Dæmdur 10-0 sigur og titillinn í höfn eftir mikið hneyksli Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 13:00 Leikmenn AEK Aþenu neituðu að hefja leik í Skopje. Núna hefur liðinu verið dæmt 10-0 tap. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Eins og alþjóð veit eru Valskonur Evrópubikarmeistarar í handbolta í ár. Karlamegin er nú loks einnig búið að útnefna sigurvegara, eftir mikið hneyksli. Evrópubikarinn, sem er þriðja sterkasta Evrópukeppnin, er nú kominn í hendur lærisveina Kirils Lazarov í norður-makedónska liðinu Alkaloid. Liðinu hefur nefnilega verið úrskurðaður 10-0 sigur í seinni leik sínum við AEK Aþenu í úrslitaeinvíginu. Alkaloid hafði unnið fyrri leikinn í Grikklandi 29-25 en leikur liðanna í Skopje 25. maí náði hins vegar aldrei að hefjast. Skýringar liðanna á því eru ólíkar en niðurstaða EHF er skýr um að AEK hafi borið að spila leikinn en ekki gert það og teljist því hafa tapað leiknum. Leikmenn AEK voru þó mættir í höllina en enduðu á að neita að spila leikinn. Skýringar AEK á því eru þær að hluta af stuðningsmönnum liðsins hafi ekki verið hleypt inn í Norður-Makedóníu. Félagið hafi viljað sýna þeim stuðning með því að neita að spila. Leikmenn Alkaloid klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum sem fengu ekki að sjá neinn leik spilaðan, þann 25. maí.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI „Það ætti enginn í heiminum að mega sýna slíkt óréttlæti sem yfirvöld í Skopje gerðu: Á öryggisfundi í morgun ákváðu þau að meina sumum stuðningsmanna okkar inngöngu í landið,“ skrifaði gríska félagið. Skýringar Alkaloid voru aðrar. Í norður-makedónskum miðlum sagði að þó að AEK hefði aðeins fengið úthlutað 200 miðum þá hefðu 500 stuðningsmenn liðsins ætlað sér að ferðast á leikinn. Engum með miða á leikinn hefði verið meinað að koma til landsins. Í úrskurði EHF í dag segir að þessi úrskurður snúi aðeins að úrslitunum í leiknum. Alkaloid teljist hafa unnið Evrópubikarinn, með þeim fríðindum sem af því hljótist. Hins vegar eigi enn eftir að taka ákvörðun um mögulegar refsingar varðandi það að neita að spila, þann skaða sem af því hlaust, og úthlutun miða. EHF-bikarinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
Evrópubikarinn, sem er þriðja sterkasta Evrópukeppnin, er nú kominn í hendur lærisveina Kirils Lazarov í norður-makedónska liðinu Alkaloid. Liðinu hefur nefnilega verið úrskurðaður 10-0 sigur í seinni leik sínum við AEK Aþenu í úrslitaeinvíginu. Alkaloid hafði unnið fyrri leikinn í Grikklandi 29-25 en leikur liðanna í Skopje 25. maí náði hins vegar aldrei að hefjast. Skýringar liðanna á því eru ólíkar en niðurstaða EHF er skýr um að AEK hafi borið að spila leikinn en ekki gert það og teljist því hafa tapað leiknum. Leikmenn AEK voru þó mættir í höllina en enduðu á að neita að spila leikinn. Skýringar AEK á því eru þær að hluta af stuðningsmönnum liðsins hafi ekki verið hleypt inn í Norður-Makedóníu. Félagið hafi viljað sýna þeim stuðning með því að neita að spila. Leikmenn Alkaloid klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum sem fengu ekki að sjá neinn leik spilaðan, þann 25. maí.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI „Það ætti enginn í heiminum að mega sýna slíkt óréttlæti sem yfirvöld í Skopje gerðu: Á öryggisfundi í morgun ákváðu þau að meina sumum stuðningsmanna okkar inngöngu í landið,“ skrifaði gríska félagið. Skýringar Alkaloid voru aðrar. Í norður-makedónskum miðlum sagði að þó að AEK hefði aðeins fengið úthlutað 200 miðum þá hefðu 500 stuðningsmenn liðsins ætlað sér að ferðast á leikinn. Engum með miða á leikinn hefði verið meinað að koma til landsins. Í úrskurði EHF í dag segir að þessi úrskurður snúi aðeins að úrslitunum í leiknum. Alkaloid teljist hafa unnið Evrópubikarinn, með þeim fríðindum sem af því hljótist. Hins vegar eigi enn eftir að taka ákvörðun um mögulegar refsingar varðandi það að neita að spila, þann skaða sem af því hlaust, og úthlutun miða.
EHF-bikarinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira