Hætta með ökuskírteini í símaveski vegna Evrópureglna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 11:37 Birna Íris Jónsdóttir segir að enn verði hægt að nota greiðslukort í símaveskjum. Vísir/Samsett Undir lok sumars verður ekki hægt að vera með stafræn skírteini frá hinu opinbera í símaveskjum heldur þarf að ná í sérstakt forrit. Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands segir að um sé að ræða samræmingu við stefnu Evrópulanda sem séu að taka þessa stefnu í öryggismálum. Ný reglugerð frá Evrópusambandinu um stafræna auðkenningu taki bráðum gildi. Greint var frá því snemma á laugardagsmorgun að hið opinbera hygðist hætta útgáfu stafrænna ökuskírteina en sú þjónusta hefur verið mjög vinsæl síðan henni var hleypt af stokkunum sumarið 2020. Útgáfunni verður hætt fyrsta júlí næstkomandi og allir þeir sem hyggjast nota stafræn skírteini verða að hlaða niður smáforriti Íslands.is fyrir 27. ágúst 2025 og ná í skilríkin þar. Öryggi stafrænnar auðkenningar í fyrirrúmi Birna Íris Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem aðstoðar stofnanir og opinbera aðila við að bæta stafræna þjónustu við almenning. Hún segir að um öryggisráðstafanir sé að ræða. „Það eru að taka í gildi Evrópureglugerðir og önnur ríki í Evrópu eru á þessari vegferð líka. Þannig að allt sé uppfyllt í þessum reglugerðum í tengslum við öryggismál tengdum skilríkjum og birtingu þeirra með stafrænum hætti. Þá er þessi leið farin að útfæra þau inni í Ísland.is-smáforritinu því þar tryggjum við að þessum reglugerðum sé fylgt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Birna segir að ekki sé hægt að reikna með því að framleiðendur snjallsímastýrikerfa, Apple og Microsoft fyrst og fremst, hafi öryggi neytenda samkvæmt Evrópureglugerðum í huga. Stafrænt Ísland hafi ekki orðið vart við öryggisbresti á því fyrirkomulagi sem hefur verið í gildi. „Núverandi framsetning á skírteinum í símaveski hefur reynst okkur alveg örugg. Við höfum ekki orðið vör við neina öryggisbresti. En þessi heimur er á fleygiferð hvað varðar netöryggi og við þurfum stöðugt að vera að herða þær lausnir sem við þróum og berum ábyrgð á og þetta er liður í því,“ segir Birna Íris. Enn hægt að nota greiðslukort í símaveski Jafnframt segir hún að hagræðing hafi ekki spilað inn í ákvörðunina. Birna segist hafa orðið vör við þann misskilning að ekki verði hægt að nota greiðslukort í símaveski eftir innleiðingu þessarar nýju reglugerðar. Hún nái aðeins til skírteina á vegum hins opinbera. „Þú getur enn þá bætt kortunum þínum og öðrum skírteinum sem eru ekki frá hinu opinbera í símaveskið. Þetta eru eingöngu skírteini hins opinbera og þau verða eingöngu aðgengileg í gegnum Ísland.is-smáforritið. Þar af leiðandi mun ekki vera hægt að nota þessi stöðluðu símaveski, hvort heldur sem er í Apple- eða Android-símum. Það verður ekki hægt að nota skírteinin í hefðbundnum símaveskjum,“ segir hún. Ökuskírteinið verði mjög aðgengilegt í smáforriti Íslands.is. Stafræn þróun Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Greint var frá því snemma á laugardagsmorgun að hið opinbera hygðist hætta útgáfu stafrænna ökuskírteina en sú þjónusta hefur verið mjög vinsæl síðan henni var hleypt af stokkunum sumarið 2020. Útgáfunni verður hætt fyrsta júlí næstkomandi og allir þeir sem hyggjast nota stafræn skírteini verða að hlaða niður smáforriti Íslands.is fyrir 27. ágúst 2025 og ná í skilríkin þar. Öryggi stafrænnar auðkenningar í fyrirrúmi Birna Íris Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem aðstoðar stofnanir og opinbera aðila við að bæta stafræna þjónustu við almenning. Hún segir að um öryggisráðstafanir sé að ræða. „Það eru að taka í gildi Evrópureglugerðir og önnur ríki í Evrópu eru á þessari vegferð líka. Þannig að allt sé uppfyllt í þessum reglugerðum í tengslum við öryggismál tengdum skilríkjum og birtingu þeirra með stafrænum hætti. Þá er þessi leið farin að útfæra þau inni í Ísland.is-smáforritinu því þar tryggjum við að þessum reglugerðum sé fylgt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Birna segir að ekki sé hægt að reikna með því að framleiðendur snjallsímastýrikerfa, Apple og Microsoft fyrst og fremst, hafi öryggi neytenda samkvæmt Evrópureglugerðum í huga. Stafrænt Ísland hafi ekki orðið vart við öryggisbresti á því fyrirkomulagi sem hefur verið í gildi. „Núverandi framsetning á skírteinum í símaveski hefur reynst okkur alveg örugg. Við höfum ekki orðið vör við neina öryggisbresti. En þessi heimur er á fleygiferð hvað varðar netöryggi og við þurfum stöðugt að vera að herða þær lausnir sem við þróum og berum ábyrgð á og þetta er liður í því,“ segir Birna Íris. Enn hægt að nota greiðslukort í símaveski Jafnframt segir hún að hagræðing hafi ekki spilað inn í ákvörðunina. Birna segist hafa orðið vör við þann misskilning að ekki verði hægt að nota greiðslukort í símaveski eftir innleiðingu þessarar nýju reglugerðar. Hún nái aðeins til skírteina á vegum hins opinbera. „Þú getur enn þá bætt kortunum þínum og öðrum skírteinum sem eru ekki frá hinu opinbera í símaveskið. Þetta eru eingöngu skírteini hins opinbera og þau verða eingöngu aðgengileg í gegnum Ísland.is-smáforritið. Þar af leiðandi mun ekki vera hægt að nota þessi stöðluðu símaveski, hvort heldur sem er í Apple- eða Android-símum. Það verður ekki hægt að nota skírteinin í hefðbundnum símaveskjum,“ segir hún. Ökuskírteinið verði mjög aðgengilegt í smáforriti Íslands.is.
Stafræn þróun Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira