Búa sig undir margmenni á Hengil Ultra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. júní 2025 12:02 Frá Hengilshlaupinu. Magnús Stefán Magnússon Utanvegahlaupið Hengill Ultra fer fram í fjórtánda sinn um helgina og hefjast leikar í dag. Skipuleggjendur búast við því að um fjögur þúsund manns muni leggja leið sína í Hveragerði þaðan sem fyrstu hlauparar leggja af stað í kvöld. Fyrstu hlaupararnir í utanvegahlaupinu Hengill Ultra munu leggja af stað úr miðbæ Hveragerðis klukkan sex í kvöld en líkt og síðustu ár verða fimm vegalengdir farnar, allt frá fimm og upp í 106 kílómetra. Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda, segir að 1173 manns séu skráðir til leiks í ár. „Þetta er lengsta vegalengdin sem leggur af stað á föstudegi til að geta klárað á laugardegi en svo er mannamótið, stærsti hlutinn er á morgun, byrjar eldsnemma og er allan daginn,“ segir Einar. 25 hlauparar munu halda í lengstu vegalengdina í dag, 106 kílómetrar, sem eru tveir hringir á brautinni. 120 manns munu svo ræsa í fyrramálið til að hlaupa 53 kílómetra. „Svo dregur til tíðinda í 26 kílómetra klúbbnum, sem er ekki mikil vegalengd miðað við hinar, en engu að síður gríðarlegt átak, þar erum við með danska kvennalandsliðið í utanvegahlaupum mætt til leiks til að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið og þar erum við með sterkustu hlaupakonu á Íslandi Andreu Kolbeinsdóttur sem ætlar að reyna sig við þær og það verður einvígi helgarinnar.“ Ljóst sé að um eina fallegustu hlaupaleið landsins sé að ræða og segir Einar búast við því að hið minnsta fjögur þúsund manns leggi leið sína í Hveragerði um helgina. „Svo er þetta bara að þróast í stærsta mannamót Hvergerðinga, það er aldrei eins mikið af gestum í Hveragerði eins og í kringum Hengil Ultra því 1200 hlauparar kalla á annað eins af ættingjum og vinum og áhangendum. Við erum með risagötugrill, miðdegistónleika með Skítamóral, sölusýningu í íþróttahúsinu og svo um kvöldið er bara risapartý sem öll eru velkomin að koma í, með Helga Björns og Prettyboitjokko og ég veit ekki hvað og hvað, þannig þetta er bara allsherjar Hengilsfestival orðið.“ Hveragerði Hlaup Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Fyrstu hlaupararnir í utanvegahlaupinu Hengill Ultra munu leggja af stað úr miðbæ Hveragerðis klukkan sex í kvöld en líkt og síðustu ár verða fimm vegalengdir farnar, allt frá fimm og upp í 106 kílómetra. Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda, segir að 1173 manns séu skráðir til leiks í ár. „Þetta er lengsta vegalengdin sem leggur af stað á föstudegi til að geta klárað á laugardegi en svo er mannamótið, stærsti hlutinn er á morgun, byrjar eldsnemma og er allan daginn,“ segir Einar. 25 hlauparar munu halda í lengstu vegalengdina í dag, 106 kílómetrar, sem eru tveir hringir á brautinni. 120 manns munu svo ræsa í fyrramálið til að hlaupa 53 kílómetra. „Svo dregur til tíðinda í 26 kílómetra klúbbnum, sem er ekki mikil vegalengd miðað við hinar, en engu að síður gríðarlegt átak, þar erum við með danska kvennalandsliðið í utanvegahlaupum mætt til leiks til að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið og þar erum við með sterkustu hlaupakonu á Íslandi Andreu Kolbeinsdóttur sem ætlar að reyna sig við þær og það verður einvígi helgarinnar.“ Ljóst sé að um eina fallegustu hlaupaleið landsins sé að ræða og segir Einar búast við því að hið minnsta fjögur þúsund manns leggi leið sína í Hveragerði um helgina. „Svo er þetta bara að þróast í stærsta mannamót Hvergerðinga, það er aldrei eins mikið af gestum í Hveragerði eins og í kringum Hengil Ultra því 1200 hlauparar kalla á annað eins af ættingjum og vinum og áhangendum. Við erum með risagötugrill, miðdegistónleika með Skítamóral, sölusýningu í íþróttahúsinu og svo um kvöldið er bara risapartý sem öll eru velkomin að koma í, með Helga Björns og Prettyboitjokko og ég veit ekki hvað og hvað, þannig þetta er bara allsherjar Hengilsfestival orðið.“
Hveragerði Hlaup Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira