Inga endurvekur 25 metra regluna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2025 14:12 Inga Sæland hefur gert breytingu á byggingarreglugerð. Vísir/Anton Brink Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur gert breytingar á byggingarreglugerð sem fela í sér að bílastæði fyrir hreyfihamlaða megi ekki vera meira en 25 metrum frá aðalinngangi bygginga. Ákvæði þess efnis var fellt út árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með breytingunni sé kveðið á um að bílastæðin skuli standa sem næst aðalinngangi, og ekki fjær þeim en 25 metrum. „Áður leyfði reglugerðin framkvæmdaaðilum að staðsetja bílastæði fyrir hreyfihamlaða yst á bílastæðum og sem lengst frá inngangi. En ekki lengur,“ er haft eftir Ingu. Fært til samræmis við önnur Norðurlönd Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í og breyta reglugerðinni. Reglan um 25 metra gildi alls staðar á Norðurlöndum. Hið sama eigi að gilda um Ísland. „Gleymum því aldrei að samfélagið okkar er fyrir okkur öll. Til að svo megi verða þurfum við að tryggja aðgengi fyrir alla.“ Í tilkynningunni segir að ákvæði um 25 metra hámarksfjarlægð bílastæða fyrir hreyfihamlaða frá aðalinngangi hafi verið fellt brott úr reglugerðinni árið 2016. Nú hafi það verið sett inn á nýjan leik. Bílastæði bitbein í Kópavogi Á mánudag var sagt frá því að Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi Vina Kópavogs í Kópavogi, teldi vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Fyrirhugað sé að bílastæði verði langt frá húsunum, og að hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómetra fram og til baka í bílastæði. Bæjarstjórn samþykkti í vikunni að byggingaráform séu í samræmi við deiliskipulag og eru næstu skref að fá niðurrifs- og byggingarleyfi. Að því loknu er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist. Bæjarstjóri sagði í tilkynningu í vikunni að stefnt væri að því að halda íbúafund og halda íbúum upplýstum. Hún fagnaði framkvæmdinni og að á reitnum væri hægt að byggja upp „nýtt hjarta“ fyrir miðborg bæjarins. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Bílastæði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með breytingunni sé kveðið á um að bílastæðin skuli standa sem næst aðalinngangi, og ekki fjær þeim en 25 metrum. „Áður leyfði reglugerðin framkvæmdaaðilum að staðsetja bílastæði fyrir hreyfihamlaða yst á bílastæðum og sem lengst frá inngangi. En ekki lengur,“ er haft eftir Ingu. Fært til samræmis við önnur Norðurlönd Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í og breyta reglugerðinni. Reglan um 25 metra gildi alls staðar á Norðurlöndum. Hið sama eigi að gilda um Ísland. „Gleymum því aldrei að samfélagið okkar er fyrir okkur öll. Til að svo megi verða þurfum við að tryggja aðgengi fyrir alla.“ Í tilkynningunni segir að ákvæði um 25 metra hámarksfjarlægð bílastæða fyrir hreyfihamlaða frá aðalinngangi hafi verið fellt brott úr reglugerðinni árið 2016. Nú hafi það verið sett inn á nýjan leik. Bílastæði bitbein í Kópavogi Á mánudag var sagt frá því að Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi Vina Kópavogs í Kópavogi, teldi vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Fyrirhugað sé að bílastæði verði langt frá húsunum, og að hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómetra fram og til baka í bílastæði. Bæjarstjórn samþykkti í vikunni að byggingaráform séu í samræmi við deiliskipulag og eru næstu skref að fá niðurrifs- og byggingarleyfi. Að því loknu er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist. Bæjarstjóri sagði í tilkynningu í vikunni að stefnt væri að því að halda íbúafund og halda íbúum upplýstum. Hún fagnaði framkvæmdinni og að á reitnum væri hægt að byggja upp „nýtt hjarta“ fyrir miðborg bæjarins.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Bílastæði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira