sig öruggt á Íslandi sama hvaðan það kemur en það er okkar að hafa stjórn á aðstæðum. Hafa stjórn á landamærunum, hafa stjórn á velferðarkerfinu og hafa stjórn á rekstri ríkisins þannig við getum staðið við þá þjónustu sem svo sannarlega þarf að veita.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum líkt og fjölgun innflytjenda á Íslandi.Vísir/Anton Þannig fari umfangsmikil vinna á vegum stjórnvalda fram í þessum málum en meðal annars sé unnið að því að styrkja stöðuna á landamærum. „Það er bara mjög eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum. Við verðum að hafa það í huga að hlutfall innflytjenda á Íslandi hefur vaxið gríðarlega hratt á örfáum árum og eðlilega vekur þetta fólk til umhugsunar en þá er umgjörðin auðvitað það sem máli skiptir.“ Lykilatriði sé, þegar kemur að svona umræðu, að beina henni að stjórnvöldum en ekki einstaklingum. „Vegna þess að það umhverfi sem við lifum í það er afsprengi ákvarðanatöku hjá stjórnvöldum. Hvort sem er í atvinnumálum þegar að við vöxum hratt sem krefst mikillar fólksfjölgunar að utan og skapar kannski ákveðin þrengsl á húsnæðismarkaði eða innviðum landsins eða þegar við tökum ákvarðanir þegar kemur að hælisleitendum eða þess háttar. Þetta eru allt ákvarðanir stjórnvalda sem að skapa ákveðið umhverfi.“
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“