Einar hörðustu árásirnar á Kænugarð til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2025 09:28 Móðir reynir að róa ungan son sinn í neðanjarðarlestarstöð í Kænugarði í nótt. Drónaárás Rússa stóð yfir í fleiri klukkustundir. AP/Evgeniy Maloletka Hundruð rússneskra dróna réðust á Kænugarð og hafnarborgina Odesa í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Tveir létust í Odesa en fjórir særðust í höfuðborginni. Forseti Úkraínu segir árásina á Kænugarð eina þá hörðustu frá upphafi stríðsins. Embættismenn í Kænugarði segja að drónaárásin þar hafi valdið skemmdum í sjö af tíu hverfum borgarinnar. Eldur kviknaði í byggingum sem urðu fyrir drónabraki og lá þykkur reykur yfir borginni í nótt og fram á morgun. Höfuðborgarbúar vörðu nóttinni í sprengjuskýlum og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Loftvarnarflautur ómuðu til klukkan fimm í morgun að staðartíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Odesa við Svartahaf eru rússneskir drónar sagðir hafa sprengt íbúðarblokkir og sjúkrastöð, þar á meðal fæðingardeild. Níu eru sagðir hafa særst auk þeirra tveggja sem létust. Oleh Kiper, ríkisstjórinn í Odesa, segir að tekist hafi að rýma sjúkrastöðina og fæðingardeildina sem ráðist var á. Skemmdir hafi þó orðið á sjúkrabílum. Maður virðir fyrir sér brennandi brak byggingar eftir dróna- og loftskeytaárás Rússa á Kænugarð í nótt.AP/Efrem Lukatsky Árásirnar í nótt voru framhald á umfangsmestu drónaárásum Rússa frá upphafi stríðsins í gær. Stjórnvöld í Kænugarði telja sprengjuárásirnar viðbrögð Rússa við árásum Úkraínumanna á skotmörk innan Rússlands á dögunum. Úkraínumenn notuðu dróna sem þeir smygluðu yfir landamærin til þess að ráðast á sprengjuflugvélar djúpt inni í Rússlandi 1. júní. Af þeim 315 drónum sem Rússar beittu gegn Úkraínu í nótt segist úkraínski flugherinn hafa skotið niður 277. Þá hafi sjö skotflaugar frá Rússlandi verið stöðvaðar. Úkraínumenn svöruðu fyrir sig í nótt með drónaárásum á Rússland. Nokkrum rússneskum flugvöllum var lokað tímabundið vegna þeirra. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að herinn hafi skotið niður 102 úkraínskra dróna yfir Rússlandi og Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Embættismenn í Kænugarði segja að drónaárásin þar hafi valdið skemmdum í sjö af tíu hverfum borgarinnar. Eldur kviknaði í byggingum sem urðu fyrir drónabraki og lá þykkur reykur yfir borginni í nótt og fram á morgun. Höfuðborgarbúar vörðu nóttinni í sprengjuskýlum og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Loftvarnarflautur ómuðu til klukkan fimm í morgun að staðartíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Odesa við Svartahaf eru rússneskir drónar sagðir hafa sprengt íbúðarblokkir og sjúkrastöð, þar á meðal fæðingardeild. Níu eru sagðir hafa særst auk þeirra tveggja sem létust. Oleh Kiper, ríkisstjórinn í Odesa, segir að tekist hafi að rýma sjúkrastöðina og fæðingardeildina sem ráðist var á. Skemmdir hafi þó orðið á sjúkrabílum. Maður virðir fyrir sér brennandi brak byggingar eftir dróna- og loftskeytaárás Rússa á Kænugarð í nótt.AP/Efrem Lukatsky Árásirnar í nótt voru framhald á umfangsmestu drónaárásum Rússa frá upphafi stríðsins í gær. Stjórnvöld í Kænugarði telja sprengjuárásirnar viðbrögð Rússa við árásum Úkraínumanna á skotmörk innan Rússlands á dögunum. Úkraínumenn notuðu dróna sem þeir smygluðu yfir landamærin til þess að ráðast á sprengjuflugvélar djúpt inni í Rússlandi 1. júní. Af þeim 315 drónum sem Rússar beittu gegn Úkraínu í nótt segist úkraínski flugherinn hafa skotið niður 277. Þá hafi sjö skotflaugar frá Rússlandi verið stöðvaðar. Úkraínumenn svöruðu fyrir sig í nótt með drónaárásum á Rússland. Nokkrum rússneskum flugvöllum var lokað tímabundið vegna þeirra. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að herinn hafi skotið niður 102 úkraínskra dróna yfir Rússlandi og Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48
„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36