Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júní 2025 13:00 Linda hefur áhyggjur af fjölda barna sem hafa dvalið í athvarfinu það sem af er ári. Sum þeirra hafa búið við ofbeldi og önnur sjálf verið beitt ofbeldi. Vísir/Ívar Fannar Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. Fjallað var um það í gær að fimmtán prósenta aukning væri í fjölda heimilisofbeldismála hjá lögreglunni. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra, segir ekki óeðlilegt að það sé sveifla í fjölda þeirra sem dvelji hjá þeim en síðustu mánuði hafi verið stöðug fjölgun. „Staðan í Kvennaathvarfinu hefur verið þung. Það hefur verið mikið að gera og flest herbergi fullsetin, og mikið af börnum. Það sem af er ári hafa 67 börn dvalið í kvennaathvarfinu. Venjulega eru þetta um 100 börn á ári þannig við erum strax komin vel yfir þetta meðaltal. Sorgleg þróun Linda segir alltaf erfitt að meta hvort það sé eitthvað í samfélagsgerðinni sem valdi auknu ofbeldi eða hvort viðbragðsaðilar séu að ná betur utan um það. „Auðvitað er þetta bara sorglegt, og erfitt að horfa upp á það að tölurnar virðist ekki vera að fara niður og alvarleiki ofbeldismála virðist vera að aukast. Þó svo að kerfið virðist vera að stíga fast til jarðar og það er verið að koma mjög mikið inn í þessum mál af ýmsum aðilum heldur þetta áfram, og heldur áfram að aukast, og það er áhyggjuefni.“ Hún segir konurnar sem leita til þeirra lýsa alvarlegra ofbeldi. „Við sjáum að ofbeldi almennt er að harðna, það er að verða alvarlegra. Konurnar tala meira um morðhótanir, kyrkingartak, mikil eltihrelling, mikið verið að fylgjast með þeim. Það eitt að stíga út úr ofbeldissambandi í dag er orðið mjög flókið í dag því ofbeldi heldur áfram í alvarlegri mynd í gegnum samfélagsmiðla og almenna eltihrellingu.“ Öllum stéttum og þjóðum Linda segir hópinn sem til þeirra leitar úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Það sé fjölgun í barnahópi en ekki annar rauður þráður í þeim hópi sem hafi til þeirra leitað á árinu. Misjafnt sé hvort börnin hafi verið beitt ofbeldi eða búið við það. „Við erum búnar að vera sýnilegar síðustu mánuði í fjáröflun og passað að minna alltaf á okkur þannig það hefur alltaf einhver áhrif en það er mín tilfinning að aukningin sé það stöðug núna að þetta sé meira en það.“ Linda hvetur konur sem eru mögulega í erfiðri stöðu núna til að hafa samand. Síminn sé alltaf opinn og alltaf hægt að koma í viðtal án þess að koma í dvöl. „Ekki hika við að hafa samband. Síminn er opinn allan sólarhringinn og það getur verið nafnlaust. Það er hægt að fá ráðgjöf um það hvort þær séu í ofbeldissambandi og hvað sé hægt að gera. Það sama gildir um aðstandendur. Það er alltaf fyrsta skrefið að stíga út úr einangruninni. Mesta ofbeldið er oft í einangruninni, að þær eru algjörlega einangraðar frá sinni fjölskyldu og nærsamfélagi.“ Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kvennaathvarfið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Fjallað var um það í gær að fimmtán prósenta aukning væri í fjölda heimilisofbeldismála hjá lögreglunni. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra, segir ekki óeðlilegt að það sé sveifla í fjölda þeirra sem dvelji hjá þeim en síðustu mánuði hafi verið stöðug fjölgun. „Staðan í Kvennaathvarfinu hefur verið þung. Það hefur verið mikið að gera og flest herbergi fullsetin, og mikið af börnum. Það sem af er ári hafa 67 börn dvalið í kvennaathvarfinu. Venjulega eru þetta um 100 börn á ári þannig við erum strax komin vel yfir þetta meðaltal. Sorgleg þróun Linda segir alltaf erfitt að meta hvort það sé eitthvað í samfélagsgerðinni sem valdi auknu ofbeldi eða hvort viðbragðsaðilar séu að ná betur utan um það. „Auðvitað er þetta bara sorglegt, og erfitt að horfa upp á það að tölurnar virðist ekki vera að fara niður og alvarleiki ofbeldismála virðist vera að aukast. Þó svo að kerfið virðist vera að stíga fast til jarðar og það er verið að koma mjög mikið inn í þessum mál af ýmsum aðilum heldur þetta áfram, og heldur áfram að aukast, og það er áhyggjuefni.“ Hún segir konurnar sem leita til þeirra lýsa alvarlegra ofbeldi. „Við sjáum að ofbeldi almennt er að harðna, það er að verða alvarlegra. Konurnar tala meira um morðhótanir, kyrkingartak, mikil eltihrelling, mikið verið að fylgjast með þeim. Það eitt að stíga út úr ofbeldissambandi í dag er orðið mjög flókið í dag því ofbeldi heldur áfram í alvarlegri mynd í gegnum samfélagsmiðla og almenna eltihrellingu.“ Öllum stéttum og þjóðum Linda segir hópinn sem til þeirra leitar úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Það sé fjölgun í barnahópi en ekki annar rauður þráður í þeim hópi sem hafi til þeirra leitað á árinu. Misjafnt sé hvort börnin hafi verið beitt ofbeldi eða búið við það. „Við erum búnar að vera sýnilegar síðustu mánuði í fjáröflun og passað að minna alltaf á okkur þannig það hefur alltaf einhver áhrif en það er mín tilfinning að aukningin sé það stöðug núna að þetta sé meira en það.“ Linda hvetur konur sem eru mögulega í erfiðri stöðu núna til að hafa samand. Síminn sé alltaf opinn og alltaf hægt að koma í viðtal án þess að koma í dvöl. „Ekki hika við að hafa samband. Síminn er opinn allan sólarhringinn og það getur verið nafnlaust. Það er hægt að fá ráðgjöf um það hvort þær séu í ofbeldissambandi og hvað sé hægt að gera. Það sama gildir um aðstandendur. Það er alltaf fyrsta skrefið að stíga út úr einangruninni. Mesta ofbeldið er oft í einangruninni, að þær eru algjörlega einangraðar frá sinni fjölskyldu og nærsamfélagi.“
Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kvennaathvarfið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira