Súdanar flýja undan sveitum Haftars Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2025 15:47 Átökin í Súdan hafa komið verulega niður á íbúum landsins. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/MARWAN MOHAMED Forsvarsmenn hers Súdan segja hermenn hafa hörfað frá landamærum ríkisins við Egyptaland og Líbíu, eftir að vígahópar á vegum Khalifa Haftar í Líbíu gerðu árásir yfir landamærin, samhliða sveitum Rapid support forces, eða RSF, sem barist hafa gegn hernum í á þriðja ár. Vígamenn RSF hafa tekið yfir stjórn á svæðinu. Haftar er leiðtogi Líbíska þjóðarhersins (LNA) og hefur um árabil barist gegn ríkisstjórn landsins sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Hann hefur notað stuðnings Rússa í gegnum árin. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarhernum hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Reuters hefur eftir forsvarsmönnum hersins að hermenn hafi hörfað frá landamærunum en ekki er farið nánar út í af hverju. Þá er haft eftir talsmönnum Haftars að hans menn hafi ekki ráðist yfir landamærin og þess í stað saka þeir sveitir hliðhollar stjórnarhernum um að hafa ráðist á Haftar-liða. Yfirvöld í Súdan hafa sakað RSF og LNA um að flytja vopn til RSF yfir landamærin en svæðið sem um ræðir er nærri borginni al-Fashir í Súdan, en harðir bardagar hafa átt sér stað þar um nokkuð skeið. Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa sent vopn til RSF en þau styðja einnig Haftar. Egyptar, sem styðja ríkisstjórn Súdan, hafa einnig stutt Haftar í Líbíu. Súdan Líbía Hernaður Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Vígamenn RSF hafa tekið yfir stjórn á svæðinu. Haftar er leiðtogi Líbíska þjóðarhersins (LNA) og hefur um árabil barist gegn ríkisstjórn landsins sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Hann hefur notað stuðnings Rússa í gegnum árin. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarhernum hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Reuters hefur eftir forsvarsmönnum hersins að hermenn hafi hörfað frá landamærunum en ekki er farið nánar út í af hverju. Þá er haft eftir talsmönnum Haftars að hans menn hafi ekki ráðist yfir landamærin og þess í stað saka þeir sveitir hliðhollar stjórnarhernum um að hafa ráðist á Haftar-liða. Yfirvöld í Súdan hafa sakað RSF og LNA um að flytja vopn til RSF yfir landamærin en svæðið sem um ræðir er nærri borginni al-Fashir í Súdan, en harðir bardagar hafa átt sér stað þar um nokkuð skeið. Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa sent vopn til RSF en þau styðja einnig Haftar. Egyptar, sem styðja ríkisstjórn Súdan, hafa einnig stutt Haftar í Líbíu.
Súdan Líbía Hernaður Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira