Tannlæknir keppir á opna bandaríska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 09:30 Matt Vogt valdi tannlæknanámið yfir golfið en nú fær hann að upplifa draum sinn sem kylfingur og keppa á risamóti. Getty/Patrick Smith Opna bandaríska meistaramótið í golfi hefst í dag en óþekktur kylfingur hefur vakið mikla athygli fyrir þátttöku sína á mótinu. Matt Vogt mun spila með þeim Scottie Scheffler og Rory McIlroy á mótinu en það er ekkert skrýtið þótt að golfáhugafólk kannist ekki við þetta nafn. Vogt er ekki atvinnumaður í golfi og ætlar sér ekki að verða það heldur. Vogt er tannlæknir í Indiana sem hefur komið sér vel fyrir í því starfi. Vogt spilaði hins vegar golf þegar hann var í Butler háskólanum en hætti því til að einbeita sér að náminu. Fyrir nokkrum árum var hann síðan búinn að koma upp tannlæknastofunni og hún fór að ganga vel. Hann fékk því meiri tíma utan vinnu og fór að eyða honum á golfvellinum. Það fór líka að skila sér. Hann vann Opna Indianapolis áhugamannamótið tvö ár í röð. Nú fær hann að keppa á opna bandaríska risamótinu í golfi sem áhugamaður. Það gerir þessa sögu enn merkilegri er að Vogt ólst upp í Pittsburgh. Hann var kylfusveinn á Oakmont golfvellinum þegar hann var krakki. Opna bandaríska meistaramótið fer einmitt fram á þessum Oakmont golfvelli í Pittsburgh sem Vogt þekkir svo vel. Hann er því eiginlega á heimavelli á mótinu. Opna bandaríska meistaramótið í gofli verður sýnt beint á SÝN Sport Viaplay og útsending frá fyrsta deginum hefst klukkan 16.00 í dag. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Matt Vogt mun spila með þeim Scottie Scheffler og Rory McIlroy á mótinu en það er ekkert skrýtið þótt að golfáhugafólk kannist ekki við þetta nafn. Vogt er ekki atvinnumaður í golfi og ætlar sér ekki að verða það heldur. Vogt er tannlæknir í Indiana sem hefur komið sér vel fyrir í því starfi. Vogt spilaði hins vegar golf þegar hann var í Butler háskólanum en hætti því til að einbeita sér að náminu. Fyrir nokkrum árum var hann síðan búinn að koma upp tannlæknastofunni og hún fór að ganga vel. Hann fékk því meiri tíma utan vinnu og fór að eyða honum á golfvellinum. Það fór líka að skila sér. Hann vann Opna Indianapolis áhugamannamótið tvö ár í röð. Nú fær hann að keppa á opna bandaríska risamótinu í golfi sem áhugamaður. Það gerir þessa sögu enn merkilegri er að Vogt ólst upp í Pittsburgh. Hann var kylfusveinn á Oakmont golfvellinum þegar hann var krakki. Opna bandaríska meistaramótið fer einmitt fram á þessum Oakmont golfvelli í Pittsburgh sem Vogt þekkir svo vel. Hann er því eiginlega á heimavelli á mótinu. Opna bandaríska meistaramótið í gofli verður sýnt beint á SÝN Sport Viaplay og útsending frá fyrsta deginum hefst klukkan 16.00 í dag. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints)
Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira