Bandarískar herstöðvar verða reistar í Danmörku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 06:51 Bandaríkjamenn munu fara með lögsögu á herstöðvum sínum á Jótlandi. AP/Emil Nicolai Helms Stór meirihluti á danska þinginu samþykkti í gær að rýmka rétt Bandaríkjanna til hernaðarlegrar viðveru í Danmörku. Bandaríkjamenn munu fara með lögsögu yfir hermönnum sínum í Danmörku og hafa aðgang að þremur flugherstöðvum á Jótlandi. Samkvæmt umfjöllun Politiken munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir hermönnum sem hafa viðveru í herstöðvum í Danmörku en Danir reka flugherstöðvar í Skydstrup, Karup og Álaborg. Samstarfssamningurinn við Bandaríkjaher hefur legið fyrir frá því í desember 2023 samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Samningnum samkvæmt hafa Bandaríkin rétt á að hafa viðveru í völdum herstöðvum, geyma þar hernaðarbúnað og þjálfa hermenn. Hann gefur Bandaríkjamönnum einnig leyfi til að reka þrjár flugherstöðvar á áðurnefndum stöðum á Jótlandi. Hermenn sem hafa viðveru á fyrrnefndum herstöðvum lúta bandarískum lögum. Bandaríkin sjá þannig um að ákæra hermenn fremji þeir glæpi í Danmörku. Samningurinn gildir til tíu ára. Svik við dönsku þjóðina Mikil umræða hefur verið í Danmörku nýverið samningsins vegna og hefur gagnrýni á hann verið óvægin. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, segir samninginn þjóðhættulegan. „Þetta er samningur sem gerir það að verkum að það verði svæði í Danmörku sem lúti bandarískum lögum. Þar sem dönsk yfirvöld ráða ekki. Og þar sem illa getur verið farið með fanga,“ sagði hann á danska þinginu í gær. „Þetta eru gríðarleg svik við dönsku þjóðina,“ sagði hann. Það voru aðeins fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins sem greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins, ásamt utanflokkaþingmönnunum Theresu Scavenius og Jeppe Søe. Samkvæmt Politiken hafa fulltrúar SF verið gagnrýnir á samninginn en enduðu á því að greiða atkvæði með gildistöku hans. Mikilvægt að þétta raðirnar Mette Frederiksen forsætisráðherra segir afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkjunum sérstaklega á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Fulltrúar Enhedslisten og Alternativet hafa haldið því fram að það fullveldisafsal sem samningurinn feli í sér sé brot á stjórnarskrá Danmerkur. Ríkisstjórnarliðar segja það af og frá. „Í matinu er lögð áhersla á að dönsk yfirvöld beri aðalábyrgð á öryggi, bæði á og utan þeirra mannvirkja sem samingurinn nær til,“ er haft eftir Peter Danmörk Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hernaður Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Politiken munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir hermönnum sem hafa viðveru í herstöðvum í Danmörku en Danir reka flugherstöðvar í Skydstrup, Karup og Álaborg. Samstarfssamningurinn við Bandaríkjaher hefur legið fyrir frá því í desember 2023 samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Samningnum samkvæmt hafa Bandaríkin rétt á að hafa viðveru í völdum herstöðvum, geyma þar hernaðarbúnað og þjálfa hermenn. Hann gefur Bandaríkjamönnum einnig leyfi til að reka þrjár flugherstöðvar á áðurnefndum stöðum á Jótlandi. Hermenn sem hafa viðveru á fyrrnefndum herstöðvum lúta bandarískum lögum. Bandaríkin sjá þannig um að ákæra hermenn fremji þeir glæpi í Danmörku. Samningurinn gildir til tíu ára. Svik við dönsku þjóðina Mikil umræða hefur verið í Danmörku nýverið samningsins vegna og hefur gagnrýni á hann verið óvægin. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, segir samninginn þjóðhættulegan. „Þetta er samningur sem gerir það að verkum að það verði svæði í Danmörku sem lúti bandarískum lögum. Þar sem dönsk yfirvöld ráða ekki. Og þar sem illa getur verið farið með fanga,“ sagði hann á danska þinginu í gær. „Þetta eru gríðarleg svik við dönsku þjóðina,“ sagði hann. Það voru aðeins fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins sem greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins, ásamt utanflokkaþingmönnunum Theresu Scavenius og Jeppe Søe. Samkvæmt Politiken hafa fulltrúar SF verið gagnrýnir á samninginn en enduðu á því að greiða atkvæði með gildistöku hans. Mikilvægt að þétta raðirnar Mette Frederiksen forsætisráðherra segir afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkjunum sérstaklega á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Fulltrúar Enhedslisten og Alternativet hafa haldið því fram að það fullveldisafsal sem samningurinn feli í sér sé brot á stjórnarskrá Danmerkur. Ríkisstjórnarliðar segja það af og frá. „Í matinu er lögð áhersla á að dönsk yfirvöld beri aðalábyrgð á öryggi, bæði á og utan þeirra mannvirkja sem samingurinn nær til,“ er haft eftir Peter
Danmörk Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hernaður Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira