Sú markahæsta frá upphafi „með hreina samvisku“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2025 07:00 Markaskorari af guðs náð en fer ekki á EM. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Spænska knattspyrnukonan Jenni Hermoso segir „með hreina samvisku“ eftir að ljóst var að hún mun ekki valin í leikmannahóp Spánar fyrir Evrópumótið sem fram fer Sviss í sumar. Hin 35 ára gamla Hermoso er markahæsti leikmaður í sögu spænska kvennalandsliðsins með 57 mörk í 123 leikjum. Hún var í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem heimsmeistari árið 2023 en það var atvik að úrslitaleiknum loknum sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kyssti Hermoso óumbeðinn á munninn þegar hann var að óska leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Rubiales, sem var vikið úr starfi sínu, sagði kossinn hafa verið með samþykki Hermoso. Hann var í febrúar á þessu ári fundinn sekur um kynferðislega áreitni. Hann slapp við fangelsisvist en þurfti að greiða sekt upp á eina og hálfa milljón íslenskra króna. Eftir að í ljós kom að Hermoso, sem spilar i dag með Tigres í Mexíkó, hefði ekki verið valin í leikmannahóp Spánar birti hún færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar sagði hún að samviska sín væri hrein, sérstaklega eftir að hafa yfirgefið umhverfi með svona slæmt andrúmsloft. „Leyfum þeim að einbeita sér á að gera Spán að Evrópumeisturum,“ skrifaði Hermoso einnig. Hún tók þátt í öllum sex leikjum Spánar í undankeppninni en spilaði siðast landsleik í október á síðasta ári. Sú markahæsta hefur ekki verið valin í síðustu fjóra landsliðshópa Spánar. De verdad que yo también tengo la conciencia muy tranquila y más cuando aparto de mi vida entornos con esa energía tan mala. ¿Gestionar? Eso es lo que tendrían que aprender a hacer otros, que esa parte les queda muy grande. Escribo tuit porque es la única manera que ha dejado…— Jenn1 Hermos0 (@Jennihermoso) June 11, 2025 Montse Tome, þjálfari Spánar, segist skilja Jenni og að hún hafi rætt við hana um stöðu mála. Hann bætti við að samkeppnin um stöður væri gríðarleg og að Hermoso væri að keppa við Patricia Guijarro, Aitana Bonmatí, Alexia Putellas, Vicky López, Cláudia Pina (allar í Barcelona), Maite Zubieta (Athletic Club) og Mariona Caldentey (Arsenal) um stöðu í hópnum. „Það er erfitt að velja 23 leikmenn en við höfum gert það á fagmannlegan hátt. Á endanum eru þetta leikmennirnir sem við völdum,“ sagði Tome. EM kvenna í knattspyrnu hefst 2. júlí næstkomandi. Degi síðar hefur Spánn leik þegar heimsmeistararnir mæta nágrönnum sínum í Portúgal í B-riðli. Ísland er í A-riðli ásamt Finnlandi, Sviss og Noregi. Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira
Hin 35 ára gamla Hermoso er markahæsti leikmaður í sögu spænska kvennalandsliðsins með 57 mörk í 123 leikjum. Hún var í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem heimsmeistari árið 2023 en það var atvik að úrslitaleiknum loknum sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kyssti Hermoso óumbeðinn á munninn þegar hann var að óska leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Rubiales, sem var vikið úr starfi sínu, sagði kossinn hafa verið með samþykki Hermoso. Hann var í febrúar á þessu ári fundinn sekur um kynferðislega áreitni. Hann slapp við fangelsisvist en þurfti að greiða sekt upp á eina og hálfa milljón íslenskra króna. Eftir að í ljós kom að Hermoso, sem spilar i dag með Tigres í Mexíkó, hefði ekki verið valin í leikmannahóp Spánar birti hún færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar sagði hún að samviska sín væri hrein, sérstaklega eftir að hafa yfirgefið umhverfi með svona slæmt andrúmsloft. „Leyfum þeim að einbeita sér á að gera Spán að Evrópumeisturum,“ skrifaði Hermoso einnig. Hún tók þátt í öllum sex leikjum Spánar í undankeppninni en spilaði siðast landsleik í október á síðasta ári. Sú markahæsta hefur ekki verið valin í síðustu fjóra landsliðshópa Spánar. De verdad que yo también tengo la conciencia muy tranquila y más cuando aparto de mi vida entornos con esa energía tan mala. ¿Gestionar? Eso es lo que tendrían que aprender a hacer otros, que esa parte les queda muy grande. Escribo tuit porque es la única manera que ha dejado…— Jenn1 Hermos0 (@Jennihermoso) June 11, 2025 Montse Tome, þjálfari Spánar, segist skilja Jenni og að hún hafi rætt við hana um stöðu mála. Hann bætti við að samkeppnin um stöður væri gríðarleg og að Hermoso væri að keppa við Patricia Guijarro, Aitana Bonmatí, Alexia Putellas, Vicky López, Cláudia Pina (allar í Barcelona), Maite Zubieta (Athletic Club) og Mariona Caldentey (Arsenal) um stöðu í hópnum. „Það er erfitt að velja 23 leikmenn en við höfum gert það á fagmannlegan hátt. Á endanum eru þetta leikmennirnir sem við völdum,“ sagði Tome. EM kvenna í knattspyrnu hefst 2. júlí næstkomandi. Degi síðar hefur Spánn leik þegar heimsmeistararnir mæta nágrönnum sínum í Portúgal í B-riðli. Ísland er í A-riðli ásamt Finnlandi, Sviss og Noregi.
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira