Tilfinningaþrungin ræða á þingi SÞ: „Stolt, fötluð, og óendanlega þakklát“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júní 2025 22:27 Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sótti árlegan fund Sameinuðu þjóðanna um samning þeirra um réttindi fatlaðs fólks. Skjáskot „Dömur mínar og herrar. Ég heiti Inga Sæland. Ég er lögblind. Ég hef minna en 10 prósent sjón, hef aldrei ekið bíl eða séð haustlitina. En ég er félags- og húsnæðismálaráðherra - fyrsta manneskjan með fötlun sem gegnir ráðherraembætti á Íslandi.“ Með þessum orðum hóf Inga Sæland ræðu sem hún hélt á árlegum fundi aðildarríkja Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú er hafið í New York. Í ávarpi sínu fór Inga yfir lífshlaup sitt og sagði frá sinni eigin fötlun og áskorunum sem hún hefur mætt sökum hennar. „Ég mun aldrei eignast eiginmann eða börn“ „Þegar ég var barn, veiktist ég alvarlega og missti nánast alla sjón.“ „Ég ólst upp í litlu sjávarplássi og skammaðist mín fyrir að vera blind. Ég var öðruvísi – og var lögð í einelti. Ég gat ekki varið mig, sá hvorki snjóboltana né steinana sem var kastað í mig. Mig dreymdi um menntun en ég sá ekki stafina í kennslubókunum og flosnaði upp úr skóla,“ sagði hún. „Svona verður þetta að eilífu. Ég mun aldrei eiga eiginmann eða eignast börn.“ Segir hún svo frá því að hún hafi kynnst eiginmanni sínum og eignast með honum fjögur börn. Maður hennar hafi svo lent í slysi og orðið öryrki. Inga Sæland ásamt Eiði Welding, fulltrúa ungÖBÍ, og Önnu Jóhannsdóttur, fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.Stjórnarráðið „Fátæktin var miskunnarlaus. Sonur minn var efnilegur fótboltamaður en við höfðum ekki efni á skóm. Hann spilaði í gömlum skóm sem voru svo þröngir að táneglurnar duttu af honum. Litlu stelpuna mína dreymdi um að læra á fiðlu en það var utan seilingar. Elsta son minn langaði til að halda áfram námi en við áttum ekki fyrir strætókorti til að hann kæmist í skólann.“ Stolt, fötluð og þakklát Inga segir svo frá því að hún hafi áratugum saman upplifað að hún ætti ekki stað í samfélaginu, en loksins hafi hindrunum verið rutt úr vegi. Hún hafi fengið akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og fengið aðstoð við að sjá orðin á blaðinu. „Þökk sé þessu lauk ég laganámi þegar ég var 56 ára!“ sagði hún og uppskar lófatak. „Reynsla mín hefur kennt mér að þegar við breytum viðhorfi samfélagsins gagnvart fötlun getum við breytt lífi fólks og opnað nýjar dyr. Draumar mínir rættust þökk sé stuðningnum sem ég fékk – og réttindunum sem ég fékk loksins að njóta. Réttindunum sem þessi sáttmáli – sem er mér svo kær – setur svo skýrt fram,“ sagði hún. „Og hér er ég nú. Tilbúin að brjóta niður múrana sem enn hamla því að fatlað fólk fái virkjað allan sinn mannauð.“ „Stolt. Fötluð. Og óendanlega þakklát.“ „Ekkert um okkur án okkar. Takk fyrir.“ Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Með þessum orðum hóf Inga Sæland ræðu sem hún hélt á árlegum fundi aðildarríkja Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú er hafið í New York. Í ávarpi sínu fór Inga yfir lífshlaup sitt og sagði frá sinni eigin fötlun og áskorunum sem hún hefur mætt sökum hennar. „Ég mun aldrei eignast eiginmann eða börn“ „Þegar ég var barn, veiktist ég alvarlega og missti nánast alla sjón.“ „Ég ólst upp í litlu sjávarplássi og skammaðist mín fyrir að vera blind. Ég var öðruvísi – og var lögð í einelti. Ég gat ekki varið mig, sá hvorki snjóboltana né steinana sem var kastað í mig. Mig dreymdi um menntun en ég sá ekki stafina í kennslubókunum og flosnaði upp úr skóla,“ sagði hún. „Svona verður þetta að eilífu. Ég mun aldrei eiga eiginmann eða eignast börn.“ Segir hún svo frá því að hún hafi kynnst eiginmanni sínum og eignast með honum fjögur börn. Maður hennar hafi svo lent í slysi og orðið öryrki. Inga Sæland ásamt Eiði Welding, fulltrúa ungÖBÍ, og Önnu Jóhannsdóttur, fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.Stjórnarráðið „Fátæktin var miskunnarlaus. Sonur minn var efnilegur fótboltamaður en við höfðum ekki efni á skóm. Hann spilaði í gömlum skóm sem voru svo þröngir að táneglurnar duttu af honum. Litlu stelpuna mína dreymdi um að læra á fiðlu en það var utan seilingar. Elsta son minn langaði til að halda áfram námi en við áttum ekki fyrir strætókorti til að hann kæmist í skólann.“ Stolt, fötluð og þakklát Inga segir svo frá því að hún hafi áratugum saman upplifað að hún ætti ekki stað í samfélaginu, en loksins hafi hindrunum verið rutt úr vegi. Hún hafi fengið akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og fengið aðstoð við að sjá orðin á blaðinu. „Þökk sé þessu lauk ég laganámi þegar ég var 56 ára!“ sagði hún og uppskar lófatak. „Reynsla mín hefur kennt mér að þegar við breytum viðhorfi samfélagsins gagnvart fötlun getum við breytt lífi fólks og opnað nýjar dyr. Draumar mínir rættust þökk sé stuðningnum sem ég fékk – og réttindunum sem ég fékk loksins að njóta. Réttindunum sem þessi sáttmáli – sem er mér svo kær – setur svo skýrt fram,“ sagði hún. „Og hér er ég nú. Tilbúin að brjóta niður múrana sem enn hamla því að fatlað fólk fái virkjað allan sinn mannauð.“ „Stolt. Fötluð. Og óendanlega þakklát.“ „Ekkert um okkur án okkar. Takk fyrir.“
Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira