Banna alla sem taka þátt í Steraleikunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2025 08:30 Hinn gríski Kristian Gkolomeev notar stera og segist hafa slegið heimsmet í skriðsundi. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Alþjóðasundsambandið er fyrsta alþjóðlega íþróttasambandið til að banna alla sem munu taka þátt í svokölluðum Steraleikum, keppni þar sem lyfjanotkun er leyfð. Bannið á við um alla sem taka þátt, hvort sem það eru keppendur, þjálfarar, liðsstjórar eða hvað annað. Steraleikarnir (e. The Enhanced Games) er viðburður sem ástralski auðjöfurinn Aron D'Souza stendur fyrir. Stefnt er á að halda þá í fyrsta skipti í Las Vegas á næsta ári. Þar verða engin lyfjapróf og íþróttafólkið kemst því upp með að neyta ólöglegra lyfja til að auka afreksgetu sína. Undanfarið hafa væntanlegir keppendur á Steraleikunum verið að sýna styrk sinn, tekið þátt í æfingabúðum og óformlegum keppnum. Skipuleggjendur leikanna héldu því nýlega fram að gríski sundkappinn Kristian Gkolomeev hafi synt 50 metra skriðsund á tímanum 20,89 sekúndum í lokuðum æfingabúðum. 0,02 sekúndum hraðar en Brasilíumaðurinn Cesar Cielo gerði þegar hann setti heimsmet í greininni árið 2009. Keppendur á sterum geta auðvitað ekki tekið þátt í venjulegum íþróttamótum þar sem er lyfjaprófað, en hafa valmöguleikann á því að hætta lyfjanotkun og snúa aftur til keppni í sinni íþrótt. Nú hefur sundsambandið hins vegar sett bann við því. BBC greinir frá. „Einstaklingar sem styðja, auglýsa eða taka þátt í íþróttaviðburðum þar sem lyfjanotkun er leyfð eða öðrum óhefðbundnum aðferðum er beitt mega ekki starfa fyrir alþjóðasundsambandið eða taka þátt í keppnum eða viðburðum á vegum þess“ segir í nýju viðurlögum sambandsins. Sund Ólympíuleikar Steraleikarnir Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira
Steraleikarnir (e. The Enhanced Games) er viðburður sem ástralski auðjöfurinn Aron D'Souza stendur fyrir. Stefnt er á að halda þá í fyrsta skipti í Las Vegas á næsta ári. Þar verða engin lyfjapróf og íþróttafólkið kemst því upp með að neyta ólöglegra lyfja til að auka afreksgetu sína. Undanfarið hafa væntanlegir keppendur á Steraleikunum verið að sýna styrk sinn, tekið þátt í æfingabúðum og óformlegum keppnum. Skipuleggjendur leikanna héldu því nýlega fram að gríski sundkappinn Kristian Gkolomeev hafi synt 50 metra skriðsund á tímanum 20,89 sekúndum í lokuðum æfingabúðum. 0,02 sekúndum hraðar en Brasilíumaðurinn Cesar Cielo gerði þegar hann setti heimsmet í greininni árið 2009. Keppendur á sterum geta auðvitað ekki tekið þátt í venjulegum íþróttamótum þar sem er lyfjaprófað, en hafa valmöguleikann á því að hætta lyfjanotkun og snúa aftur til keppni í sinni íþrótt. Nú hefur sundsambandið hins vegar sett bann við því. BBC greinir frá. „Einstaklingar sem styðja, auglýsa eða taka þátt í íþróttaviðburðum þar sem lyfjanotkun er leyfð eða öðrum óhefðbundnum aðferðum er beitt mega ekki starfa fyrir alþjóðasundsambandið eða taka þátt í keppnum eða viðburðum á vegum þess“ segir í nýju viðurlögum sambandsins.
Sund Ólympíuleikar Steraleikarnir Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira