Leiðin til Parísar (bókstaflega) Ólafur St. Arnarsson skrifar 5. júní 2025 09:30 Annar hver Svíi segist hafa valið umhverfisvænni farkost einu sinni eða oftar til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Umhverfisþenkjandi Stokkhólmsbúi spyr sig hvort hann eigi að fljúga til Spánar og losa 442 kg CO2e eða taka lest og losa 26 kg CO2e. Lestarferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna tekur 34 klukkustundir. Það er langt ferðalag. Ef hægt er að gista í lestinni hluta leiðarinnar verður ferðalagið þó þolanlegra. Evrópubúar virðast vera að átta sig á þessu. Tvöföldun hefur orðið síðustu ár í fjölda þeirra farþega í Evrópu sem taka næturlest með gistiaðstöðu. Það er þróun sem er Evrópusambandinu að skapi því það stefnir að 55% minni losun árið 2030 en árið 1990. Ísland er með í því. Í samgöngum er mantran sú að fljúga minna og taka frekar lest, ferju eða rútu. Einnig er ráðlagt að reyna að dvelja lengur og fara í færri ferðalög heldur en í mörg stutt ferðalög. Það er jafn langt frá Reykjavík til Parísar og frá Stokkhólmi til Barselóna. Hvaða valkostir bjóðast umhverfisþenkjandi Reykvíkingi þegar hann íhugar að sækja Parísarbúa heim? Ef taka á lest, ferju eða rútu er bara einn annar valmöguleiki, þökk sé færeyingum. Ferðalagið frá Reykjavík til Parísar byrjar á leið 57 til Akureyrar klukkan 9:00. Á Akureyri þarf að bíða til klukkan 8:00 daginn eftir eða í 16 klukkutíma og 31 mínútu eftir að leið 56 fari af stað til Egilsstaða. Á Egilsstöðum þarf að bíða í 4 klukkutíma og 38 mínútur eða þangað til klukkan 16:00 eftir að leið 93 fari af stað til Seyðisfjarðar. Á Seyðisfirði þarf að bíða í 3 klukkutíma og 20 mínútur eða til klukkan 20:00 eftir því að ferjan Norröna fari af stað til Hirtshals í Danmörku. Tveimur dögum og 15 klukkustundum síðar eða klukkan 11:00 þarf að hlaupa tæpa fjóra kílómetra frá löndunarstað Norrönu í Hirtshals á lestarstöðina og taka lest RE76 til Hjörring klukkan 11:30. Í Hjörring þarf að bíða í átta mínútur eftir lest RE75 til Álaborgar sem fer af stað klukkan 12:04. Í Álaborg þarf að bíða í 24 mínútur til þess að ná lest IC 4164 sem fer klukkan 13:09 til Kolding. Í Kolding þarf að bíða í tvo klukkutíma og ellefu mínútur eftir lest EC 399 sem fer klukkan 18:15 til Hamborg. Í Hamborg þarf að bíða í klukkutíma eftir næturlest NJ 471 sem fer klukkan 22:08 til Karlsruhe. Að lokum bíða 89 mínútur í Karlsruhe eftir lest TGV 9578 sem fer klukkan 7:32 til Parísar. Lestin er komin til Parísar klukkan 10:06. Ferðalagið í heild sinni tekur fimm daga eða nákvæmlega 121 klukkustund með 9 skiptingum. Þar af er beðið í 29 klukkustundir. Ferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna er hins vegar 34 klukkustundir með 4 skiptingum og 6 klukkustunda biðtíma. Og hvert skyldi kolefnisspor þessarar ferðar frá Reykjavík til Parísar vera fyrir hinn umhverfisþenkjandi Reykvíking? Búinn að ferðaðist með rútu, ferju og lestum eins og Evrópusambandið ráðleggur. Jú það er umtalsvert minna. Kolefnissporið er líklegast um 111 kg CO2e sem er samt fjórum sinnum meira en Stokkhólmsbúinn sem fór til Barselóna jafn langa leið. Þökk sé færeyingum býðst kolefnisvænni leið en flug milli Íslands og Evrópu. Stór hluti þessa ferðalags er þó knúið af jarðefnaeldsneyti. Allar rúturnar sem þarf að taka frá Reykjavík til Seyðisfjarðar eru knúnar jarðefnaeldsneyti. Ferjan Norröna er knúin jarðefnaelsneyti. Lestirnar tvær sem þarf að taka frá Hirtshals til Kolding eru knúnar jarðefnaeldsneyti. En í Kolding er loksins hægt að velja lestir til Parísar sem ekki eru knúnar jarðefnaeldsneyti og með verulega lægra kolefnisspor. Kolefnisvæna ferðalagið Reykjavík-París losar fjórum sinnum meira en Stokkhólm-Barselóna, tekur fjórum sinnum lengri tíma og skiptingar milli farkosta eru tvöfalt oftar. Biðtíminn í Reykjavík-París ferðinni er nánast jafn langur og í ferðalagið Stokkhólm-Barselóna í heild sinni. Lengst er beðið á Akureyri því tenging Strætó við Norröna tekur ekkert mið af komum og brottförum Norrönu. Af hverju Strætó miði ferðir sínar við komur og brottfarir Herjólfs en ekki Norrönu er rannsóknarefni. Parísarsamkomulagið miðast við 1,5° hlýnun. Lifnaðarhættir sem miðast við að virða það samkomulag þýðir að losun hvers og eins jarðarbúa má ekki vera meiri en 2,3 tonn CO2e á ári. Eftir helgarferð til Parísar með flugi hefur maður eytt þriðjungi þess. Höfundur starfar m.a. við loftslagsmál hjá Landi og Skógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Annar hver Svíi segist hafa valið umhverfisvænni farkost einu sinni eða oftar til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Umhverfisþenkjandi Stokkhólmsbúi spyr sig hvort hann eigi að fljúga til Spánar og losa 442 kg CO2e eða taka lest og losa 26 kg CO2e. Lestarferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna tekur 34 klukkustundir. Það er langt ferðalag. Ef hægt er að gista í lestinni hluta leiðarinnar verður ferðalagið þó þolanlegra. Evrópubúar virðast vera að átta sig á þessu. Tvöföldun hefur orðið síðustu ár í fjölda þeirra farþega í Evrópu sem taka næturlest með gistiaðstöðu. Það er þróun sem er Evrópusambandinu að skapi því það stefnir að 55% minni losun árið 2030 en árið 1990. Ísland er með í því. Í samgöngum er mantran sú að fljúga minna og taka frekar lest, ferju eða rútu. Einnig er ráðlagt að reyna að dvelja lengur og fara í færri ferðalög heldur en í mörg stutt ferðalög. Það er jafn langt frá Reykjavík til Parísar og frá Stokkhólmi til Barselóna. Hvaða valkostir bjóðast umhverfisþenkjandi Reykvíkingi þegar hann íhugar að sækja Parísarbúa heim? Ef taka á lest, ferju eða rútu er bara einn annar valmöguleiki, þökk sé færeyingum. Ferðalagið frá Reykjavík til Parísar byrjar á leið 57 til Akureyrar klukkan 9:00. Á Akureyri þarf að bíða til klukkan 8:00 daginn eftir eða í 16 klukkutíma og 31 mínútu eftir að leið 56 fari af stað til Egilsstaða. Á Egilsstöðum þarf að bíða í 4 klukkutíma og 38 mínútur eða þangað til klukkan 16:00 eftir að leið 93 fari af stað til Seyðisfjarðar. Á Seyðisfirði þarf að bíða í 3 klukkutíma og 20 mínútur eða til klukkan 20:00 eftir því að ferjan Norröna fari af stað til Hirtshals í Danmörku. Tveimur dögum og 15 klukkustundum síðar eða klukkan 11:00 þarf að hlaupa tæpa fjóra kílómetra frá löndunarstað Norrönu í Hirtshals á lestarstöðina og taka lest RE76 til Hjörring klukkan 11:30. Í Hjörring þarf að bíða í átta mínútur eftir lest RE75 til Álaborgar sem fer af stað klukkan 12:04. Í Álaborg þarf að bíða í 24 mínútur til þess að ná lest IC 4164 sem fer klukkan 13:09 til Kolding. Í Kolding þarf að bíða í tvo klukkutíma og ellefu mínútur eftir lest EC 399 sem fer klukkan 18:15 til Hamborg. Í Hamborg þarf að bíða í klukkutíma eftir næturlest NJ 471 sem fer klukkan 22:08 til Karlsruhe. Að lokum bíða 89 mínútur í Karlsruhe eftir lest TGV 9578 sem fer klukkan 7:32 til Parísar. Lestin er komin til Parísar klukkan 10:06. Ferðalagið í heild sinni tekur fimm daga eða nákvæmlega 121 klukkustund með 9 skiptingum. Þar af er beðið í 29 klukkustundir. Ferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna er hins vegar 34 klukkustundir með 4 skiptingum og 6 klukkustunda biðtíma. Og hvert skyldi kolefnisspor þessarar ferðar frá Reykjavík til Parísar vera fyrir hinn umhverfisþenkjandi Reykvíking? Búinn að ferðaðist með rútu, ferju og lestum eins og Evrópusambandið ráðleggur. Jú það er umtalsvert minna. Kolefnissporið er líklegast um 111 kg CO2e sem er samt fjórum sinnum meira en Stokkhólmsbúinn sem fór til Barselóna jafn langa leið. Þökk sé færeyingum býðst kolefnisvænni leið en flug milli Íslands og Evrópu. Stór hluti þessa ferðalags er þó knúið af jarðefnaeldsneyti. Allar rúturnar sem þarf að taka frá Reykjavík til Seyðisfjarðar eru knúnar jarðefnaeldsneyti. Ferjan Norröna er knúin jarðefnaelsneyti. Lestirnar tvær sem þarf að taka frá Hirtshals til Kolding eru knúnar jarðefnaeldsneyti. En í Kolding er loksins hægt að velja lestir til Parísar sem ekki eru knúnar jarðefnaeldsneyti og með verulega lægra kolefnisspor. Kolefnisvæna ferðalagið Reykjavík-París losar fjórum sinnum meira en Stokkhólm-Barselóna, tekur fjórum sinnum lengri tíma og skiptingar milli farkosta eru tvöfalt oftar. Biðtíminn í Reykjavík-París ferðinni er nánast jafn langur og í ferðalagið Stokkhólm-Barselóna í heild sinni. Lengst er beðið á Akureyri því tenging Strætó við Norröna tekur ekkert mið af komum og brottförum Norrönu. Af hverju Strætó miði ferðir sínar við komur og brottfarir Herjólfs en ekki Norrönu er rannsóknarefni. Parísarsamkomulagið miðast við 1,5° hlýnun. Lifnaðarhættir sem miðast við að virða það samkomulag þýðir að losun hvers og eins jarðarbúa má ekki vera meiri en 2,3 tonn CO2e á ári. Eftir helgarferð til Parísar með flugi hefur maður eytt þriðjungi þess. Höfundur starfar m.a. við loftslagsmál hjá Landi og Skógi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun