Segir óraunhæft að hann snúi aftur til Spurs í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2025 23:17 Mauricio Pochettino er þjálfari bandaríska landsliðsins í dag. John Dorton/ISI Photos/USSF/Getty Images Mauricio Pochettino, þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir það vera óraunhæft að hann snúi aftur til Tottenham Hotspur í sumar. Forráðamenn Tottenham Hotspur létu ástralska þjálfarann Ange Postecoglou fara frá liðinu á dögunum og félagið er því í þjálfaraleit. Pochettino stýrði Spurs á árunum 2014-2019 með góðum árangri og kom liðinu meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019. Eftir að Pochettino var látinn fara frá Spurs hefur félagið haft sex mismunandi stjóra, ef með eru taldi bráðabirgðastjórar. Í hvert skipti sem liðið skiptir um stjóra eftir brotthvarf Pochettino er Argentínumaðurinn, sem sjálfur hefur sagst vilja snúa aftur til félagsins, verið orðaður við starfið. Nú þegar Tottenham er enn eina ferðina í stjóraleit er Pochettino, eins og svo oft áður, orðaður við starfið. Argentínumaðurinn er hins vegar þjálfari bandaríska landsliðsins og segir óraunhæft að hann taki við sínu fyrrum félagi á þessari stundu. „Eins og staðan er núna er það ekki raunhæft,“ sagði hinn 53 ára gamli Pochettino á blaðamannafundi. „Sjáið hvar ég er. Sjáið hvar við erum núna. Svarið er augljóst.“ „Ég held að síðan ég yfirgaf félagið árið 2019 hafi nafnið mitt alltaf komið upp þegar þeir leita að nýjum stjóra. Ég hef lesið þessa orðróma. En það eru hundrað þjálfarar á lista, hafið ekki áhyggjur af því.“ „Ef eitthvað kemur upp í framtíðinni þá skulum við sjá til. En eins og staðan er núna er ég ótrúlega ánægður og við getum ekki verið að tala um þessa hluti.“ Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Forráðamenn Tottenham Hotspur létu ástralska þjálfarann Ange Postecoglou fara frá liðinu á dögunum og félagið er því í þjálfaraleit. Pochettino stýrði Spurs á árunum 2014-2019 með góðum árangri og kom liðinu meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019. Eftir að Pochettino var látinn fara frá Spurs hefur félagið haft sex mismunandi stjóra, ef með eru taldi bráðabirgðastjórar. Í hvert skipti sem liðið skiptir um stjóra eftir brotthvarf Pochettino er Argentínumaðurinn, sem sjálfur hefur sagst vilja snúa aftur til félagsins, verið orðaður við starfið. Nú þegar Tottenham er enn eina ferðina í stjóraleit er Pochettino, eins og svo oft áður, orðaður við starfið. Argentínumaðurinn er hins vegar þjálfari bandaríska landsliðsins og segir óraunhæft að hann taki við sínu fyrrum félagi á þessari stundu. „Eins og staðan er núna er það ekki raunhæft,“ sagði hinn 53 ára gamli Pochettino á blaðamannafundi. „Sjáið hvar ég er. Sjáið hvar við erum núna. Svarið er augljóst.“ „Ég held að síðan ég yfirgaf félagið árið 2019 hafi nafnið mitt alltaf komið upp þegar þeir leita að nýjum stjóra. Ég hef lesið þessa orðróma. En það eru hundrað þjálfarar á lista, hafið ekki áhyggjur af því.“ „Ef eitthvað kemur upp í framtíðinni þá skulum við sjá til. En eins og staðan er núna er ég ótrúlega ánægður og við getum ekki verið að tala um þessa hluti.“
Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira