Telja rúmensk glæpagengi smygla matarsendlum inn í Ósló Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 17:24 Rúmenum og rúmenskum bílum flæðir inn í Noreg og lögreglu grunar að glæpahópar stundi mansal í Ósló og ráði fórnarlömbin sem matarsendla, m.a. hjá Wolt. Mynd úr safni. Mika Baumeister Lögrelan í Ósló óttast að rúmensk glæpagengi séu búin að leggja undir sig matarsendlamarkaðinn í borginni. Rúmenum sem koma til Noregs hefur snarfjölgað og lögreglan óttast að mögulega sé um mansal að ræða. Norska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglumönnum að glæpagengi reyni ítrekað að ráða rúmenska matarsendla til sín í vinnu. Glæpahóparnir safni gjarnan persónuupplýsingum og setji upp reikninga í nafni sendla ýmist hjá Wolt eða Foodora. Sendlarnir fari síðan í hefðbundna sendiferðir en höfuðpaurarnir fái geitt megni teknanna. Lögreglan segir að svokallaðir „reddarar“ ráði til sín fólk gegnum samfélagsmiðla og taki á móti því þegar þeir koma til Noregs. „Þá fá þeir hjálp við að skaffa sér d-númeri [bráðabirgðakennitölu], heimilisfangi, bifreið eða notendaaðgang til að vinna á,“ útskýrir Lasse Johnsen hjá lögreglunni í Ósló, í samtali við NRK. Norski ríkismiðillin segist hafa fundið fjölda rúmenskra Facebook-hópa þar sem fólk kaupir, selur eða leigir út sendlareikninga hjá Wolt eða Foodora. Yfirleitt hafa höfuðpaurar yfirsjón með fjárstreymi og halda öllum laun eða hluta af launum sendlanna fyrir sig, að sögn lögreglu. „Hér eru þetta oft viðkvæmir hópar sem koma til landsins og eru misnotaðir,“ segir Johnsen lögreglumaður, sem staðfestir enn fremur að lögreglan líti á þetta sem skipulagða glæpastarfsemi. Samkvæmt könnun NRK voru 280 af nýjum reikningum hjá sendlafyrirtækjum árið 2024 sem höfðu rúmenska eigendur. Margir sendlar eru einnig skráðir á sama heimilisfang. Á einu heimilisfangi í Ósló eru 40 sendlar skráðir. Sum „venjuleg“ heimilisföng eru ekki einu sinni heimili, að sögn miðilsins. Til dæmis séu fjöldi þeirra skráð heimilisfang félagsheimilis Kirkjunnar við Tøyen í Ósló. Norska ríkisútvarpið ræddi einnig við „Alexandru“, sem vann sem sendill í Ósló í fyrra og lýsir löngum vöktum og lágum launum. Eftir að hafa unnið nær alla daga í tvo mánuði hafi hann fengið samtals um þúsund evrur greiddar, eða 146 þúsund íslenskar krónur. „Það var ein mannekja í Rúmeníu sem stýrði öllu og önnur í Ósló sem var „bækistöð“ hans,“ hefur NRK eftir „Alexandru“. Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira
Norska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglumönnum að glæpagengi reyni ítrekað að ráða rúmenska matarsendla til sín í vinnu. Glæpahóparnir safni gjarnan persónuupplýsingum og setji upp reikninga í nafni sendla ýmist hjá Wolt eða Foodora. Sendlarnir fari síðan í hefðbundna sendiferðir en höfuðpaurarnir fái geitt megni teknanna. Lögreglan segir að svokallaðir „reddarar“ ráði til sín fólk gegnum samfélagsmiðla og taki á móti því þegar þeir koma til Noregs. „Þá fá þeir hjálp við að skaffa sér d-númeri [bráðabirgðakennitölu], heimilisfangi, bifreið eða notendaaðgang til að vinna á,“ útskýrir Lasse Johnsen hjá lögreglunni í Ósló, í samtali við NRK. Norski ríkismiðillin segist hafa fundið fjölda rúmenskra Facebook-hópa þar sem fólk kaupir, selur eða leigir út sendlareikninga hjá Wolt eða Foodora. Yfirleitt hafa höfuðpaurar yfirsjón með fjárstreymi og halda öllum laun eða hluta af launum sendlanna fyrir sig, að sögn lögreglu. „Hér eru þetta oft viðkvæmir hópar sem koma til landsins og eru misnotaðir,“ segir Johnsen lögreglumaður, sem staðfestir enn fremur að lögreglan líti á þetta sem skipulagða glæpastarfsemi. Samkvæmt könnun NRK voru 280 af nýjum reikningum hjá sendlafyrirtækjum árið 2024 sem höfðu rúmenska eigendur. Margir sendlar eru einnig skráðir á sama heimilisfang. Á einu heimilisfangi í Ósló eru 40 sendlar skráðir. Sum „venjuleg“ heimilisföng eru ekki einu sinni heimili, að sögn miðilsins. Til dæmis séu fjöldi þeirra skráð heimilisfang félagsheimilis Kirkjunnar við Tøyen í Ósló. Norska ríkisútvarpið ræddi einnig við „Alexandru“, sem vann sem sendill í Ósló í fyrra og lýsir löngum vöktum og lágum launum. Eftir að hafa unnið nær alla daga í tvo mánuði hafi hann fengið samtals um þúsund evrur greiddar, eða 146 þúsund íslenskar krónur. „Það var ein mannekja í Rúmeníu sem stýrði öllu og önnur í Ósló sem var „bækistöð“ hans,“ hefur NRK eftir „Alexandru“.
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira