Fullyrðing um slaufun verknámsskóla „kolröng“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 10. júní 2025 13:52 Guðmundur Ingi Kristinsson er barna- og menntamálaráðherra. Vísir/Einar Barna- og menntamálaráðherra segir hliðrun þrjú hundruð milljóna króna fyrir uppbyggingu fjögurra verknámsskóla fram á næsta ár ekki hafa áhrif á framkvæmdirnar. Annar áfangi framkvæmdanna hefjist í sumar. Forsætisráðherra segir að byggingarnar muni rísa fljótlega. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á tilfærslu þrjú hundruð milljóna króna, fjármagni sem eyrnamerkt var í uppbyggingu fjögurra verknámsskóla. Hann tilkynnti að verkefninu hefði verið slaufað sem að sögn Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, sé ekki rétt. Umræddir framhaldsskólar eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Þá telst einnig með Fjölbrautarskólinn í Breiðholti en framkvæmdir við skólann hófust seinast á síðasta ári. Í ræðustól á Alþingi í síðustu viku sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, að um væri að ræða forgangsvinnu og ekki væri verið að draga lappirnar í þessu verkefni. „Við erum að fara af stað með allt saman þannig þessi fullyrðing að þetta væri ekki í gangi er alveg kolröng,“ segir Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þetta er stórfurðulegt mál því þarna var bara tilfærsla á þrjú hundruð milljónum. Við erum með 2,6 milljarða í sjóð tilbúið til þess að fara af stað. Við erum hafin í Breiðholtinu og við erum að fara taka núna fjóra skóla.“ „Það er þannig í dag að það eru um 2,6 milljarðar króna af uppsafnaðri fjárfestingarheimild fyrir viðbyggingu við verknámsskóla. Þessi ríkisstjórn ætlar að fara í að framkvæma það sem síðasta ríkisstjórn sagðist ætla að gera, að fara af stað með viðbyggingu við fjóra verknámsskóla,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. „Allir þessir verknámsskólar munu sjá viðbyggingar rísa núna fljótlega. Við þurfum auðvitað að gera þetta í réttum skrefum en strax núna verður farið í hönnun,“ segir hún. Í tilkynningu á vefsíðu Stjórnarráðsins kemur fram að annar áfangi í uppbyggingunni hefjist í sumar. „Flutningur fjárheimilda í málaflokknum milli ára í þeirri fjármálaáætlun sem liggur fyrir á Alþingi hefur ekki áhrif hvað þetta varðar,“ segir í tilkynningunni. Ætti ekki að hafa áhrif á styrkinn Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hafði ekki frétt af tilfærslu fjármagnsins er fréttastofa náði tali af henni um helgina. „Við höfum ekki fengið neitt formlegt um að þetta sé staðreynd,“ sagði Sigríður. Ísafjarðarbær hafði sótt um í fisekldissjóð til að leggja í byggingu verknámshúss á Ísafirði. Hún óttaðist að ef bygging viðbyggingar við skólans yrði frestað myndi fjármagnið brenna inni. Guðmundur Ingi segir að svo verði ekki. „Það á ekki að gera það, það verður engin seinkun, það verður bara drifið í þessu.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á tilfærslu þrjú hundruð milljóna króna, fjármagni sem eyrnamerkt var í uppbyggingu fjögurra verknámsskóla. Hann tilkynnti að verkefninu hefði verið slaufað sem að sögn Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, sé ekki rétt. Umræddir framhaldsskólar eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Þá telst einnig með Fjölbrautarskólinn í Breiðholti en framkvæmdir við skólann hófust seinast á síðasta ári. Í ræðustól á Alþingi í síðustu viku sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, að um væri að ræða forgangsvinnu og ekki væri verið að draga lappirnar í þessu verkefni. „Við erum að fara af stað með allt saman þannig þessi fullyrðing að þetta væri ekki í gangi er alveg kolröng,“ segir Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þetta er stórfurðulegt mál því þarna var bara tilfærsla á þrjú hundruð milljónum. Við erum með 2,6 milljarða í sjóð tilbúið til þess að fara af stað. Við erum hafin í Breiðholtinu og við erum að fara taka núna fjóra skóla.“ „Það er þannig í dag að það eru um 2,6 milljarðar króna af uppsafnaðri fjárfestingarheimild fyrir viðbyggingu við verknámsskóla. Þessi ríkisstjórn ætlar að fara í að framkvæma það sem síðasta ríkisstjórn sagðist ætla að gera, að fara af stað með viðbyggingu við fjóra verknámsskóla,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. „Allir þessir verknámsskólar munu sjá viðbyggingar rísa núna fljótlega. Við þurfum auðvitað að gera þetta í réttum skrefum en strax núna verður farið í hönnun,“ segir hún. Í tilkynningu á vefsíðu Stjórnarráðsins kemur fram að annar áfangi í uppbyggingunni hefjist í sumar. „Flutningur fjárheimilda í málaflokknum milli ára í þeirri fjármálaáætlun sem liggur fyrir á Alþingi hefur ekki áhrif hvað þetta varðar,“ segir í tilkynningunni. Ætti ekki að hafa áhrif á styrkinn Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hafði ekki frétt af tilfærslu fjármagnsins er fréttastofa náði tali af henni um helgina. „Við höfum ekki fengið neitt formlegt um að þetta sé staðreynd,“ sagði Sigríður. Ísafjarðarbær hafði sótt um í fisekldissjóð til að leggja í byggingu verknámshúss á Ísafirði. Hún óttaðist að ef bygging viðbyggingar við skólans yrði frestað myndi fjármagnið brenna inni. Guðmundur Ingi segir að svo verði ekki. „Það á ekki að gera það, það verður engin seinkun, það verður bara drifið í þessu.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira