Klóra sér í kollinum yfir stórri reikistjörnu á braut um litla stjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2025 10:49 Teikning listamanns af gasrisanum á braut um rauða dverginn TOI-6894. Parið er í stjörnumerkinu ljóninu, um 240 ljósárum frá jörðinni. Rannsóknir á því voru gerðar með TESS-geimsjónauka NASA og VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Háskólinn í Warwick Stjörnufræðingar gætu þurft að endurskoða hugmyndir sínar um hvernig reikistjörnur myndast eftir að þeir uppgötvuðu stóra reikistjörnu á braut um litla stjörnu. Stjarnan er sú minnsta sem vitað er til að hýsi svo stóra reikistjörnu. Fram að þessu hefur tilgáta stjarnfræðinga um reikistjörnumyndun verið sú að í kringum litlar stjörnur sé ekki nægilegur efniviður til þess að stærri reikistjörnur nái að myndast. Því ættu aðeins reikistjörnur á stærð við jörðina eða Mars að finnast í kringum smærri stjörnur. Því kom uppgötvunin á gasrisa á stærð við Satúrnus á braut um rauðu dvergstjörnuna TOI-6894 þeim verulega á óvart. Móðurstjarnan er fjörutíu prósent minni en minnstu stjörnurnar með stórar reikistjörnur sem vitað var um áður. Hún hefur um fimmtung af massa sólarinnar okkar en um 250 sinnum daufari. „Þessi uppgötvun vekur þá spurningu hvernig svona lítil stjarna getur hýst svo stóra reikistjörnu og við eigum eftir að svara henni,“ segir Edward Bryant, stjörnufræðingur við Háskólann í Warwick á Englandi og aðalhöfundur greinar um uppgötvunina, við Reuters-fréttastofuna. Gasrisar í Vetrarbrautinni gætu verið mun fleiri en talið var Gasrisinn sem gengur um TOI-6894 er aðeins stærri að þvermáli en Satúrnus en nokkuð minni en Júpíter. Hann er hins vegar mun massaminni en þessir tveir risar sólkerfisins okkar, með um 56 prósent af massa Satúrnusar en aðeins sautján prósent af massa Júpíters. Árið á reikistjörnunni er aðeins þrír dagar en hún er um fjörutíu sinnum nær móðurstjörnu sinni en jörðin er við sólina. Þótt að heitt sé við yfirborð reikistjörnunnar fellur hún þó ekki undir skilgreiningu á svonefndum heitum Júpíterum, gasrisum sem ganga þétt utan um móðurstjörnur sínar. Bryant segir að uppgötvunin þýði að mun fleiri gasrisar gætu verið í Vetrarbrautinni en áður var talið enda eru rauðar dvergstjörnur þær algengustu í henni. „Þessar niðurstöður gefa til kynna að jafnvel minnstu stjörnurnar í alheiminum geti í sumum tilfellum myndað mjög stórar reikistjörnur. Þetta þvingar okkur til þess að hugsa upp á nýtt sum líkön okkar um reikistjörnumyndun,“ segir Vincent Van Eylen frá Mullard-geimvísisindarannsóknarstofu University College í London og einn meðhöfundanna greinarinnar um rannsóknina. Til stendur að rannsaka efnasamsetningu reikistjörnunnar með James Webb-geimsjónaukanum á næsta ári. Bryant segist reikna með að hún sé með risavaxninn kjarna en gaslögin utan um hann séu aðallega úr vetni og helíni. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Fjarreikistjarna sem er að gufa upp og skilur eftir sig hala utan um móðurstjörnu sína er sögð gefa vísindamönnum einstakt tækifæri til þess að rannsaka efnasamsetningu bergreikistjarna. Aðeins örfáar deyjandi reikistjörnur af þessu tagi hafa fundist til þessa. 23. apríl 2025 14:27 Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Fram að þessu hefur tilgáta stjarnfræðinga um reikistjörnumyndun verið sú að í kringum litlar stjörnur sé ekki nægilegur efniviður til þess að stærri reikistjörnur nái að myndast. Því ættu aðeins reikistjörnur á stærð við jörðina eða Mars að finnast í kringum smærri stjörnur. Því kom uppgötvunin á gasrisa á stærð við Satúrnus á braut um rauðu dvergstjörnuna TOI-6894 þeim verulega á óvart. Móðurstjarnan er fjörutíu prósent minni en minnstu stjörnurnar með stórar reikistjörnur sem vitað var um áður. Hún hefur um fimmtung af massa sólarinnar okkar en um 250 sinnum daufari. „Þessi uppgötvun vekur þá spurningu hvernig svona lítil stjarna getur hýst svo stóra reikistjörnu og við eigum eftir að svara henni,“ segir Edward Bryant, stjörnufræðingur við Háskólann í Warwick á Englandi og aðalhöfundur greinar um uppgötvunina, við Reuters-fréttastofuna. Gasrisar í Vetrarbrautinni gætu verið mun fleiri en talið var Gasrisinn sem gengur um TOI-6894 er aðeins stærri að þvermáli en Satúrnus en nokkuð minni en Júpíter. Hann er hins vegar mun massaminni en þessir tveir risar sólkerfisins okkar, með um 56 prósent af massa Satúrnusar en aðeins sautján prósent af massa Júpíters. Árið á reikistjörnunni er aðeins þrír dagar en hún er um fjörutíu sinnum nær móðurstjörnu sinni en jörðin er við sólina. Þótt að heitt sé við yfirborð reikistjörnunnar fellur hún þó ekki undir skilgreiningu á svonefndum heitum Júpíterum, gasrisum sem ganga þétt utan um móðurstjörnur sínar. Bryant segir að uppgötvunin þýði að mun fleiri gasrisar gætu verið í Vetrarbrautinni en áður var talið enda eru rauðar dvergstjörnur þær algengustu í henni. „Þessar niðurstöður gefa til kynna að jafnvel minnstu stjörnurnar í alheiminum geti í sumum tilfellum myndað mjög stórar reikistjörnur. Þetta þvingar okkur til þess að hugsa upp á nýtt sum líkön okkar um reikistjörnumyndun,“ segir Vincent Van Eylen frá Mullard-geimvísisindarannsóknarstofu University College í London og einn meðhöfundanna greinarinnar um rannsóknina. Til stendur að rannsaka efnasamsetningu reikistjörnunnar með James Webb-geimsjónaukanum á næsta ári. Bryant segist reikna með að hún sé með risavaxninn kjarna en gaslögin utan um hann séu aðallega úr vetni og helíni.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Fjarreikistjarna sem er að gufa upp og skilur eftir sig hala utan um móðurstjörnu sína er sögð gefa vísindamönnum einstakt tækifæri til þess að rannsaka efnasamsetningu bergreikistjarna. Aðeins örfáar deyjandi reikistjörnur af þessu tagi hafa fundist til þessa. 23. apríl 2025 14:27 Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Fjarreikistjarna sem er að gufa upp og skilur eftir sig hala utan um móðurstjörnu sína er sögð gefa vísindamönnum einstakt tækifæri til þess að rannsaka efnasamsetningu bergreikistjarna. Aðeins örfáar deyjandi reikistjörnur af þessu tagi hafa fundist til þessa. 23. apríl 2025 14:27
Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03