Búa sig undir margmenni á Hengil Ultra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. júní 2025 12:02 Frá Hengilshlaupinu. Magnús Stefán Magnússon Utanvegahlaupið Hengill Ultra fer fram í fjórtánda sinn um helgina og hefjast leikar í dag. Skipuleggjendur búast við því að um fjögur þúsund manns muni leggja leið sína í Hveragerði þaðan sem fyrstu hlauparar leggja af stað í kvöld. Fyrstu hlaupararnir í utanvegahlaupinu Hengill Ultra munu leggja af stað úr miðbæ Hveragerðis klukkan sex í kvöld en líkt og síðustu ár verða fimm vegalengdir farnar, allt frá fimm og upp í 106 kílómetra. Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda, segir að 1173 manns séu skráðir til leiks í ár. „Þetta er lengsta vegalengdin sem leggur af stað á föstudegi til að geta klárað á laugardegi en svo er mannamótið, stærsti hlutinn er á morgun, byrjar eldsnemma og er allan daginn,“ segir Einar. 25 hlauparar munu halda í lengstu vegalengdina í dag, 106 kílómetrar, sem eru tveir hringir á brautinni. 120 manns munu svo ræsa í fyrramálið til að hlaupa 53 kílómetra. „Svo dregur til tíðinda í 26 kílómetra klúbbnum, sem er ekki mikil vegalengd miðað við hinar, en engu að síður gríðarlegt átak, þar erum við með danska kvennalandsliðið í utanvegahlaupum mætt til leiks til að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið og þar erum við með sterkustu hlaupakonu á Íslandi Andreu Kolbeinsdóttur sem ætlar að reyna sig við þær og það verður einvígi helgarinnar.“ Ljóst sé að um eina fallegustu hlaupaleið landsins sé að ræða og segir Einar búast við því að hið minnsta fjögur þúsund manns leggi leið sína í Hveragerði um helgina. „Svo er þetta bara að þróast í stærsta mannamót Hvergerðinga, það er aldrei eins mikið af gestum í Hveragerði eins og í kringum Hengil Ultra því 1200 hlauparar kalla á annað eins af ættingjum og vinum og áhangendum. Við erum með risagötugrill, miðdegistónleika með Skítamóral, sölusýningu í íþróttahúsinu og svo um kvöldið er bara risapartý sem öll eru velkomin að koma í, með Helga Björns og Prettyboitjokko og ég veit ekki hvað og hvað, þannig þetta er bara allsherjar Hengilsfestival orðið.“ Hveragerði Hlaup Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Fyrstu hlaupararnir í utanvegahlaupinu Hengill Ultra munu leggja af stað úr miðbæ Hveragerðis klukkan sex í kvöld en líkt og síðustu ár verða fimm vegalengdir farnar, allt frá fimm og upp í 106 kílómetra. Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda, segir að 1173 manns séu skráðir til leiks í ár. „Þetta er lengsta vegalengdin sem leggur af stað á föstudegi til að geta klárað á laugardegi en svo er mannamótið, stærsti hlutinn er á morgun, byrjar eldsnemma og er allan daginn,“ segir Einar. 25 hlauparar munu halda í lengstu vegalengdina í dag, 106 kílómetrar, sem eru tveir hringir á brautinni. 120 manns munu svo ræsa í fyrramálið til að hlaupa 53 kílómetra. „Svo dregur til tíðinda í 26 kílómetra klúbbnum, sem er ekki mikil vegalengd miðað við hinar, en engu að síður gríðarlegt átak, þar erum við með danska kvennalandsliðið í utanvegahlaupum mætt til leiks til að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið og þar erum við með sterkustu hlaupakonu á Íslandi Andreu Kolbeinsdóttur sem ætlar að reyna sig við þær og það verður einvígi helgarinnar.“ Ljóst sé að um eina fallegustu hlaupaleið landsins sé að ræða og segir Einar búast við því að hið minnsta fjögur þúsund manns leggi leið sína í Hveragerði um helgina. „Svo er þetta bara að þróast í stærsta mannamót Hvergerðinga, það er aldrei eins mikið af gestum í Hveragerði eins og í kringum Hengil Ultra því 1200 hlauparar kalla á annað eins af ættingjum og vinum og áhangendum. Við erum með risagötugrill, miðdegistónleika með Skítamóral, sölusýningu í íþróttahúsinu og svo um kvöldið er bara risapartý sem öll eru velkomin að koma í, með Helga Björns og Prettyboitjokko og ég veit ekki hvað og hvað, þannig þetta er bara allsherjar Hengilsfestival orðið.“
Hveragerði Hlaup Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira