Landskjörstjórn segir nauðsynlegt að breyta stjórnarskrá Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2025 08:01 Ástríður Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Vísir/Einar Landskjörstjórn telur brýnt að farið verði í nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá landsins þannig að úrskurðarvald um niðurstöður kosninga sé ekki hjá Alþingi sjálfu. Þetta kemur fram í skýrslu landskjörstjórnar um alþingiskosningarnar 2024 sem birt hefur verið á vef Alþingis. Er þar vísað til alþingiskosninganna 2021, en framkvæmd þeirra og eftirmálar endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi voru mikið verið til umfjöllunar og nokkur eftirmál af þeim, þar með talið málarekstur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu að kosningunum loknum. Í skýrslunni bendir landskjörstjórn ennfremur á að ítrekað hafi verið bent á þörfina að taka fleiri ákvæði stjórnarskrár til endurskoðunar og varða framkvæmd kosninga, þar með talið ákvæði um að meðmælum fyrir forsetakosningar skuli safna í landsfjórðungum, að lengja þann 45 daga frest við þingrofskosningar sem komi fram í 24. grein stjórnarskrárinnar og sömuleiðis að meta hvort tilefni sé til að skoða hvort ákvæði um kjörgengi séu of ströng. Landskjörstjórn bendir á að frá gildistöku kosningalaga 1. janúar 2022 hafi ýmsir vankantar á þeim komið í ljós sem rekja megi til breytts tækniumhverfis og samfélagsaðstæðna sem hafi haft áhrif á framkvæmd laganna. Einnig sé að finna ákveðið innbyrðis ósamræmi í lögunum sem hafi komið í ljós við beitingu þeirra. Þrennar kosningar hafa farið fram frá gildistöku laganna í ársbyrjun 2022 og telur landskjörstjórn ljóst áfram sé tilefni til úrbóta. „Það þarf að yfirfara og samræma ýmis ákvæði í lögunum, með tilliti til ferla, hlutverka og ábyrgðar, með það að leiðarljósi að treysta örugga og skilvirka kosningaframkvæmd,“ segir í lokaorðum skýrslunnar Í skýrslunni er einnig farið yfir að áskorun sé að halda alþingiskosningar um hávetur þegar allra veðra sé von. Landskjörstjórn hafi lagt á það áherslu að stefna fólki ekki í hættu þótt komast þyrfti á kjörstað og flytja atkvæði á milli staða. Þegar á heildina er litið hafi framkvæmd kosninganna gengið vel og tímaáætlanir staðist þrátt fyrir hríðarbyl og óveður á köflum víðs vegar um landið. Alþingiskosningar 2024 Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu landskjörstjórnar um alþingiskosningarnar 2024 sem birt hefur verið á vef Alþingis. Er þar vísað til alþingiskosninganna 2021, en framkvæmd þeirra og eftirmálar endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi voru mikið verið til umfjöllunar og nokkur eftirmál af þeim, þar með talið málarekstur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu að kosningunum loknum. Í skýrslunni bendir landskjörstjórn ennfremur á að ítrekað hafi verið bent á þörfina að taka fleiri ákvæði stjórnarskrár til endurskoðunar og varða framkvæmd kosninga, þar með talið ákvæði um að meðmælum fyrir forsetakosningar skuli safna í landsfjórðungum, að lengja þann 45 daga frest við þingrofskosningar sem komi fram í 24. grein stjórnarskrárinnar og sömuleiðis að meta hvort tilefni sé til að skoða hvort ákvæði um kjörgengi séu of ströng. Landskjörstjórn bendir á að frá gildistöku kosningalaga 1. janúar 2022 hafi ýmsir vankantar á þeim komið í ljós sem rekja megi til breytts tækniumhverfis og samfélagsaðstæðna sem hafi haft áhrif á framkvæmd laganna. Einnig sé að finna ákveðið innbyrðis ósamræmi í lögunum sem hafi komið í ljós við beitingu þeirra. Þrennar kosningar hafa farið fram frá gildistöku laganna í ársbyrjun 2022 og telur landskjörstjórn ljóst áfram sé tilefni til úrbóta. „Það þarf að yfirfara og samræma ýmis ákvæði í lögunum, með tilliti til ferla, hlutverka og ábyrgðar, með það að leiðarljósi að treysta örugga og skilvirka kosningaframkvæmd,“ segir í lokaorðum skýrslunnar Í skýrslunni er einnig farið yfir að áskorun sé að halda alþingiskosningar um hávetur þegar allra veðra sé von. Landskjörstjórn hafi lagt á það áherslu að stefna fólki ekki í hættu þótt komast þyrfti á kjörstað og flytja atkvæði á milli staða. Þegar á heildina er litið hafi framkvæmd kosninganna gengið vel og tímaáætlanir staðist þrátt fyrir hríðarbyl og óveður á köflum víðs vegar um landið.
Alþingiskosningar 2024 Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels