„Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 17:05 Blístrið virðist einungis óma um Laugarneshverfi í norðanátt. Vísir/Vilhelm Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. Vísir hefur áður fjallað um dularfullt ýl eða flaut sem hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst hefur verið hvaðan hljóðið kemur. Í ofsaveðri síðustu daga hefur það enn og aftur látið á sér kræla. Sjá einnig: Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Meðlimur á íbúasíðu Laugarneshverfisins bað íbúa fyrr í dag um að „drekkja Heilbrigðiseftirlitinu í tölvupóstum“ svo það komist ekki upp með að hundsa þá. Aðrir meðlimir taka undir í athugasemdakerfinu, og segjast einhverjir vansvefta vegna þess. Einn meðlimur birti myndskeið tekið á Hallgerðargötu þar sem vel heyrist í umræddu blístri, eins og heyra má hér að neðan. Íbúar við Silfurteig, Otrateig, og Sundlaugaveg segjast í athugasemdum jafnframt hafa orðið varir við hljóðið. Svalahandrið mögulegur sökudólgur Berglind Kristgeirsdóttir íbúi á Hallgerðargötu til fjögurra ára segist í samtali við fréttastofu fyrst hafa orðið vör við hljóðið þegar nýjar blokkir fóru að rísa við götuna. Henni þykir líklegt að hljóðið verði til þegar vindur úr norðanátt blæs á svalahandrið nýbygginga í götunni, en þorir ekki að fullyrða um það. „Ég veit bara að ef það er norðanátt þá byrjar að flauta þannig að ég sef alveg. En fyrstu tvo veturna þegar þetta byrjaði svaf ég ekki neitt,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Íbúi á Laugarnesvegi, sem liggur að hluta til við hlið Hallgerðargötu, segir hljóðið heyrast á tiltölulega þröngu svæði en Hallgerðargatan sé undirlögð hljóðinu þegar það heyrist. Hann kveðst ekki hafa sofið síðustu tvo sólarhringa, þegar miklir vindar riðu yfir, vegna hljóðsins. Reykjavík Húsnæðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Vísir hefur áður fjallað um dularfullt ýl eða flaut sem hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst hefur verið hvaðan hljóðið kemur. Í ofsaveðri síðustu daga hefur það enn og aftur látið á sér kræla. Sjá einnig: Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Meðlimur á íbúasíðu Laugarneshverfisins bað íbúa fyrr í dag um að „drekkja Heilbrigðiseftirlitinu í tölvupóstum“ svo það komist ekki upp með að hundsa þá. Aðrir meðlimir taka undir í athugasemdakerfinu, og segjast einhverjir vansvefta vegna þess. Einn meðlimur birti myndskeið tekið á Hallgerðargötu þar sem vel heyrist í umræddu blístri, eins og heyra má hér að neðan. Íbúar við Silfurteig, Otrateig, og Sundlaugaveg segjast í athugasemdum jafnframt hafa orðið varir við hljóðið. Svalahandrið mögulegur sökudólgur Berglind Kristgeirsdóttir íbúi á Hallgerðargötu til fjögurra ára segist í samtali við fréttastofu fyrst hafa orðið vör við hljóðið þegar nýjar blokkir fóru að rísa við götuna. Henni þykir líklegt að hljóðið verði til þegar vindur úr norðanátt blæs á svalahandrið nýbygginga í götunni, en þorir ekki að fullyrða um það. „Ég veit bara að ef það er norðanátt þá byrjar að flauta þannig að ég sef alveg. En fyrstu tvo veturna þegar þetta byrjaði svaf ég ekki neitt,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Íbúi á Laugarnesvegi, sem liggur að hluta til við hlið Hallgerðargötu, segir hljóðið heyrast á tiltölulega þröngu svæði en Hallgerðargatan sé undirlögð hljóðinu þegar það heyrist. Hann kveðst ekki hafa sofið síðustu tvo sólarhringa, þegar miklir vindar riðu yfir, vegna hljóðsins.
Reykjavík Húsnæðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira