Vill rannsaka störf sérstaks saksóknara eftir hrun Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2025 08:14 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar til að rannsaka sérstakan saksóknara og aðra sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008. Hún vill stofna þriggja manna nefnd til að kafa í störf sérstaks saksóknara og kanna hvort þau hafi verið í samræmi við lög og reglur, stjórnarskrá, stjórnsýslulög og annað sem við á. Nefndinni yrði einnig gert að rannsaka störf annarra stofnana og embættismanna sem tengdust störfum sérstaks saksóknara. Þar að auki yrði aðkoma annarra aðila eins og utanaðkomandi sérfræðinga sem embætti sérstaks saksóknara leitaði til, einnig könnuð. Guðrún greindi frá þessum ætlunum sínum á þingi í síðasta máli og vísaði hún þá til gagnaleka frá embætti sérstaks saksóknara. Þá svaraði Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra Guðrúnu fullum hálsi og sagðist meðal annars hafa óskað eftir upplýsingum um málið, það hefði einnig verið gert af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins og þar að auki væri málið til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt tillögu Guðrúnar yrði nefndinni gert að skila Alþingi skýrslu með niðurstöðum og tillögum að úrbótum ekki seinna en ári eftir að hún verði skipuð. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að embætti sérstaks saksóknara hafi hafið störf við afar óvenjulegar aðstæður í íslensku samfélagi. Ýjað er að því að embættið hafi verið stofnað til að sefa reiði almennings en ekki gæta hlutlægni eða stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga. Þar segir enn fremur að vinnubrögð sérstaks saksóknara og annarra eftirlitsaðila hafi lengi verið gagnrýnd af lögfræðingum og lögmönnum. Sú gagnrýni hafi að miklu leyti snúið að símahlustunum, handtökum og öðrum þvingunarráðstöfunum. Í tillögunni er lagt til að nefndin, verði hún stofnuð, leggi sérstaka áherslu á að kanna hvort réttindi sakborninga hafi verið virt við rannsóknir hjá embætti sérstaks saksóknara. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Hrunið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Hún vill stofna þriggja manna nefnd til að kafa í störf sérstaks saksóknara og kanna hvort þau hafi verið í samræmi við lög og reglur, stjórnarskrá, stjórnsýslulög og annað sem við á. Nefndinni yrði einnig gert að rannsaka störf annarra stofnana og embættismanna sem tengdust störfum sérstaks saksóknara. Þar að auki yrði aðkoma annarra aðila eins og utanaðkomandi sérfræðinga sem embætti sérstaks saksóknara leitaði til, einnig könnuð. Guðrún greindi frá þessum ætlunum sínum á þingi í síðasta máli og vísaði hún þá til gagnaleka frá embætti sérstaks saksóknara. Þá svaraði Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra Guðrúnu fullum hálsi og sagðist meðal annars hafa óskað eftir upplýsingum um málið, það hefði einnig verið gert af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins og þar að auki væri málið til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt tillögu Guðrúnar yrði nefndinni gert að skila Alþingi skýrslu með niðurstöðum og tillögum að úrbótum ekki seinna en ári eftir að hún verði skipuð. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að embætti sérstaks saksóknara hafi hafið störf við afar óvenjulegar aðstæður í íslensku samfélagi. Ýjað er að því að embættið hafi verið stofnað til að sefa reiði almennings en ekki gæta hlutlægni eða stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga. Þar segir enn fremur að vinnubrögð sérstaks saksóknara og annarra eftirlitsaðila hafi lengi verið gagnrýnd af lögfræðingum og lögmönnum. Sú gagnrýni hafi að miklu leyti snúið að símahlustunum, handtökum og öðrum þvingunarráðstöfunum. Í tillögunni er lagt til að nefndin, verði hún stofnuð, leggi sérstaka áherslu á að kanna hvort réttindi sakborninga hafi verið virt við rannsóknir hjá embætti sérstaks saksóknara.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Hrunið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira