„Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 17:05 Blístrið virðist einungis óma um Laugarneshverfi í norðanátt. Vísir/Vilhelm Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. Vísir hefur áður fjallað um dularfullt ýl eða flaut sem hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst hefur verið hvaðan hljóðið kemur. Í ofsaveðri síðustu daga hefur það enn og aftur látið á sér kræla. Sjá einnig: Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Meðlimur á íbúasíðu Laugarneshverfisins bað íbúa fyrr í dag um að „drekkja Heilbrigðiseftirlitinu í tölvupóstum“ svo það komist ekki upp með að hundsa þá. Aðrir meðlimir taka undir í athugasemdakerfinu, og segjast einhverjir vansvefta vegna þess. Einn meðlimur birti myndskeið tekið á Hallgerðargötu þar sem vel heyrist í umræddu blístri, eins og heyra má hér að neðan. Íbúar við Silfurteig, Otrateig, og Sundlaugaveg segjast í athugasemdum jafnframt hafa orðið varir við hljóðið. Svalahandrið mögulegur sökudólgur Berglind Kristgeirsdóttir íbúi á Hallgerðargötu til fjögurra ára segist í samtali við fréttastofu fyrst hafa orðið vör við hljóðið þegar nýjar blokkir fóru að rísa við götuna. Henni þykir líklegt að hljóðið verði til þegar vindur úr norðanátt blæs á svalahandrið nýbygginga í götunni, en þorir ekki að fullyrða um það. „Ég veit bara að ef það er norðanátt þá byrjar að flauta þannig að ég sef alveg. En fyrstu tvo veturna þegar þetta byrjaði svaf ég ekki neitt,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Íbúi á Laugarnesvegi, sem liggur að hluta til við hlið Hallgerðargötu, segir hljóðið heyrast á tiltölulega þröngu svæði en Hallgerðargatan sé undirlögð hljóðinu þegar það heyrist. Hann kveðst ekki hafa sofið síðustu tvo sólarhringa, þegar miklir vindar riðu yfir, vegna hljóðsins. Reykjavík Húsnæðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Vísir hefur áður fjallað um dularfullt ýl eða flaut sem hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst hefur verið hvaðan hljóðið kemur. Í ofsaveðri síðustu daga hefur það enn og aftur látið á sér kræla. Sjá einnig: Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Meðlimur á íbúasíðu Laugarneshverfisins bað íbúa fyrr í dag um að „drekkja Heilbrigðiseftirlitinu í tölvupóstum“ svo það komist ekki upp með að hundsa þá. Aðrir meðlimir taka undir í athugasemdakerfinu, og segjast einhverjir vansvefta vegna þess. Einn meðlimur birti myndskeið tekið á Hallgerðargötu þar sem vel heyrist í umræddu blístri, eins og heyra má hér að neðan. Íbúar við Silfurteig, Otrateig, og Sundlaugaveg segjast í athugasemdum jafnframt hafa orðið varir við hljóðið. Svalahandrið mögulegur sökudólgur Berglind Kristgeirsdóttir íbúi á Hallgerðargötu til fjögurra ára segist í samtali við fréttastofu fyrst hafa orðið vör við hljóðið þegar nýjar blokkir fóru að rísa við götuna. Henni þykir líklegt að hljóðið verði til þegar vindur úr norðanátt blæs á svalahandrið nýbygginga í götunni, en þorir ekki að fullyrða um það. „Ég veit bara að ef það er norðanátt þá byrjar að flauta þannig að ég sef alveg. En fyrstu tvo veturna þegar þetta byrjaði svaf ég ekki neitt,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Íbúi á Laugarnesvegi, sem liggur að hluta til við hlið Hallgerðargötu, segir hljóðið heyrast á tiltölulega þröngu svæði en Hallgerðargatan sé undirlögð hljóðinu þegar það heyrist. Hann kveðst ekki hafa sofið síðustu tvo sólarhringa, þegar miklir vindar riðu yfir, vegna hljóðsins.
Reykjavík Húsnæðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira