Nýliðar KR semja við landsliðskonu sem er dóttir fyrrum fyrirliða karlaliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2025 17:00 Kristrún Ríkey Ólafsdóttir er komin í KR þar sem faðir hennar gerði garðinn frægan á sínum tíma. @krbasket/Antonio Otto Rabasca Nýliðar KR í Bónus deild kvenna í körfubolta eru byrjaðir að styrja liðið sitt fyrir komandi tímabil. KR tryggði sér sæti í Bónus deildinni með því að vinna umspil 1. deildar kvenna. KR hafði verið utan efstu deildar í nokkur ár en ætla nú að stimpla sig inn í deildina á nýjan leik. Körfuknattleiksdeild KR hefur nú samið við Kristrúnu Ríkeyju Ólafsdóttur en hún gerir tveggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. Kristrún er fædd árið 2004 og leikur í stöðu framherja. Hún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Þór Akureyri tímabilið 2018-19 þá aðeins fjórtán ára gömul. Kristrún lék svo einnig með Haukum og nú síðast Hamar/Þór í Bónusdeild kvenna á liðnu tímabili. Fyrr á þessu ári var Kristrún valin í tólf manna landsliðshóp A-landsliðs kvenna fyrir útileiki gegn Tyrklandi og Slóvakíu í undankeppni EM kvenna. Þess má til gamans geta að með komu sinni til félagsins fetar Kristrún í fótspor föður síns en hún er dóttir KR-ingsins og fyrrum landsliðsmannsins Ólafs Jóns Ormssonar. Ólafur gerði garðinn frægan með liði KR á árunum 1996-2002, en það ber auðvitað hæst árið 2000 þegar hann leiddi Íslandsmeistaralið KR sem fyrirliði. Ólafur var jafnframt valinn körfuboltamaður ársins það sama ár. „Mér líst mjög vel á að koma loksins í KR. Það eru spennandi tímar og mikil áskorun framundan sem ég hlakka til að takast á við með stelpunum og Danna,“ sagði Kristrún Ríkey Ólafsdóttir, nýr leikmaður KR, við miðla KR. „Ég er gríðarlega ánægður að Kristrún hafi ákveðið að taka slaginn með okkur. Hún er fjölhæfur leikmaður með reynslu í efstu deild sem mun nýtast vel í ungan og efnilegan hóp KR-inga sem stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu í haust,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR-liðsins. View this post on Instagram A post shared by KR Körfubolti (@krbasket) Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
KR tryggði sér sæti í Bónus deildinni með því að vinna umspil 1. deildar kvenna. KR hafði verið utan efstu deildar í nokkur ár en ætla nú að stimpla sig inn í deildina á nýjan leik. Körfuknattleiksdeild KR hefur nú samið við Kristrúnu Ríkeyju Ólafsdóttur en hún gerir tveggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. Kristrún er fædd árið 2004 og leikur í stöðu framherja. Hún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Þór Akureyri tímabilið 2018-19 þá aðeins fjórtán ára gömul. Kristrún lék svo einnig með Haukum og nú síðast Hamar/Þór í Bónusdeild kvenna á liðnu tímabili. Fyrr á þessu ári var Kristrún valin í tólf manna landsliðshóp A-landsliðs kvenna fyrir útileiki gegn Tyrklandi og Slóvakíu í undankeppni EM kvenna. Þess má til gamans geta að með komu sinni til félagsins fetar Kristrún í fótspor föður síns en hún er dóttir KR-ingsins og fyrrum landsliðsmannsins Ólafs Jóns Ormssonar. Ólafur gerði garðinn frægan með liði KR á árunum 1996-2002, en það ber auðvitað hæst árið 2000 þegar hann leiddi Íslandsmeistaralið KR sem fyrirliði. Ólafur var jafnframt valinn körfuboltamaður ársins það sama ár. „Mér líst mjög vel á að koma loksins í KR. Það eru spennandi tímar og mikil áskorun framundan sem ég hlakka til að takast á við með stelpunum og Danna,“ sagði Kristrún Ríkey Ólafsdóttir, nýr leikmaður KR, við miðla KR. „Ég er gríðarlega ánægður að Kristrún hafi ákveðið að taka slaginn með okkur. Hún er fjölhæfur leikmaður með reynslu í efstu deild sem mun nýtast vel í ungan og efnilegan hóp KR-inga sem stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu í haust,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR-liðsins. View this post on Instagram A post shared by KR Körfubolti (@krbasket)
Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira