Reisa tuttugu bekki til minningar um Bryndísi Klöru Smári Jökull skrifar 10. júní 2025 22:31 Bekkurinn er bleikur sem var uppáhaldslitur Bryndísar Klöru. Vísir/Anton Brink Í dag var afhjúpaður bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur við Salalaug í Kópavogi. Alls verða tuttugu bekkir reistir í sveitarfélaginu en verkefnið hlaut brautargengi í gegnum samráðsverkefnið „Okkar Kópavogur“. Bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur var afhjúpaður við Salalaug í Kópavogi í dag. Bekkurinn er sá fyrsti af alls tuttugu bekkjum sem settir verða upp við íþróttamannvirki og skóla í Kópavogi á næstu vikum. Kópavogsbúinn Steinar Guðmundsson á frumkvæðið að verkefninu en það hlaut brautargengi í gegnum samráðsverkefnið „Okkar Kópavogur“ þar sem íbúar bæjarins gátu kosið um úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í bænum. Foreldrar Bryndísar Klöru ásamt systur hennar vígðu bekkinn við Salalaug í dag.Vísir/Anton Brink „Hugmyndin í rauninni kemur þegar ég sá að samkeppnin fór af stað. Þetta var eitthvað sem snerti alla þessi atburður og ég velti fyrir mér hvernig væri hægt að vera með áminningu alltaf og þetta var lausnin,“ sagði Steinar þegar bekkurinn af afhjúpaður í dag. „Sjálfur á ég dætur á þessum aldri og vildi reyna að kenna þeim og minna aðra á að fara varlega. Ég vona að þetta verði áminning fyrir krakkana í hverfinu.“ Steinar var ánægður með útkomuna en sagði fyrstu drög að bekknum hafa verið teiknuð með hjálp gervigreindar. „Bekkurinn er alveg frábær, þetta kemur ótrúlega svipað út og ég er ánægður með útkomuna. Gaman að þetta geti verið í litunum hennar Bryndísar Klöru og ég er mjög stoltur af þessu,“ bætti Steinar við. Vona að verkefnið hjálpi til í baráttunni gegn ofbeldi Foreldrar Bryndísar Klöru, Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, segja framtak sem þetta hafa mikla þýðingu. Þau voru viðstödd afhjúpunina í dag ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs og Friðriki Baldurssyni garðyrkjustjóra. „Þetta er ótrúlega falleg hugmynd sem Steinar kom með í september. Okkur finnst frábært að Kópavogsbúar hafi kosið, bæði í efri og neðri byggðum, að hafa svona fallega minningu um Bryndísi okkar,“ sagði Birgir Örn í dag. Við afhjúpunina í dag. Frá vinstri Steinar Guðmundsson hugmyndasmiður verkefnisins, Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri. Hægra megin eru Iðunn Eiríksdóttir og Birgir Karl Óskarsson foreldrar Bryndísar Klöru og á milli þeirra Vigdís dóttir þeirra.Vísir/Anton Brink Iðunn bætti við að hún vonaðist til að verkefnið hefði forvarnargildi í framtíðinni. „Maður er að vona að krakkar hugsi til hennar og að svona eigi ekki að gerast. Að þetta hjálpi í baráttunni gegn ofbeldi.“ Kópavogur Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur var afhjúpaður við Salalaug í Kópavogi í dag. Bekkurinn er sá fyrsti af alls tuttugu bekkjum sem settir verða upp við íþróttamannvirki og skóla í Kópavogi á næstu vikum. Kópavogsbúinn Steinar Guðmundsson á frumkvæðið að verkefninu en það hlaut brautargengi í gegnum samráðsverkefnið „Okkar Kópavogur“ þar sem íbúar bæjarins gátu kosið um úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í bænum. Foreldrar Bryndísar Klöru ásamt systur hennar vígðu bekkinn við Salalaug í dag.Vísir/Anton Brink „Hugmyndin í rauninni kemur þegar ég sá að samkeppnin fór af stað. Þetta var eitthvað sem snerti alla þessi atburður og ég velti fyrir mér hvernig væri hægt að vera með áminningu alltaf og þetta var lausnin,“ sagði Steinar þegar bekkurinn af afhjúpaður í dag. „Sjálfur á ég dætur á þessum aldri og vildi reyna að kenna þeim og minna aðra á að fara varlega. Ég vona að þetta verði áminning fyrir krakkana í hverfinu.“ Steinar var ánægður með útkomuna en sagði fyrstu drög að bekknum hafa verið teiknuð með hjálp gervigreindar. „Bekkurinn er alveg frábær, þetta kemur ótrúlega svipað út og ég er ánægður með útkomuna. Gaman að þetta geti verið í litunum hennar Bryndísar Klöru og ég er mjög stoltur af þessu,“ bætti Steinar við. Vona að verkefnið hjálpi til í baráttunni gegn ofbeldi Foreldrar Bryndísar Klöru, Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, segja framtak sem þetta hafa mikla þýðingu. Þau voru viðstödd afhjúpunina í dag ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs og Friðriki Baldurssyni garðyrkjustjóra. „Þetta er ótrúlega falleg hugmynd sem Steinar kom með í september. Okkur finnst frábært að Kópavogsbúar hafi kosið, bæði í efri og neðri byggðum, að hafa svona fallega minningu um Bryndísi okkar,“ sagði Birgir Örn í dag. Við afhjúpunina í dag. Frá vinstri Steinar Guðmundsson hugmyndasmiður verkefnisins, Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri. Hægra megin eru Iðunn Eiríksdóttir og Birgir Karl Óskarsson foreldrar Bryndísar Klöru og á milli þeirra Vigdís dóttir þeirra.Vísir/Anton Brink Iðunn bætti við að hún vonaðist til að verkefnið hefði forvarnargildi í framtíðinni. „Maður er að vona að krakkar hugsi til hennar og að svona eigi ekki að gerast. Að þetta hjálpi í baráttunni gegn ofbeldi.“
Kópavogur Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira