Liverpool að landa dýrasta leikmanni í sögu deildarinnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júní 2025 10:30 Florian Wirtz virðist vera á leiðinni til Liverpool, viðræður eru sagðar á lokastigi. Getty/Pau Barrena Viðræður Liverpool við Bayer Leverkusen um kaup á Florian Wirtz eru sagðar á lokastigi. Wirtz verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool lagði fram 134 milljóna evra tilboð í leikmanninn í gær, um 113 milljónir punda, þar sem um 100 milljónir punda eru öruggar en restin í árangurstengdum greiðslum, samkvæmt hinum áreiðanlega David Ornstein hjá The Athletic. Tilboðið var ekki samþykkt strax en viðræður eru sagðar komnar langt á veg og sameiginleg lausn í sjónmáli. Liverpool ætlar sér ekki að greiða 150 milljóna evra upphæðina sem Leverkusen lagði fram upphaflega. Wirtz var hluti af liði Leverkusen sem fór taplaust í gegnum heilt tímabil heima fyrir og vann þýsku tvennuna í fyrra. Mika Volkmann/Getty Images Viðræðurnar eru núna sagðar snúast aðallega um skiptingu greiðslnanna, hversu mikið yrði lagt út strax, hversu mikið árangurstengt og svo framvegis. Þá á aðeins eftir að bóka læknisskoðun fyrir leikmanninn, en félagaskiptaglugginn er lokaður eins og er og opnar aftur þann 16. júní. Þannig að kaupin munu ekki ganga í gegn fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Wirtz skoraði mark Þýskalands í 1-2 tapi gegn Portúgal í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar á dögunum. Marcel Engelbrecht - firo sportphoto/Getty Images Wirtz yrði dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Enzo Fernández sem var keyptur af Chelsea fyrir 121 milljón evra árið 2023. Hann yrði þriðji eða fjórði dýrasti leikmaður sögunnar á eftir Neymar og Kylian Mbappé sem voru keyptir af PSG árið 2017 og mögulega Philippe Coutinho sem var keyptur af Barcelona árið 2018, en kaupverð hans hefur verið á reiki um langan tíma og Barcelona hefur ekki enn borgað að fullu. Wirtz yrði lang dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, á eftir Darwin Nunez sem var keyptur fyrir um 85 milljónir evra frá Benfica árið 2022 og Virgil van Dijk sem var keyptur frá Southampton árið 2018 fyrir um 75 milljónir evra. Sá fyrrnefndi, Nunez, er mögulega á förum frá félaginu í sumar ef góð summa fæst fyrir hann. 🚨 Liverpool / Bayer Leverkusen talks over Florian Wirtz at final stages - clubs in daily contact to reach agreement. 2nd bid not rejected; dialogue continues to settle structure, add-ons, payment terms➕ Al Hilal enquire to #LFC for Nunez @TheAthleticFC https://t.co/bXYOzEqMhU— David Ornstein (@David_Ornstein) June 10, 2025 Enski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Sjá meira
Liverpool lagði fram 134 milljóna evra tilboð í leikmanninn í gær, um 113 milljónir punda, þar sem um 100 milljónir punda eru öruggar en restin í árangurstengdum greiðslum, samkvæmt hinum áreiðanlega David Ornstein hjá The Athletic. Tilboðið var ekki samþykkt strax en viðræður eru sagðar komnar langt á veg og sameiginleg lausn í sjónmáli. Liverpool ætlar sér ekki að greiða 150 milljóna evra upphæðina sem Leverkusen lagði fram upphaflega. Wirtz var hluti af liði Leverkusen sem fór taplaust í gegnum heilt tímabil heima fyrir og vann þýsku tvennuna í fyrra. Mika Volkmann/Getty Images Viðræðurnar eru núna sagðar snúast aðallega um skiptingu greiðslnanna, hversu mikið yrði lagt út strax, hversu mikið árangurstengt og svo framvegis. Þá á aðeins eftir að bóka læknisskoðun fyrir leikmanninn, en félagaskiptaglugginn er lokaður eins og er og opnar aftur þann 16. júní. Þannig að kaupin munu ekki ganga í gegn fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Wirtz skoraði mark Þýskalands í 1-2 tapi gegn Portúgal í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar á dögunum. Marcel Engelbrecht - firo sportphoto/Getty Images Wirtz yrði dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Enzo Fernández sem var keyptur af Chelsea fyrir 121 milljón evra árið 2023. Hann yrði þriðji eða fjórði dýrasti leikmaður sögunnar á eftir Neymar og Kylian Mbappé sem voru keyptir af PSG árið 2017 og mögulega Philippe Coutinho sem var keyptur af Barcelona árið 2018, en kaupverð hans hefur verið á reiki um langan tíma og Barcelona hefur ekki enn borgað að fullu. Wirtz yrði lang dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, á eftir Darwin Nunez sem var keyptur fyrir um 85 milljónir evra frá Benfica árið 2022 og Virgil van Dijk sem var keyptur frá Southampton árið 2018 fyrir um 75 milljónir evra. Sá fyrrnefndi, Nunez, er mögulega á förum frá félaginu í sumar ef góð summa fæst fyrir hann. 🚨 Liverpool / Bayer Leverkusen talks over Florian Wirtz at final stages - clubs in daily contact to reach agreement. 2nd bid not rejected; dialogue continues to settle structure, add-ons, payment terms➕ Al Hilal enquire to #LFC for Nunez @TheAthleticFC https://t.co/bXYOzEqMhU— David Ornstein (@David_Ornstein) June 10, 2025
Enski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Sjá meira