Fer frá City eftir aðeins tvo leiki en tólf titla á sex árum Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 12:45 Scott Carson á margfalt fleiri titla með Manchester City heldur en leiki spilaða. Ryan Crockett/DeFodi Images via Getty Images Einn þekktasti þriðji markmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sannarlega sá sigursælasti, Scott Carson, er á förum frá Manchester City. Hann spilaði aðeins tvo leiki fyrir félagið en vann tólf titla síðustu sex árin. Carson gekk fyrst til liðs við Manchester City að láni árið 2019, samdi síðan formlega við félagið árið 2021 og hefur verið þriðji markmaður liðsins síðustu sex ár. Á þeim tíma hefur hann aðeins spilað tvo leiki, hann stóð í rammanum í 4-3 sigri gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 og kom inn á sem varamaður seinustu 17 mínúturnar í markalausu jafntefli gegn Sporting í Meistaradeildinni árið 2022. Þrátt fyrir lítinn sem engan leiktíma hefur Carson ávallt verið gríðarlega vel metinn í herbúðum City og þjálfarinn Pep Guardiola hefur hrósað honum í hástert fyrir fagmennsku. Scott Carson vann Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og FA bikarinn árið 2023. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Til merkis um það má nefna að þrátt fyrir að Carson hafi aldrei uppfyllt leikjafjöldann sem þarf til að vera verðlaunaður með medalíu hefur City alltaf tekið frá eina af aukamedalíunum og gefið honum. Alls hefur Carson því unnið tólf titla með Manchester City síðustu sex árin, ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn í tvígang, FA bikarinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Félagið tilkynnti hins vegar í morgun að hann væri á förum. Talið er að City muni sækjast eftir Marcus Bettinelli frá Chelsea til að taka stöðu þriðja markmanns á eftir Ederson og Stefan Ortega. After six seasons with the Club, Scott Carson will leave Manchester City when his contract expires this summer.We would like to thank Scott for his hard work and dedication and wish him the very best of luck for the future 🩵— Manchester City (@ManCity) June 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Sjá meira
Carson gekk fyrst til liðs við Manchester City að láni árið 2019, samdi síðan formlega við félagið árið 2021 og hefur verið þriðji markmaður liðsins síðustu sex ár. Á þeim tíma hefur hann aðeins spilað tvo leiki, hann stóð í rammanum í 4-3 sigri gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 og kom inn á sem varamaður seinustu 17 mínúturnar í markalausu jafntefli gegn Sporting í Meistaradeildinni árið 2022. Þrátt fyrir lítinn sem engan leiktíma hefur Carson ávallt verið gríðarlega vel metinn í herbúðum City og þjálfarinn Pep Guardiola hefur hrósað honum í hástert fyrir fagmennsku. Scott Carson vann Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og FA bikarinn árið 2023. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Til merkis um það má nefna að þrátt fyrir að Carson hafi aldrei uppfyllt leikjafjöldann sem þarf til að vera verðlaunaður með medalíu hefur City alltaf tekið frá eina af aukamedalíunum og gefið honum. Alls hefur Carson því unnið tólf titla með Manchester City síðustu sex árin, ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn í tvígang, FA bikarinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Félagið tilkynnti hins vegar í morgun að hann væri á förum. Talið er að City muni sækjast eftir Marcus Bettinelli frá Chelsea til að taka stöðu þriðja markmanns á eftir Ederson og Stefan Ortega. After six seasons with the Club, Scott Carson will leave Manchester City when his contract expires this summer.We would like to thank Scott for his hard work and dedication and wish him the very best of luck for the future 🩵— Manchester City (@ManCity) June 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Sjá meira