„Fráleitt“ að halda að ríkisstjórnin bakki með veiðigjaldafrumvarpið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júní 2025 19:21 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, var hörð á því að veiðigjaldafrumvarpið væri ekki undir í samningaviðræðum þingflokksformanna um þingfrestun. Þetta væri mikið forgangsmál ríkisstjórnarinnar sem hún væri einhuga um. Vísir/Ívar Atvinnuvegaráðherra sér alls ekki fyrir sér að veiðigjaldafrumvarpið verði á samningaborði þingflokkanna um þinglok og að það væri fráleitt að halda að ríkisstjórnin bakkaði með frumvarp sem hún standi öll á bakvið. Það fari í gegn fyrir sumarfrí. Fyrir helgi tók forseti Alþingis ákvörðun um að taka starfsáætlun þingsins úr sambandi og getur hann því fjölgað þingfundardögum. Óljóst er á þessari stundu hvenær þingfrestun verður en styr hefur staðið um nokkur stjórnarmál. Segja má að mesti hitinn í umræðunni hverfist um breytingar á veiðigjöldum. Stjórnarandstöðuflokkarnir slógu til að mynda met í fyrstu umræðu málsins þegar þeir töluðu um frumvarpið í á fjórða tug klukkustunda. Í spilaranum hér að neðan er sjónvarpsfrétt um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá var í beinni útsendingu rætt við þá Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins og Eirík Björn Björgvinsson fyrsta varaformann atvinnuveganefndar um hvar málin standa nú. „Þetta er náttúrulega risamál, undirliggjandi eru gríðarlegir hagsmunir almennings og líka hagsmunir útgerðarinnar þannig að það liggur alveg fyrir að þetta er stórt mál af hálfu ríkisstjórnarinnar sem hefur frá upphafi lýst því yfir að hún ætli sér að leiðrétta þessi mál,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Hún telur ljóst að stjórnarandstaðan muni ganga eins langt og hún getur við að reyna að stöðva málið. Hann Katrín var spurð hvort veiðigjaldamálið væri á samningaborðinu í viðræðum um þinglok en vinnsla málsins í atvinnuveganefnd er samkvæmt heimildum fréttastofu á lokametrunum. Eru einhverjar líkur til þess að þið munið bakka eitthvað með það eða málamiðla eða eitthvað slíkt? „Það væri að mínu mati algjörlega fráleitt og að mati ríkisstjórnarinnar. Þetta er risahagsmunamál fyrir þjóðina. Það er sterkur meirihluti fyrir þessu máli og það er kannski bara allt í lagi fyrir minnihlutann að hafa það í huga að það er ekki þannig að hér hafi almenningur framið valdarán í kosningum þegar hann kaus þau [gömlu ríkisstjórnarflokkana] burt frá völdum og kaus okkur til valda. Þetta er mál sem á mikinn stuðning þjóðarinnar og ríkisstjórnin er samstíga um. Þetta er vel unnið mál og þetta fer í gegn.“ Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Fyrir helgi tók forseti Alþingis ákvörðun um að taka starfsáætlun þingsins úr sambandi og getur hann því fjölgað þingfundardögum. Óljóst er á þessari stundu hvenær þingfrestun verður en styr hefur staðið um nokkur stjórnarmál. Segja má að mesti hitinn í umræðunni hverfist um breytingar á veiðigjöldum. Stjórnarandstöðuflokkarnir slógu til að mynda met í fyrstu umræðu málsins þegar þeir töluðu um frumvarpið í á fjórða tug klukkustunda. Í spilaranum hér að neðan er sjónvarpsfrétt um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá var í beinni útsendingu rætt við þá Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins og Eirík Björn Björgvinsson fyrsta varaformann atvinnuveganefndar um hvar málin standa nú. „Þetta er náttúrulega risamál, undirliggjandi eru gríðarlegir hagsmunir almennings og líka hagsmunir útgerðarinnar þannig að það liggur alveg fyrir að þetta er stórt mál af hálfu ríkisstjórnarinnar sem hefur frá upphafi lýst því yfir að hún ætli sér að leiðrétta þessi mál,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Hún telur ljóst að stjórnarandstaðan muni ganga eins langt og hún getur við að reyna að stöðva málið. Hann Katrín var spurð hvort veiðigjaldamálið væri á samningaborðinu í viðræðum um þinglok en vinnsla málsins í atvinnuveganefnd er samkvæmt heimildum fréttastofu á lokametrunum. Eru einhverjar líkur til þess að þið munið bakka eitthvað með það eða málamiðla eða eitthvað slíkt? „Það væri að mínu mati algjörlega fráleitt og að mati ríkisstjórnarinnar. Þetta er risahagsmunamál fyrir þjóðina. Það er sterkur meirihluti fyrir þessu máli og það er kannski bara allt í lagi fyrir minnihlutann að hafa það í huga að það er ekki þannig að hér hafi almenningur framið valdarán í kosningum þegar hann kaus þau [gömlu ríkisstjórnarflokkana] burt frá völdum og kaus okkur til valda. Þetta er mál sem á mikinn stuðning þjóðarinnar og ríkisstjórnin er samstíga um. Þetta er vel unnið mál og þetta fer í gegn.“
Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03
Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31